Ekkert ólöglegt né óalgengt við uppsafnað orlof Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. ágúst 2024 23:05 Lára V. Júlíusdóttir lögmaður segir lög um orlof kveða á um lágmarksrétt en ekki ógilda rýmra samkomulag milli atvinnuveitanda og launþega. Vísir/Arnar Lára V. Júlíusdóttir segir það vera samningsatriði á milli vinnuveitanda og launafólks hvað það getur tekið út ónotað orlof langt aftur í tímann. Það sé hvorki ólöglegt né óalgengt að orlof stjórnenda safnist upp þó svo að tilgangur laganna sé að tryggja launafólki frí. Mikla athygli vakti fyrr í mánuðinum þegar í ljós kom að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, hefði fengið tíu milljóna greiðslu vegna uppsafnaðs orlofs. Dagur kvaðst aldrei hafa getað tekið fullt sumarfrí og að það hafi safnast upp með árunum en að sömu reglur giltu um hann og aðra starfsmenn borgarinnar. Lára segir að lög um orlof kveði á um lágmarksorlof og að samkomulag milli atvinnurekanda og launþega hvort sem það er í ráðningarsamningi eða að samkomulagið sé þegjandi trompi lögin í hvívetna. „Það þýðir það að samningur um minni rétt til handa launþegum er ógildur en það er hverjum sem er heimilt að semja um betri rétt en orlofslögin kveða á um. Þetta eru lágmarkskjör,“ segir hún í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Eftir samkomulagi Almennt sé gengið út frá því að orlofið sé gert upp innan orlofsársins en allur gangur sé þó á því. Stundum geti launþegar ekki tekið orlofið sitt út af einhverjum ástæðum og þá brenni það inni með það hafi þeir ekki gert samkomulag við atvinnuveitanda sinn. „Ef atvinnurekandi getur ekki séð af fólkinu sínu í sumarfrí þá er samkomulag annað hvort inni í ráðningasamningi eða einhvers konar þegjandi smakomulag um það að þetta orlof safnist þá saman og sé greitt út við starfslok,“ segir hún. „Það er ekkert óalgengt að fólk, sérstaklega stjórnendur eða millistjórnendur, sem eru í þannig störfum að það er ekki auðveld fyrir þá að komast frá í sumarfrí eða frí á árinu að það sé gengið út frá því að þeir eigi inni orlof þar til síðar. Það er ekkert óalgengt að það sé verið að gera upp orlof fyrir einhver ár aftur í tímann,“ segir Lára. Tilgangurinn sé að tryggja hvíld Jafnframt segir hún að hún geri sér ekki grein fyrir því hversu mikið af uppsöfnuðu orlofi fyrrverandi borgarstjóra sé eins gamalt og umræðan hefur gefið til kynna. Um sé að ræða einhverja 60 daga af ógreiddu orlofi sem nemi ekki nema tveggja ára virði af orlofi samkvæmt kjarasamningum borgarinnar. Hún segir tilgang laganna að tryggja launþegum nauðsynlega hvíld en að það sé hvorki ólöglegt né óalgengt að launþegar í stjórnunarstöðum eigi orlof inni, jafnvel yfir margra ára tímabil. „Það segir í lögunum að framsal orlofslauna og flutningur á milli orlofsára sé óheimilt. Það er gert ráð fyrir því að atvinnurekandi sjái til þess að starfsmaðurinn geti farið í orlof. Tilgangur orlofslaganna er náttúrlega sá að fólk taki sér frí á hverju ári. Að það vinni ekki í fimm, sex ár og taki sér svo frí eða fái orlof sitt þá uppgert. Tilgangur orlofslaganna er þessi hvíld sem talið er að launafólk þurfi nauðsynlega á að halda,“ segir hún. „Hins vegar er það ekkert óalgengt að fólk hafi óuppgert orlof sem nemur kannski 45, 60 dögum. Það er alls ekkert óalgengt í svona uppgjöri við starfslok,“ bætir Lára við. Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira
Mikla athygli vakti fyrr í mánuðinum þegar í ljós kom að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, hefði fengið tíu milljóna greiðslu vegna uppsafnaðs orlofs. Dagur kvaðst aldrei hafa getað tekið fullt sumarfrí og að það hafi safnast upp með árunum en að sömu reglur giltu um hann og aðra starfsmenn borgarinnar. Lára segir að lög um orlof kveði á um lágmarksorlof og að samkomulag milli atvinnurekanda og launþega hvort sem það er í ráðningarsamningi eða að samkomulagið sé þegjandi trompi lögin í hvívetna. „Það þýðir það að samningur um minni rétt til handa launþegum er ógildur en það er hverjum sem er heimilt að semja um betri rétt en orlofslögin kveða á um. Þetta eru lágmarkskjör,“ segir hún í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Eftir samkomulagi Almennt sé gengið út frá því að orlofið sé gert upp innan orlofsársins en allur gangur sé þó á því. Stundum geti launþegar ekki tekið orlofið sitt út af einhverjum ástæðum og þá brenni það inni með það hafi þeir ekki gert samkomulag við atvinnuveitanda sinn. „Ef atvinnurekandi getur ekki séð af fólkinu sínu í sumarfrí þá er samkomulag annað hvort inni í ráðningasamningi eða einhvers konar þegjandi smakomulag um það að þetta orlof safnist þá saman og sé greitt út við starfslok,“ segir hún. „Það er ekkert óalgengt að fólk, sérstaklega stjórnendur eða millistjórnendur, sem eru í þannig störfum að það er ekki auðveld fyrir þá að komast frá í sumarfrí eða frí á árinu að það sé gengið út frá því að þeir eigi inni orlof þar til síðar. Það er ekkert óalgengt að það sé verið að gera upp orlof fyrir einhver ár aftur í tímann,“ segir Lára. Tilgangurinn sé að tryggja hvíld Jafnframt segir hún að hún geri sér ekki grein fyrir því hversu mikið af uppsöfnuðu orlofi fyrrverandi borgarstjóra sé eins gamalt og umræðan hefur gefið til kynna. Um sé að ræða einhverja 60 daga af ógreiddu orlofi sem nemi ekki nema tveggja ára virði af orlofi samkvæmt kjarasamningum borgarinnar. Hún segir tilgang laganna að tryggja launþegum nauðsynlega hvíld en að það sé hvorki ólöglegt né óalgengt að launþegar í stjórnunarstöðum eigi orlof inni, jafnvel yfir margra ára tímabil. „Það segir í lögunum að framsal orlofslauna og flutningur á milli orlofsára sé óheimilt. Það er gert ráð fyrir því að atvinnurekandi sjái til þess að starfsmaðurinn geti farið í orlof. Tilgangur orlofslaganna er náttúrlega sá að fólk taki sér frí á hverju ári. Að það vinni ekki í fimm, sex ár og taki sér svo frí eða fái orlof sitt þá uppgert. Tilgangur orlofslaganna er þessi hvíld sem talið er að launafólk þurfi nauðsynlega á að halda,“ segir hún. „Hins vegar er það ekkert óalgengt að fólk hafi óuppgert orlof sem nemur kannski 45, 60 dögum. Það er alls ekkert óalgengt í svona uppgjöri við starfslok,“ bætir Lára við.
Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira