Innlent

Fram­tíð vindorku, gervi­greind og staðan í efna­hags­málum

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Vilhjálmur Árnason alþingismaður og Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, ræða framtíð vindorku, nauðsynlega löggjöf um hana og fleira þessu tengt.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Konráð Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, rökræða stöðu efnahagsmála.

Þorsteinn Siglaugsson, ráðgjafi, ræðir um gervigreind og áhrif hennar á okkar daglega líf, atvinnulíf, menntun og menningu.

Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps ræðir um Búrfellslund og áhrif virkjunar vinds þar, mótmælir enn og aftur áformum ríkisins og Landsvirkjunar á því svæði og ekki síður seinagangi við að endurmeta dreifingu skattatekna af orkumannvirkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×