Framhaldsskólanemar fagna gjaldfrjálsum námsgögnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. ágúst 2024 12:27 Forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema segir að framkvæmdastjórnin taki hugmynd menntamálaráðherra fagnandi. Hann hyggst leggja fram ný heildarlög um námsgögn á fyrstu dögum þingsins. Aðsend Forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema fagnar fyrirætlunum barna- og menntamálaráðherra um að gera námsgögn gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema sem eru undir átján ára. Hún hefur ekki áhyggjur af því að nemendur fari illa með námsgögnin verði þau gjaldfrjáls en það sé mikilvægt að skólayfirvöld séu skýr með það sem þau ætlist til af nemendum. Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, tilkynnti í gær heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna en í lagafrumvarpinu er boðað að námsgögn í leik-, grunn- og framhaldsskólum skuli verða gjaldfrjáls að átján ára aldri en hingað til hefur ekki verið gert ráð fyrir framlögum hins opinbera til námsgagna í framhaldsskólum. Lagt er til að innleiðing verði áfangaskipt til nokkurra ára og að fyrst í stað verði lögð áhersla á kjarnagreinará borð við íslensku og stærðfræði. Embla María Möller Atladóttir er forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema. „Okkur í stjórninni líst ótrúlega vel um það. Við höfum verið að tala aðeins um það eftir að þessi frétt kom út að ráðherra ákvað að gera þetta og við að sjálfsögðu sjáum bara enga kvilla við þessa hugmynd hjá honum.“ Hún segir ljóst að ekki allir hafi efni á framhaldsskólanámi og öllu sem því fylgir. Gjaldfrjáls námsgögn muni koma framhaldskólanemum vel sem alla jafna hafi ekki mikið á milli handanna. „Sérstaklega eftir styttingu framhaldsskólans, þá hefur verið þjappað saman námi og þá er mjög erfitt fyrir hinn hefðbundna framhaldsskólanema að geta tekið þátt í félagslífinu, að geta sinnt náminu sómasamlega og líka vinna kannski eitt, tvö, þrjú kvöld í viku bara til að geta farið og fengið sér ís með vinum sínum eða eitthvað álíka.“ Embla er ósammála háskólaráðherra sem sagði í Morgunblaðspistli á dögunum hætta væri á því að tilfinningin fyrir því að passa vel upp á námsgögn hyrfi þegar þau væru gjaldfrjáls. Embla segir að mikilvægt sé að skólayfirvöld segi skýrt til hvers þau ætlist af nemendum sem séu að stíga sín fyrstu skref inn í fullorðinsár og liður í því sé að öðlast og axla meiri ábyrgð. „Svo eru skiptibókamarkaðir innan skólans fyrir alla framhaldsskóla og ég hef persónulega séð bækur þar sem eru ótrúlega illa farnar þannig að þetta er ekki mál um hvort bækurnar séu gjaldfrjálsar eða ekki, það eru bara sumir sem fara verr með dótið sitt heldur en aðrir,“ segir forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Skóla- og menntamál Bókaútgáfa Framhaldsskólar Tengdar fréttir Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. 19. ágúst 2024 22:06 Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. 9. ágúst 2024 20:12 Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, tilkynnti í gær heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna en í lagafrumvarpinu er boðað að námsgögn í leik-, grunn- og framhaldsskólum skuli verða gjaldfrjáls að átján ára aldri en hingað til hefur ekki verið gert ráð fyrir framlögum hins opinbera til námsgagna í framhaldsskólum. Lagt er til að innleiðing verði áfangaskipt til nokkurra ára og að fyrst í stað verði lögð áhersla á kjarnagreinará borð við íslensku og stærðfræði. Embla María Möller Atladóttir er forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema. „Okkur í stjórninni líst ótrúlega vel um það. Við höfum verið að tala aðeins um það eftir að þessi frétt kom út að ráðherra ákvað að gera þetta og við að sjálfsögðu sjáum bara enga kvilla við þessa hugmynd hjá honum.“ Hún segir ljóst að ekki allir hafi efni á framhaldsskólanámi og öllu sem því fylgir. Gjaldfrjáls námsgögn muni koma framhaldskólanemum vel sem alla jafna hafi ekki mikið á milli handanna. „Sérstaklega eftir styttingu framhaldsskólans, þá hefur verið þjappað saman námi og þá er mjög erfitt fyrir hinn hefðbundna framhaldsskólanema að geta tekið þátt í félagslífinu, að geta sinnt náminu sómasamlega og líka vinna kannski eitt, tvö, þrjú kvöld í viku bara til að geta farið og fengið sér ís með vinum sínum eða eitthvað álíka.“ Embla er ósammála háskólaráðherra sem sagði í Morgunblaðspistli á dögunum hætta væri á því að tilfinningin fyrir því að passa vel upp á námsgögn hyrfi þegar þau væru gjaldfrjáls. Embla segir að mikilvægt sé að skólayfirvöld segi skýrt til hvers þau ætlist af nemendum sem séu að stíga sín fyrstu skref inn í fullorðinsár og liður í því sé að öðlast og axla meiri ábyrgð. „Svo eru skiptibókamarkaðir innan skólans fyrir alla framhaldsskóla og ég hef persónulega séð bækur þar sem eru ótrúlega illa farnar þannig að þetta er ekki mál um hvort bækurnar séu gjaldfrjálsar eða ekki, það eru bara sumir sem fara verr með dótið sitt heldur en aðrir,“ segir forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Skóla- og menntamál Bókaútgáfa Framhaldsskólar Tengdar fréttir Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. 19. ágúst 2024 22:06 Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. 9. ágúst 2024 20:12 Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. 19. ágúst 2024 22:06
Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. 9. ágúst 2024 20:12
Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08