Sjónarhornið er það sem skiptir mestu Anton McKee skrifar 20. ágúst 2024 17:01 Eftir að Ólympíuleikarnir í París kláruðust hef ég haft tíma til að gera upp tímabilið, taka skref til baka, líta um öxl og greina þá vegferð sem ég hef verið á linnulaust seinustu ár. Ýmsar hugleiðingar hafa dúkkað upp en sú stærsta snýr að hvernig maður verður sáttur við það sem hefur verið áorkað? Hugleiðingar eins og: „Er hægt að ná öllum markmiðunum sínum?“, „Afhverju er maður aldrei nógu sáttur og vill alltaf meira?“, „Hvað þýðir það að sigra?“ Ef ég svara þessum hugleiðingum einungis út frá þeim stað sem ég er á í dag myndi ég líklegast leita í að svara þeim á neikvæðan hátt. Mig langaði í meira á ÓL. Mér tókst ekki að komast í úrslit á ÓL eins og ég hafði unnið að í fjögur ár. En er þetta rétt sjónarhorn til þess að svara þessum hugleiðingum? Á hverjum einasta degi heyjum við öll við bardaga innra með okkur. Við erum með eld sem knýr drifkraftinn okkar áfram og hvetur okkur til að setja háleit markmið, til þess að leysa hið óleysanlega og takast á við hið ómögulega. Hvort sem bardaginn fer fram í lauginni við að elta sekúndubrot, í að fullkomna vöru til að búa til verðmæti eða leysa úr læðingi sköpunargáfurnar á sviðinu. Þessir bardagar virðast endalausir og þegar ein orrusta vinnst þá er strax kominn tími til að undirbúa þá næstu. Markmiðið sem við setjum okkur þróast og um leið og maður nær einu þá er maður strax kominn með annað stærra. Metnaðarfyllri markmið kalla á betri aðferðir sem knýja mann til þess að finna gallana í seinustu tilraunum. Svona getur maður haldið áfram endalaust. Það sem er fallegast við þessar endalausu báráttur og það sem er mikilvægast að gera sér grein fyrir er sjónarhornið sem þú hefur fyrir hverja þeirra. Stærðin á þeim er persónubundin og upplifunin er oft að hver þeirra sé jafn stór því markmiðin stækka alltaf. Í byrjun tekur maður skref sem virðast risavaxin en þegar lengra er komið og þú hefur öðlast nýtt sjónarhorn sérðu að þetta voru í raun hænuskref miðað við það sem þú ert að kljást við í dag. Samt er upplifunin að barátturnar séu jafn stórar á þeim tíma sem þær eru háðar. Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært á ferlinum er að staldra við og einblína á þetta sjónarhorn, þá sérstaklega núna þegar ég er að gera upp ÓL vegferðina. Ef ég set mig í spor 17 ára Antons sem dreymdi um að komast á ÓL og spyr hvort hann yrði sáttur við að keppa á næstu fjórum leikum, vera topp 10 í sinni grein frá upphafi í lok ferilsins, keppa fimm sinnum til úrslita á stórmótum og keppa í undanúrslitum á ÓL, þá myndi sá Anton ekki einu sinni trúa því að þetta væri möguleiki. Sjónarhornið hans var annað og hann varð jafn stressaður fyrir unglingamótum og ég var fyrir ÓL núna. Gegnum allar þær baráttur sem urðu á vegi mínum og gáfu mér tækifæri til að læra og þroskast fékk ég stærra og nýtt sjónarhorn sem gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ætli þetta ferðalag okkar gegnum lífið snúist ekki að einhverju leyti um þessar baráttur sem veita okkur ný sjónarhorn á lífið. Með réttu sjónarhorni á mína persónulegu vegferð seinustu ára stend ég uppi sem sigurvegari. Drifkrafturinn í okkur er magnaður og með því að læra á og virkja hann rétt mun hann leiða okkur til dáða. Hann er það sem hefur byggt upp samfélagið sem við búum í og ég trúi því að með því að leggja meiri áherslu á að hygla og lyfta hvoru öðru upp og heyja í sameiningu þær baráttur sem við stöndum frammi fyrir munum við halda áfram að blómstra sem samfélag. Ég hvet þig til að fara út í daginn hugsandi um hvað þú, frá þínu sjónarhorni, hefur komist langt. Hvað myndi manneskjan sem þú varst fyrir 10 árum segja um allt það sem þú hefur áorkað? Eins og alltaf, áfram Ísland. Höfundur er afreksmaður í sundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir að Ólympíuleikarnir í París kláruðust hef ég haft tíma til að gera upp tímabilið, taka skref til baka, líta um öxl og greina þá vegferð sem ég hef verið á linnulaust seinustu ár. Ýmsar hugleiðingar hafa dúkkað upp en sú stærsta snýr að hvernig maður verður sáttur við það sem hefur verið áorkað? Hugleiðingar eins og: „Er hægt að ná öllum markmiðunum sínum?“, „Afhverju er maður aldrei nógu sáttur og vill alltaf meira?“, „Hvað þýðir það að sigra?“ Ef ég svara þessum hugleiðingum einungis út frá þeim stað sem ég er á í dag myndi ég líklegast leita í að svara þeim á neikvæðan hátt. Mig langaði í meira á ÓL. Mér tókst ekki að komast í úrslit á ÓL eins og ég hafði unnið að í fjögur ár. En er þetta rétt sjónarhorn til þess að svara þessum hugleiðingum? Á hverjum einasta degi heyjum við öll við bardaga innra með okkur. Við erum með eld sem knýr drifkraftinn okkar áfram og hvetur okkur til að setja háleit markmið, til þess að leysa hið óleysanlega og takast á við hið ómögulega. Hvort sem bardaginn fer fram í lauginni við að elta sekúndubrot, í að fullkomna vöru til að búa til verðmæti eða leysa úr læðingi sköpunargáfurnar á sviðinu. Þessir bardagar virðast endalausir og þegar ein orrusta vinnst þá er strax kominn tími til að undirbúa þá næstu. Markmiðið sem við setjum okkur þróast og um leið og maður nær einu þá er maður strax kominn með annað stærra. Metnaðarfyllri markmið kalla á betri aðferðir sem knýja mann til þess að finna gallana í seinustu tilraunum. Svona getur maður haldið áfram endalaust. Það sem er fallegast við þessar endalausu báráttur og það sem er mikilvægast að gera sér grein fyrir er sjónarhornið sem þú hefur fyrir hverja þeirra. Stærðin á þeim er persónubundin og upplifunin er oft að hver þeirra sé jafn stór því markmiðin stækka alltaf. Í byrjun tekur maður skref sem virðast risavaxin en þegar lengra er komið og þú hefur öðlast nýtt sjónarhorn sérðu að þetta voru í raun hænuskref miðað við það sem þú ert að kljást við í dag. Samt er upplifunin að barátturnar séu jafn stórar á þeim tíma sem þær eru háðar. Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært á ferlinum er að staldra við og einblína á þetta sjónarhorn, þá sérstaklega núna þegar ég er að gera upp ÓL vegferðina. Ef ég set mig í spor 17 ára Antons sem dreymdi um að komast á ÓL og spyr hvort hann yrði sáttur við að keppa á næstu fjórum leikum, vera topp 10 í sinni grein frá upphafi í lok ferilsins, keppa fimm sinnum til úrslita á stórmótum og keppa í undanúrslitum á ÓL, þá myndi sá Anton ekki einu sinni trúa því að þetta væri möguleiki. Sjónarhornið hans var annað og hann varð jafn stressaður fyrir unglingamótum og ég var fyrir ÓL núna. Gegnum allar þær baráttur sem urðu á vegi mínum og gáfu mér tækifæri til að læra og þroskast fékk ég stærra og nýtt sjónarhorn sem gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ætli þetta ferðalag okkar gegnum lífið snúist ekki að einhverju leyti um þessar baráttur sem veita okkur ný sjónarhorn á lífið. Með réttu sjónarhorni á mína persónulegu vegferð seinustu ára stend ég uppi sem sigurvegari. Drifkrafturinn í okkur er magnaður og með því að læra á og virkja hann rétt mun hann leiða okkur til dáða. Hann er það sem hefur byggt upp samfélagið sem við búum í og ég trúi því að með því að leggja meiri áherslu á að hygla og lyfta hvoru öðru upp og heyja í sameiningu þær baráttur sem við stöndum frammi fyrir munum við halda áfram að blómstra sem samfélag. Ég hvet þig til að fara út í daginn hugsandi um hvað þú, frá þínu sjónarhorni, hefur komist langt. Hvað myndi manneskjan sem þú varst fyrir 10 árum segja um allt það sem þú hefur áorkað? Eins og alltaf, áfram Ísland. Höfundur er afreksmaður í sundi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun