Garpur leiðir þá félaga á vitlausan topp. Þá týnist Leifur eitt augnablik. „Hann er örugglega kominn hérna upp í gil ef ég þekki hann rétt,“ segir Garpur meðal annars.
Um var að ræða ellefu til þrettán kílómetra ferðalag upp og niður með kósý hækkun að sögn Garps. „Þetta rís og er svo stórt að maður heldur að það sé næstum því ekki hægt að fara þarna upp. En svo er þetta í raun bara kósý. Esjan töluvert hærri. Þetta er svolítið eins og hækkun upp að Steini. Smá vesen fyrir lofthrædda en mér skilst að austurleiðin sé betri fyrir þá sem eru ekki til í það ævintýri.“
Hér fyrir neðan má horfa á eldri þætti af Okkar eigið Ísland á sjónvarpsvef Vísis. Þeir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+.