Nýtir gervigreind í stað sérfræðinga Eiður Þór Árnason og Heimir Már Pétursson skrifa 20. ágúst 2024 15:56 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Egill Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hyggst nýta gervigreind til að finna dæmi um svokallaða gullhúðun í íslenskri löggjöf. Þar er átt við tilfelli þar sem stjórnvöld hafa gengið lengra en krafist er í tilskipunum sem innleiddar eru á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hyggst í haust kynna fyrstu aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum tengdum gervigreind. „Hluti af henni mun snúa að bættum ríkisrekstri og tækifæri til aukinnar hagkvæmni. Ein aðgerð þar er farin af stað sem snýr að því að aflétta eða átta okkur á þeirri gullhúðun sem hefur farið fram hingað til í þeirri löggjöf sem hefur þegar verið samþykkt, eða reglugerðum sem settar hafa verið hjá hinu opinbera,“ sagði Áslaug að loknum ríkisstjórnarfundi í dag þar sem verkefnið var kynnt. > Til standi að nota gervigreindartól til að skoða allar EES-gerðir sem heyri undir ráðuneyti hennar og hvar löggjafinn hafi gengið lengra en þörf krefur. „Oft kannski með íþyngjandi hætti eins og við höfum séð fjölmörg dæmi um. Gervigreindin getur þá án þess að eyða í það mikilli handavinnu fjölmargra sérfræðinga fundið út hvar við höfum gengið lengra og forgangsraða því eftir hversu íþyngjandi áhrif það hefur haft,“ segir Áslaug. Hún stefni síðan að því að leggja fram breytingar á lögum ef tilefni sé til. Byrja á fjarskiptamarkaðnum Fyrsta verkefnið er að skoða löggjöf og reglugerðir sem varða fjarskiptamarkaðinn, að sögn Áslaugar. Vonar hún að önnur ráðuneyti muni síðar nýta sér þessa sömu lausn. „Þetta tekur skamman tíma þegar búið er að þróa líkönin og leiðbeiningarnar eins og við viljum hafa þær. Við erum að sjá líka að við getum mögulega greint mynstur eða annað sem kæmi ekki fram í hefðbundinni greiningu. Þetta skiptir atvinnulífið öllu máli að við séum samkeppnishæf og séum ekki að ganga lengra með íþyngjandi hætti nema þá sérstöku ákvörðun sé tekin um það vegna einhvers, en það er mikilvægt að það komi þá skýrt fram í allri löggjöf.“ Áslaug segir ráðuneytið horfa til fyrirmynda í Bandaríkjunum. „Ohio-ríki hefur nýtt gervigreind til þess að létta á löggjöf, falla frá úreltum lögum og segja að þau geti sparað tugi þúsunda vinnustunda hjá hinu opinbera með þessari nýju tækni.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Gervigreind EFTA Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hyggst í haust kynna fyrstu aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum tengdum gervigreind. „Hluti af henni mun snúa að bættum ríkisrekstri og tækifæri til aukinnar hagkvæmni. Ein aðgerð þar er farin af stað sem snýr að því að aflétta eða átta okkur á þeirri gullhúðun sem hefur farið fram hingað til í þeirri löggjöf sem hefur þegar verið samþykkt, eða reglugerðum sem settar hafa verið hjá hinu opinbera,“ sagði Áslaug að loknum ríkisstjórnarfundi í dag þar sem verkefnið var kynnt. > Til standi að nota gervigreindartól til að skoða allar EES-gerðir sem heyri undir ráðuneyti hennar og hvar löggjafinn hafi gengið lengra en þörf krefur. „Oft kannski með íþyngjandi hætti eins og við höfum séð fjölmörg dæmi um. Gervigreindin getur þá án þess að eyða í það mikilli handavinnu fjölmargra sérfræðinga fundið út hvar við höfum gengið lengra og forgangsraða því eftir hversu íþyngjandi áhrif það hefur haft,“ segir Áslaug. Hún stefni síðan að því að leggja fram breytingar á lögum ef tilefni sé til. Byrja á fjarskiptamarkaðnum Fyrsta verkefnið er að skoða löggjöf og reglugerðir sem varða fjarskiptamarkaðinn, að sögn Áslaugar. Vonar hún að önnur ráðuneyti muni síðar nýta sér þessa sömu lausn. „Þetta tekur skamman tíma þegar búið er að þróa líkönin og leiðbeiningarnar eins og við viljum hafa þær. Við erum að sjá líka að við getum mögulega greint mynstur eða annað sem kæmi ekki fram í hefðbundinni greiningu. Þetta skiptir atvinnulífið öllu máli að við séum samkeppnishæf og séum ekki að ganga lengra með íþyngjandi hætti nema þá sérstöku ákvörðun sé tekin um það vegna einhvers, en það er mikilvægt að það komi þá skýrt fram í allri löggjöf.“ Áslaug segir ráðuneytið horfa til fyrirmynda í Bandaríkjunum. „Ohio-ríki hefur nýtt gervigreind til þess að létta á löggjöf, falla frá úreltum lögum og segja að þau geti sparað tugi þúsunda vinnustunda hjá hinu opinbera með þessari nýju tækni.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Gervigreind EFTA Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira