Handbolti

Nýtt handboltalið í Eyjum

Sindri Sverrisson skrifar
Litríkir stuðningsmenn ÍBV geta nú einnig stutt lið HBH.
Litríkir stuðningsmenn ÍBV geta nú einnig stutt lið HBH. vísir/Hulda Margrét

Í vetur verða tvö handboltafélög starfrækt í Vestmannaeyjum því nú hefur verið stofnað nýtt félag sem tefla mun fram liði í Grill 66 deild karla.

Um er að ræða venslafélag ÍBV sem fékk heitið Handknattleiksbandalag Heimaeyjar.

Í tilkynningu frá ÍBV segir að gríðarlegur handboltaáhugi í Eyjum, og fjölmennur og sterkur 3. flokkur, hafi leitt til þess að nýja félagið var stofnað.

Þetta sé gert til þess að halda enn betur utan um leikmenn og tryggja þeim betri umgjörð en áður. Með því að liðið spili í næstefstu deild geti svo leikmenn undirbúið sig sem best undir það að verða framtíðarleikmenn ÍBV.

Ungmennalið ÍBV keppti í 2. deild karla á síðustu leiktíð og endaði þar í 3. sæti á eftir ungmennaliðum Selfoss og Gróttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×