Var jafnrétti í heiðri haft af ráðherra jafnréttismála? Erna Guðmundsdóttir skrifar 20. ágúst 2024 07:30 Með ákvörðun forsætisráðherra að flytja jafnréttis- og mannréttindamál frá forsætisráðuneytinu yfir á málefnasvið félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins er félags- og vinnumarkaðsráðherra falin yfirstjórn á sviði jafnréttismála. Mun breytingin taka gildi þann 1. september nk. Í nóvember 2023 kærði ég fyrir hönd umbjóðanda míns, Aldísar Guðnýjar Sigurðardóttur, ákvörðun Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra um að skipa karlmann í embætti ríkissáttasemjara til kærunefndar jafnréttismála. Aldís Guðný, var ásamt karlmanninum sem var skipaður í embættið, metin „mjög vel hæf“ af hæfnisnefnd. Umbjóðandi minn telur verulega ágalla vera á öllu ráðningarferlinu sem ekki verður farið yfir hér. Það sé hins vegar mat hennar að hæfasti umsækjandinn hafi ekki verið valinn miðað við fyrirliggjandi gögn í málinu. Ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna hafa beinlínis þann tilgang að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði sérstaklega. Þannig er í lögunum lögð sú skylda á atvinnurekendur að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og gæta þess að ekki sé gengið fram hjá hæfum konum við ráðningu í störf. Í henni felst að séu tveir umsækjendur um starf, og „hæfni“ þeirra er metin sú sama, skal leitast við að ráða það kynið sem á hallar á starfssviðinu. Frá því að embætti ríkissáttasemjara tók til starfa árið 1980 hefur einungis ein kona gegnt embætti ríkissáttasemjara á þessum 43 árum. Umbjóðandi minn telur að vinnumarkaðsráðherra, nú brátt jafnréttisráðherra, hafi ekki fært fram staðreyndir eða önnur gögn og upplýsingar sem sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið til grundvallar ákvörðun hans. Með því hafi hann mismunað umbjóðanda mínum sem umsækjanda um starf á grundvelli kyns og fari sú skipun gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Sú ákvörðun sé óforsvaranleg og ómálefnaleg miðað við þau lög sem gilda um ráðningar eða skipanir í embætti. Samkvæmt lögum um stjórnsýslu jafnréttismála er kærunefnd jafnréttismála skylt að kveða upp úrskurð eins fljótt og auðið er og eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að gagnaöflun er lokið. Er þessi regla í samræmi við málshraðareglu stjórnsýslulaga. Vegna anna hjá kærunefndinni hefur afgreiðsla málsins hins vegar tafist og því ekki ljóst hvenær vænta megi niðurstöðu hjá henni þrátt fyrir að gagnaöflun lauk í vor. Ljóst er að aðilar máls hafa að jafnaði brýna hagsmuni af því að mál hljóti hraða afgreiðslu. Á þetta ekki síst við í málum þar sem um verulega persónulega hagsmuni þeirra er að ræða. Kæran sem um ræðir í þessu máli, lýtur annars vegar að því hvort vinnumarkaðsráðherra/jafnréttisráðherra hafi brotið jafnréttislög og hins vegar hvort hæfasti umsækjandi um embætti ríkissáttasemjara hafi verið skipaður lögum samkvæmt. Skal tekið fram að þótt ákveðnar tafir á afgreiðslu máls umbjóðanda míns vegna málafjölda hjá kærunefndinni kunni að vera réttlætanlegar, leiðir það ekki til þess að margra mánaða tafir séu heimilar á slíkum grundvelli. Þegar jafnréttismálin voru á sínum tíma flutt yfir til forsætisráðuneytisins og á sérstaka skrifstofu jafnréttismála var það meðal annars vegna vægis jafnréttismála almennt og áherslu ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn. Þrátt fyrir þetta er staðan sú að kærunefnd jafnréttismála virðist ekki vera skapað það starfsumhverfi að hún geti framkvæmt þau verkefni sem henni eru falin innan lögmælts frests. Verður að gera þá kröfu að úr þessu verði bætt. Ábyrgðin á skipun í embætti ríkissáttasemjara er Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra/jafnréttisráðherra. Að mati umbjóðanda míns er mikilvægt að mál sem varðar það álitaefni hvort ráðherra sem mun fara með yfirstjórn jafnréttismála í landinu hafi brotið jafnréttislög eða ekki, sé sett í forgang. Svar þarf að liggja fyrir varðandi eftirfarandi spurningu: Var jafnrétti í heiðri haft af ráðherra jafnréttismála? Höfundur er lögmaður, eigandi Magistra lögfræðiþjónustu og ráðgjöf ehf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Með ákvörðun forsætisráðherra að flytja jafnréttis- og mannréttindamál frá forsætisráðuneytinu yfir á málefnasvið félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins er félags- og vinnumarkaðsráðherra falin yfirstjórn á sviði jafnréttismála. Mun breytingin taka gildi þann 1. september nk. Í nóvember 2023 kærði ég fyrir hönd umbjóðanda míns, Aldísar Guðnýjar Sigurðardóttur, ákvörðun Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra um að skipa karlmann í embætti ríkissáttasemjara til kærunefndar jafnréttismála. Aldís Guðný, var ásamt karlmanninum sem var skipaður í embættið, metin „mjög vel hæf“ af hæfnisnefnd. Umbjóðandi minn telur verulega ágalla vera á öllu ráðningarferlinu sem ekki verður farið yfir hér. Það sé hins vegar mat hennar að hæfasti umsækjandinn hafi ekki verið valinn miðað við fyrirliggjandi gögn í málinu. Ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna hafa beinlínis þann tilgang að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði sérstaklega. Þannig er í lögunum lögð sú skylda á atvinnurekendur að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og gæta þess að ekki sé gengið fram hjá hæfum konum við ráðningu í störf. Í henni felst að séu tveir umsækjendur um starf, og „hæfni“ þeirra er metin sú sama, skal leitast við að ráða það kynið sem á hallar á starfssviðinu. Frá því að embætti ríkissáttasemjara tók til starfa árið 1980 hefur einungis ein kona gegnt embætti ríkissáttasemjara á þessum 43 árum. Umbjóðandi minn telur að vinnumarkaðsráðherra, nú brátt jafnréttisráðherra, hafi ekki fært fram staðreyndir eða önnur gögn og upplýsingar sem sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið til grundvallar ákvörðun hans. Með því hafi hann mismunað umbjóðanda mínum sem umsækjanda um starf á grundvelli kyns og fari sú skipun gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Sú ákvörðun sé óforsvaranleg og ómálefnaleg miðað við þau lög sem gilda um ráðningar eða skipanir í embætti. Samkvæmt lögum um stjórnsýslu jafnréttismála er kærunefnd jafnréttismála skylt að kveða upp úrskurð eins fljótt og auðið er og eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að gagnaöflun er lokið. Er þessi regla í samræmi við málshraðareglu stjórnsýslulaga. Vegna anna hjá kærunefndinni hefur afgreiðsla málsins hins vegar tafist og því ekki ljóst hvenær vænta megi niðurstöðu hjá henni þrátt fyrir að gagnaöflun lauk í vor. Ljóst er að aðilar máls hafa að jafnaði brýna hagsmuni af því að mál hljóti hraða afgreiðslu. Á þetta ekki síst við í málum þar sem um verulega persónulega hagsmuni þeirra er að ræða. Kæran sem um ræðir í þessu máli, lýtur annars vegar að því hvort vinnumarkaðsráðherra/jafnréttisráðherra hafi brotið jafnréttislög og hins vegar hvort hæfasti umsækjandi um embætti ríkissáttasemjara hafi verið skipaður lögum samkvæmt. Skal tekið fram að þótt ákveðnar tafir á afgreiðslu máls umbjóðanda míns vegna málafjölda hjá kærunefndinni kunni að vera réttlætanlegar, leiðir það ekki til þess að margra mánaða tafir séu heimilar á slíkum grundvelli. Þegar jafnréttismálin voru á sínum tíma flutt yfir til forsætisráðuneytisins og á sérstaka skrifstofu jafnréttismála var það meðal annars vegna vægis jafnréttismála almennt og áherslu ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn. Þrátt fyrir þetta er staðan sú að kærunefnd jafnréttismála virðist ekki vera skapað það starfsumhverfi að hún geti framkvæmt þau verkefni sem henni eru falin innan lögmælts frests. Verður að gera þá kröfu að úr þessu verði bætt. Ábyrgðin á skipun í embætti ríkissáttasemjara er Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra/jafnréttisráðherra. Að mati umbjóðanda míns er mikilvægt að mál sem varðar það álitaefni hvort ráðherra sem mun fara með yfirstjórn jafnréttismála í landinu hafi brotið jafnréttislög eða ekki, sé sett í forgang. Svar þarf að liggja fyrir varðandi eftirfarandi spurningu: Var jafnrétti í heiðri haft af ráðherra jafnréttismála? Höfundur er lögmaður, eigandi Magistra lögfræðiþjónustu og ráðgjöf ehf
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun