Telur sig geta bætt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2024 10:30 Keely Hodgkinson fagnar hér gullverðlaunum sínum á Ólympíuleikunum í París. Getty/Adam Pretty Keely Hodgkinson er full sjálfstrausts eftir að hafa unnið gullverðlaun í 800 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París á dögunum. Hodgkinson er 22 ára gömul en sýndi styrk sína með frábæru úrslitahlaupi á leikunum og nú vill hún enn meira. Heimsmetið í 800 metra hlaupi kvenna er orðið 41 árs gamalt og er það elsta í frjálsum íþróttum í dag. Metið setti hin tékkneska Jarmila Kratochvilova í júlímánuði árið 1983 þegar hún hljóp á einni mínútu, 53 sekúndum og 28 sekúndubrotum. Hodgkinson vann Ólympíugullið á einni mínútu, 56 sekúndum og 72 sekúndubrotum en hefur hlaupið hraðast á einni mínútu, 56 sekúndum og 61 sekúndubroti sem er sjöundi besti tími sögunnar. Í samtali við breska ríkisútvarpið er Hodgkinson bjartsýn á það að geta slegið þetta eldgamla heimsmet. „Ég myndi elska að ná því. Ég trúi því að ég geti það,“ sagði Keely Hodgkinson. Engin kona hefur hlaupið undir einni mínútu og 54 sekúndum síðan að Kratochvilova setti metið. Hodgkinson er enn svona ung og hefur verið að bæta sig hratt undanfarin ár ýtir undir bjartsýni fólks á að þetta met gæti mögulega verið í hættu í framtíðinni. Met Kratochvilovu hefur lengi verið talið ósláanlegt en augun verða nú á Hodgkinson og hversu nálægt metinu hún kemst. Hodgkinson targets 800m world record set in 1983 https://t.co/K5C4CwuuTs— BBC North West (@BBCNWT) August 18, 2024 Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands Sjá meira
Hodgkinson er 22 ára gömul en sýndi styrk sína með frábæru úrslitahlaupi á leikunum og nú vill hún enn meira. Heimsmetið í 800 metra hlaupi kvenna er orðið 41 árs gamalt og er það elsta í frjálsum íþróttum í dag. Metið setti hin tékkneska Jarmila Kratochvilova í júlímánuði árið 1983 þegar hún hljóp á einni mínútu, 53 sekúndum og 28 sekúndubrotum. Hodgkinson vann Ólympíugullið á einni mínútu, 56 sekúndum og 72 sekúndubrotum en hefur hlaupið hraðast á einni mínútu, 56 sekúndum og 61 sekúndubroti sem er sjöundi besti tími sögunnar. Í samtali við breska ríkisútvarpið er Hodgkinson bjartsýn á það að geta slegið þetta eldgamla heimsmet. „Ég myndi elska að ná því. Ég trúi því að ég geti það,“ sagði Keely Hodgkinson. Engin kona hefur hlaupið undir einni mínútu og 54 sekúndum síðan að Kratochvilova setti metið. Hodgkinson er enn svona ung og hefur verið að bæta sig hratt undanfarin ár ýtir undir bjartsýni fólks á að þetta met gæti mögulega verið í hættu í framtíðinni. Met Kratochvilovu hefur lengi verið talið ósláanlegt en augun verða nú á Hodgkinson og hversu nálægt metinu hún kemst. Hodgkinson targets 800m world record set in 1983 https://t.co/K5C4CwuuTs— BBC North West (@BBCNWT) August 18, 2024
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands Sjá meira