Samkvæmt vakthafanda hjá slökkviliðinu tengdust útköllin flest ofnakerfum en erfitt er að segja til um hvort lekana megi reka til aukins þrýstings á kerfin vegna mikillar kyndingar í aðdraganda viðgerðanna eða einhvers annars.
Þó segir hann að það þyki óvenjulegt að slökkviliðið þurfi að sinna útköllum vegna fjögurra ofnaleka á mismunandi stöðum á svo skömmum tíma.
Fyrsta útkallið barst um kvöldmatarleytið en skrúfað var fyrir heitt vatn klukkan tíu í nótt í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Norðlingaholti, Breiðholti og Álftanesi. Heitavatnsleysið mun standa yfir í þrjá daga.