Tilkynnt var um ránið rétt eftir klukkan ellefu og fór lögregla og sérsveit á vettvang.
„Það var tilkynnt um mögulegt rán í verslun í Skeifunni,“ segir Ásgeir og að tilkynningin hafi borist um klukkan ellefu. Það sé nú verið að leita að meintum gerendum.
Ásgeir vildi ekki segja hversu margir gerendur væru en sagði þá fleiri en einn.
„Við erum með þokkalegar vísbendingar um hverjir voru að verki þannig við erum að leita að viðkomandi aðilum,“ segir Ásgeir.
Veistu meira um málið? Ertu með myndir af vettvangi? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is.