Fólk með gólfhitakerfi ætti að sýna sérstaka aðgát Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 11:29 Nýtt hitaveiturör sem á að tengja inn á flutningskerfið í Víðidal. Heitavatnslaust verður á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins vegna framkvæmdanna fram á miðvikudag. Vísir/Vilhelm Stærsta heitavatnslokun í sögu Veitna skellur á í kvöld. Heitavatnslaust verður hjá næstum þriðjungi þjóðarinnar fram á miðvikudag. Pípulagningameistari ráðleggur íbúum að skrúfa fyrir krana og loka fyrir inntak heits vatns. Þá þurfi fólk með gólfhitakerfi að huga sérstaklega að sínum kerfum. Lokað verður fyrir heitavatnið í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Breiðholti, Hólmsheiði, Almannadal og Norðlingaholti klukkan 22 í kvöld, 19. ágúst, og opnað aftur fyrir það í hádeginu á miðvikudag, 21. ágúst. Lokunin er fyrsti liður í tengingu á nýrri flutningsæð hitaveitu. „Þessi svæði eru stækkandi og eftir því sem við byggjum meira af húsum þá þurfum við meira af heitu vatni og nú erum við komin á þann stað að til þess að geta flutt vatn af þessum svæðum, frá virkjununum okkar, þá þurfum við að bæta við annarri lögn samhliða hinni,“ sagði Hrefna Hallgrímsdóttir forstöðumaður vatnsmiðla hjá Veitum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hér að neðan má sjá kort af svæðinu frá Veitum. Loka fyrir inntak og skrúfa fyrir krana Heitavatnsleysið er gríðarumfangsmikið. Það mun hafa áhrif á um 120 þúsund manns og viðbúið er að röskun verði á einhverri starfsemi, sundlaugum á svæðinu verður til að mynda lokað. En hvað ber að hafa í huga, nú þegar heitavatnsleysið er við það að skella á? Guðmundur Páll Ólafsson pípulagningameistari var einnig gestur í Bítinu. Hann ráðlagði öllum að loka fyrir heitavatnsinntakið og skrúfa fyrir krana. „Svo þegar búið er að hleypa á kerfið aftur í heild sinni, opnið þá fyrir þann krana aftur í rólegheitum, og verið viss um að allir heitavatnskranar séu lokaðir í eldhúsvöskum og baðvöskum og fleira,“ sagði Guðmundur. Þá sé gott að hafa glugga lokaða til að halda varma inni. Guðmundur beindi því einnig sérstaklega til fólks með gólfhitakerfi að huga að sínum kerfum. „Þá myndi ég biðja fólk að taka dælurnar úr sambandi. Ef kerfin liggja þannig að það verði þrýstifall á kerfinu, þá getur komist loft inn á dælurnar og dælurnar eru mismunandi úr garði gerðar. Sumar þola það illa, aðrar drepa á sér,“ sagði Guðmundur. Frekari leiðbeiningar eru aðgengilegar á vef Veitna, veitur.is, og þá hefur Félag pípulagningameistara tekið saman leiðbeiningar sem birtar hafa verið á vef félagsins, piparinn.is. Tíu lykilráðleggingar Ráðleggingar frá félagi Pípulagningameistara má sjá listaðar að neðan: Fylgjast með tilkynningum veitufyrirtækja um fyrirhugaða lokun á heitu vatni. Loka fyrir stofnloka/inntaksloka á heitu vatni rétt fyrir fyrirhugaða lokun á heitu vatni. Loka fyrir loka á bakrás (retúr) til að halda vatni inni á hitakerfinu. Slökkva á hringrásardælum, ef við á. Eftir að viðgerð er lokið og vatn komið aftur á dreifikerfið: Þegar vatni er hleypt aftur á dreifikerfið er MIKILVÆGT að opna fyrst fyrir loka á bakrás og síðan fyrir stofnloka/inntaksloka. Skrúfa frá heitu neysluvatni (t.d. eldhús- eða skolvask) og láta vatn renna í 30 sekúndur eða þar til loft er farið úr lögnum. (Þar sem er varmaskiptir bíða eftir nægu hitastigi úr krana.) Kveikja á hringrásardælum, ef við á. Ef hitakerfið virkar ekki, athuga hvort óhreinindi séu í inntakssíu eða þrýstijafnari hættur að virka. Ef ekki er hægt að koma hitakerfinu í gang er hægt að finna pípara á piparinn.is Fylgjast vel með hitakerfinu eftir að það er komið í gang. Athuga með leka og hvort kerfið virkar rétt. Orkumál Reykjavík Garðabær Kópavogur Tengdar fréttir Stærra svæði aldrei orðið heitavatnslaust Íbúar víða á höfuðborgarsvæði verða að búa sig undir heitavatnsleysi næstu þrjá daga. Aldrei fyrr hefur jafn stórt svæði orðið fyrir truflunum. 18. ágúst 2024 12:09 Þriggja daga heitavatnsleysi í næstu viku Íbúar í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Norðlingaholti og Breiðholti þurfa að búa sig undir heitavatnsleysi á mánudag. Það varir fram á miðvikudag. 16. ágúst 2024 10:25 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Lokað verður fyrir heitavatnið í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Breiðholti, Hólmsheiði, Almannadal og Norðlingaholti klukkan 22 í kvöld, 19. ágúst, og opnað aftur fyrir það í hádeginu á miðvikudag, 21. ágúst. Lokunin er fyrsti liður í tengingu á nýrri flutningsæð hitaveitu. „Þessi svæði eru stækkandi og eftir því sem við byggjum meira af húsum þá þurfum við meira af heitu vatni og nú erum við komin á þann stað að til þess að geta flutt vatn af þessum svæðum, frá virkjununum okkar, þá þurfum við að bæta við annarri lögn samhliða hinni,“ sagði Hrefna Hallgrímsdóttir forstöðumaður vatnsmiðla hjá Veitum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hér að neðan má sjá kort af svæðinu frá Veitum. Loka fyrir inntak og skrúfa fyrir krana Heitavatnsleysið er gríðarumfangsmikið. Það mun hafa áhrif á um 120 þúsund manns og viðbúið er að röskun verði á einhverri starfsemi, sundlaugum á svæðinu verður til að mynda lokað. En hvað ber að hafa í huga, nú þegar heitavatnsleysið er við það að skella á? Guðmundur Páll Ólafsson pípulagningameistari var einnig gestur í Bítinu. Hann ráðlagði öllum að loka fyrir heitavatnsinntakið og skrúfa fyrir krana. „Svo þegar búið er að hleypa á kerfið aftur í heild sinni, opnið þá fyrir þann krana aftur í rólegheitum, og verið viss um að allir heitavatnskranar séu lokaðir í eldhúsvöskum og baðvöskum og fleira,“ sagði Guðmundur. Þá sé gott að hafa glugga lokaða til að halda varma inni. Guðmundur beindi því einnig sérstaklega til fólks með gólfhitakerfi að huga að sínum kerfum. „Þá myndi ég biðja fólk að taka dælurnar úr sambandi. Ef kerfin liggja þannig að það verði þrýstifall á kerfinu, þá getur komist loft inn á dælurnar og dælurnar eru mismunandi úr garði gerðar. Sumar þola það illa, aðrar drepa á sér,“ sagði Guðmundur. Frekari leiðbeiningar eru aðgengilegar á vef Veitna, veitur.is, og þá hefur Félag pípulagningameistara tekið saman leiðbeiningar sem birtar hafa verið á vef félagsins, piparinn.is. Tíu lykilráðleggingar Ráðleggingar frá félagi Pípulagningameistara má sjá listaðar að neðan: Fylgjast með tilkynningum veitufyrirtækja um fyrirhugaða lokun á heitu vatni. Loka fyrir stofnloka/inntaksloka á heitu vatni rétt fyrir fyrirhugaða lokun á heitu vatni. Loka fyrir loka á bakrás (retúr) til að halda vatni inni á hitakerfinu. Slökkva á hringrásardælum, ef við á. Eftir að viðgerð er lokið og vatn komið aftur á dreifikerfið: Þegar vatni er hleypt aftur á dreifikerfið er MIKILVÆGT að opna fyrst fyrir loka á bakrás og síðan fyrir stofnloka/inntaksloka. Skrúfa frá heitu neysluvatni (t.d. eldhús- eða skolvask) og láta vatn renna í 30 sekúndur eða þar til loft er farið úr lögnum. (Þar sem er varmaskiptir bíða eftir nægu hitastigi úr krana.) Kveikja á hringrásardælum, ef við á. Ef hitakerfið virkar ekki, athuga hvort óhreinindi séu í inntakssíu eða þrýstijafnari hættur að virka. Ef ekki er hægt að koma hitakerfinu í gang er hægt að finna pípara á piparinn.is Fylgjast vel með hitakerfinu eftir að það er komið í gang. Athuga með leka og hvort kerfið virkar rétt.
Orkumál Reykjavík Garðabær Kópavogur Tengdar fréttir Stærra svæði aldrei orðið heitavatnslaust Íbúar víða á höfuðborgarsvæði verða að búa sig undir heitavatnsleysi næstu þrjá daga. Aldrei fyrr hefur jafn stórt svæði orðið fyrir truflunum. 18. ágúst 2024 12:09 Þriggja daga heitavatnsleysi í næstu viku Íbúar í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Norðlingaholti og Breiðholti þurfa að búa sig undir heitavatnsleysi á mánudag. Það varir fram á miðvikudag. 16. ágúst 2024 10:25 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Stærra svæði aldrei orðið heitavatnslaust Íbúar víða á höfuðborgarsvæði verða að búa sig undir heitavatnsleysi næstu þrjá daga. Aldrei fyrr hefur jafn stórt svæði orðið fyrir truflunum. 18. ágúst 2024 12:09
Þriggja daga heitavatnsleysi í næstu viku Íbúar í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Norðlingaholti og Breiðholti þurfa að búa sig undir heitavatnsleysi á mánudag. Það varir fram á miðvikudag. 16. ágúst 2024 10:25