Skaftárhlaup í hægum vexti og íbúar varaðir við hættu Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2024 12:35 Óvissa ríkir um þróun hlaupsins. Ljósmyndin er úr safni. Vísir/Arnar Skaftárhlaup er í vexti en hefur ekki áhrif á helstu vegi á svæðinu að svo stöddu. Töluverð óvissa er um áframhald hlaupsins og mögulega stærð þess. Að sögn Veðurstofunnar hélt rennsli í Skaftá við Sveinstind áfram að vaxa fram eftir gærkvöldi og hefur verið í hægum vexti það sem af er degi. Mælist það nú tæplega 180 rúmmetrar á sekúndu. Það er sagt sambærilegt við mikið sumarrennsli en í lægri kantinum miðað við hámarksrennsli síðustu Skaftárhlaupa. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að rennsli í Eldvatni sem er nærri þjóðvegi eitt sé einnig farið að vaxa jafnt og þétt en hlaupið enn ekki haft áhrif á veginn. Búið er að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals og sömuleiðis jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Kortið sýnir staðsetningu vatnshæðamæla Veðurstofunnar og rennslisleið hlaupvatns frá Skaftárkötlum.Veðurstofa Íslands Mögulegt að hlaupið vari í allt að tvær vikur Um þrjú ár eru frá síðasta hlaupi úr Vestari-Skaftárkatli sem er sagður óvenju langur tími milli hlaupa. Því er talið líklegt að þetta hlaup eigi upptök sín þar en það hefur ekki fengist staðfest. Að sögn Veðurstofunnar hafa sum fyrri hlaup úr Vestari-Skaftárkatlinum ekki náð miklu hámarksrennsli en varið lengi eða í eina til tvær vikur. Mögulegt sé að slíkt hlaup sé í gangi núna en það sagt enn of snemmt að fullyrða til um það. Veðurstofan segir mikilvægt að íbúar og aðrir sem eigi leið um flóðasvæðið séu meðvitaðir um mögulega hættu á því að Skaftá flæði yfir vegi sem liggi nærri árbökkum, brennisteinsvetni berist með hlaupvatninu sem geti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi og sprungur geti myndast mjög hratt í kringum ketilinn. Því ætti ferðafólk á Vatnajökli að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið. Hlaup í Skaftá Náttúruhamfarir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár. 21. ágúst 2024 10:15 Hlaupið sækir hægt í sig veðrið Hlaup í Skaftá sem hófst í gær er enn á hægri uppleið. 21. ágúst 2024 08:25 Skaftárhlaup líklega að hefjast Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólega síðan í gærkvöldi og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Athuganir benda til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár, og brennisteinsvetni getur borist með hlaupvatninu. 20. ágúst 2024 21:16 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Að sögn Veðurstofunnar hélt rennsli í Skaftá við Sveinstind áfram að vaxa fram eftir gærkvöldi og hefur verið í hægum vexti það sem af er degi. Mælist það nú tæplega 180 rúmmetrar á sekúndu. Það er sagt sambærilegt við mikið sumarrennsli en í lægri kantinum miðað við hámarksrennsli síðustu Skaftárhlaupa. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að rennsli í Eldvatni sem er nærri þjóðvegi eitt sé einnig farið að vaxa jafnt og þétt en hlaupið enn ekki haft áhrif á veginn. Búið er að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals og sömuleiðis jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Kortið sýnir staðsetningu vatnshæðamæla Veðurstofunnar og rennslisleið hlaupvatns frá Skaftárkötlum.Veðurstofa Íslands Mögulegt að hlaupið vari í allt að tvær vikur Um þrjú ár eru frá síðasta hlaupi úr Vestari-Skaftárkatli sem er sagður óvenju langur tími milli hlaupa. Því er talið líklegt að þetta hlaup eigi upptök sín þar en það hefur ekki fengist staðfest. Að sögn Veðurstofunnar hafa sum fyrri hlaup úr Vestari-Skaftárkatlinum ekki náð miklu hámarksrennsli en varið lengi eða í eina til tvær vikur. Mögulegt sé að slíkt hlaup sé í gangi núna en það sagt enn of snemmt að fullyrða til um það. Veðurstofan segir mikilvægt að íbúar og aðrir sem eigi leið um flóðasvæðið séu meðvitaðir um mögulega hættu á því að Skaftá flæði yfir vegi sem liggi nærri árbökkum, brennisteinsvetni berist með hlaupvatninu sem geti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi og sprungur geti myndast mjög hratt í kringum ketilinn. Því ætti ferðafólk á Vatnajökli að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið.
Hlaup í Skaftá Náttúruhamfarir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár. 21. ágúst 2024 10:15 Hlaupið sækir hægt í sig veðrið Hlaup í Skaftá sem hófst í gær er enn á hægri uppleið. 21. ágúst 2024 08:25 Skaftárhlaup líklega að hefjast Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólega síðan í gærkvöldi og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Athuganir benda til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár, og brennisteinsvetni getur borist með hlaupvatninu. 20. ágúst 2024 21:16 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár. 21. ágúst 2024 10:15
Hlaupið sækir hægt í sig veðrið Hlaup í Skaftá sem hófst í gær er enn á hægri uppleið. 21. ágúst 2024 08:25
Skaftárhlaup líklega að hefjast Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólega síðan í gærkvöldi og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Athuganir benda til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár, og brennisteinsvetni getur borist með hlaupvatninu. 20. ágúst 2024 21:16