Juventus og Atalanta byrja á stórsigrum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2024 21:34 Byrja af krafti. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Atalanta og Juventus hefja tímabilið í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á öruggum sigrum. Á Spáni gerðu Atlético Madríd og Villareal 2-2 jafntefli. Atalanta hefur undanfarin ár verið með skemmtilegri liðum Serie A og á því virðist engin breyting ætla að verða á. Liðið sótti Lecce heim í kvöld og vann 4-0 stórsigur. Athygli vekur að Ademola Lookman, hetja liðsins í sigrinum á Bayer Leverkusen í úrslitum Evrópudeildarinnar í vor, var ekki með í kvöld þar sem hann er orðaður við stórlið París Saint-Germain. Í fjarveru Lookmans þá stigu Marco Brescianini og Mateo Retegui upp. Báðir skoruðu tvö mörk í gríðarlega þægilegum sigri gestanna. Á sama tíma fór Juventus illa með nýliða Como sem voru hrent út sagt engin fyrirstaða. Lokatölur 3-0 en sigurinn hefði getað verið stærri þar sem mark var dæmt af Dušan Vlahović í síðari hálfleik þegar staðan var orðin 2-0. Þar áður hafði hinn tvítugi Samuel Mbangula komið heimamönnum yfir og Timothy Weah tvöfaldaði forystuna í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það var svo í uppbótartíma síðari hálfleiks sem Andrea Cambiaso skoraði eftir sendingu Mbangula, lokatölur 3-0 og Thiago Motta byrjar veru sína hjá Juventus á sigri. Í spænsku úrvalsdeildinni gerðu Villareal og Atl. Madríd jafntefli þar sem öll fjögur mörkin komu í fyrri hálfleik, lokatölur 2-2. Arnaut Danjuma kom Villareal yfir, Marcos Llorente jafnaði metin áður en Koke varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og heimaliðið komið 2-1 yfir. Það var svo þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik sem Alexander Sørloth jafnaði metin. Staðan 2-2 í hálfleik og þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik þá reyndust það lokatölur. Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira
Atalanta hefur undanfarin ár verið með skemmtilegri liðum Serie A og á því virðist engin breyting ætla að verða á. Liðið sótti Lecce heim í kvöld og vann 4-0 stórsigur. Athygli vekur að Ademola Lookman, hetja liðsins í sigrinum á Bayer Leverkusen í úrslitum Evrópudeildarinnar í vor, var ekki með í kvöld þar sem hann er orðaður við stórlið París Saint-Germain. Í fjarveru Lookmans þá stigu Marco Brescianini og Mateo Retegui upp. Báðir skoruðu tvö mörk í gríðarlega þægilegum sigri gestanna. Á sama tíma fór Juventus illa með nýliða Como sem voru hrent út sagt engin fyrirstaða. Lokatölur 3-0 en sigurinn hefði getað verið stærri þar sem mark var dæmt af Dušan Vlahović í síðari hálfleik þegar staðan var orðin 2-0. Þar áður hafði hinn tvítugi Samuel Mbangula komið heimamönnum yfir og Timothy Weah tvöfaldaði forystuna í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það var svo í uppbótartíma síðari hálfleiks sem Andrea Cambiaso skoraði eftir sendingu Mbangula, lokatölur 3-0 og Thiago Motta byrjar veru sína hjá Juventus á sigri. Í spænsku úrvalsdeildinni gerðu Villareal og Atl. Madríd jafntefli þar sem öll fjögur mörkin komu í fyrri hálfleik, lokatölur 2-2. Arnaut Danjuma kom Villareal yfir, Marcos Llorente jafnaði metin áður en Koke varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og heimaliðið komið 2-1 yfir. Það var svo þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik sem Alexander Sørloth jafnaði metin. Staðan 2-2 í hálfleik og þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik þá reyndust það lokatölur.
Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira