Mesta rúmmálið sem hefur safnast frá því að gosin hófust Lovísa Arnardóttir skrifar 17. ágúst 2024 22:09 Hraun hefur runnið yfir innviði í síðustu gosum. Eins og Grindavíkurveg. Vísir/Arnar Enn er óbreytt staða á Reykjanesi og líklegt að annað hvort eldgos eða kvikuinnskot geti hafist á hverri stundu. Meiri virkni er í dag en í gær en ekkert stórt stökk að sögn Minneyjar Sigurðardóttur náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Enn safnast kvika undir Svartsengi. „Það eru alltaf einhverjir litlir skjálftar að tikka inn og virknin virðist örlítið meiri í dag en í gær, en ekkert stórt stökk,“ segir Minney í samtali við fréttastofu. Hún segir ekkert að frétta af óróa en að starfsfólk Veðurstofu fylgist grannt með stöðunni. Það megi, eins og áður hefur komið fram, búast við því að eldgos hefjist með skömmum fyrirvara. Miðað við fyrri gos geti verið um hálftíma fyrirvari. „Við erum ekki á staðnum en við fylgjumst vel með öllum gögnum, mælitækjum og vefmyndavélum.“ Líkt og greint hefur verið frá er rúmmál kviku undir Svartsengi áætlað meira en fyrir síðasta eldgos 29. maí. Þá hafði rúmmál kviku einnig aldrei verið meiri en kvikusöfnunin hélt áfram í tvær vikur eftir að fyrri mörkum var náð þar til eldgos hófst. „Þetta er mesta rúmmálið sem hefur safnast frá því að gosin hófust. En það sama mátti segja um síðasta gos. Það var líka mesta magnið sem hafði safnast fyrir það gos,“ segir Minney og heldur áfram: „Við erum komin á ákveðinn punkt en það er erfitt að segja hvort þetta gerist í nótt eða eftir tvær vikur. En við erum viðbúin öllu.“ Skjálftahrina við Flatey Seinnipartinn í dag mældist einnig jarðskjálftahrina við Flatey. Töluvert hefur dregið úr henni en enn mælist einn og einn skjálfti. „Þetta er mjög virkt svæði og það var síðast hrina þarna í júlí,# segir Minney og að algengt sé að þarna séu litlar hrinur. Upptökin eru úti í sjó og skjálftarnir flestir í kringum einn að stærð og ólíklegt að þeir finnist í byggð að sögn Minneyjar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir „Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44 Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33 Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir reyk og ljóstýru „Það er bara svo sem sama, mest lítið að frétta,” segir vakthafandi náttúrrvársérfræðingur sem líkt og fleiri á von á því að gos geti hafist hvað úr hverju á Reykjanesskaga. 14. ágúst 2024 22:27 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
„Það eru alltaf einhverjir litlir skjálftar að tikka inn og virknin virðist örlítið meiri í dag en í gær, en ekkert stórt stökk,“ segir Minney í samtali við fréttastofu. Hún segir ekkert að frétta af óróa en að starfsfólk Veðurstofu fylgist grannt með stöðunni. Það megi, eins og áður hefur komið fram, búast við því að eldgos hefjist með skömmum fyrirvara. Miðað við fyrri gos geti verið um hálftíma fyrirvari. „Við erum ekki á staðnum en við fylgjumst vel með öllum gögnum, mælitækjum og vefmyndavélum.“ Líkt og greint hefur verið frá er rúmmál kviku undir Svartsengi áætlað meira en fyrir síðasta eldgos 29. maí. Þá hafði rúmmál kviku einnig aldrei verið meiri en kvikusöfnunin hélt áfram í tvær vikur eftir að fyrri mörkum var náð þar til eldgos hófst. „Þetta er mesta rúmmálið sem hefur safnast frá því að gosin hófust. En það sama mátti segja um síðasta gos. Það var líka mesta magnið sem hafði safnast fyrir það gos,“ segir Minney og heldur áfram: „Við erum komin á ákveðinn punkt en það er erfitt að segja hvort þetta gerist í nótt eða eftir tvær vikur. En við erum viðbúin öllu.“ Skjálftahrina við Flatey Seinnipartinn í dag mældist einnig jarðskjálftahrina við Flatey. Töluvert hefur dregið úr henni en enn mælist einn og einn skjálfti. „Þetta er mjög virkt svæði og það var síðast hrina þarna í júlí,# segir Minney og að algengt sé að þarna séu litlar hrinur. Upptökin eru úti í sjó og skjálftarnir flestir í kringum einn að stærð og ólíklegt að þeir finnist í byggð að sögn Minneyjar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir „Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44 Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33 Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir reyk og ljóstýru „Það er bara svo sem sama, mest lítið að frétta,” segir vakthafandi náttúrrvársérfræðingur sem líkt og fleiri á von á því að gos geti hafist hvað úr hverju á Reykjanesskaga. 14. ágúst 2024 22:27 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
„Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44
Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33
Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir reyk og ljóstýru „Það er bara svo sem sama, mest lítið að frétta,” segir vakthafandi náttúrrvársérfræðingur sem líkt og fleiri á von á því að gos geti hafist hvað úr hverju á Reykjanesskaga. 14. ágúst 2024 22:27
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent