Mesta rúmmálið sem hefur safnast frá því að gosin hófust Lovísa Arnardóttir skrifar 17. ágúst 2024 22:09 Hraun hefur runnið yfir innviði í síðustu gosum. Eins og Grindavíkurveg. Vísir/Arnar Enn er óbreytt staða á Reykjanesi og líklegt að annað hvort eldgos eða kvikuinnskot geti hafist á hverri stundu. Meiri virkni er í dag en í gær en ekkert stórt stökk að sögn Minneyjar Sigurðardóttur náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Enn safnast kvika undir Svartsengi. „Það eru alltaf einhverjir litlir skjálftar að tikka inn og virknin virðist örlítið meiri í dag en í gær, en ekkert stórt stökk,“ segir Minney í samtali við fréttastofu. Hún segir ekkert að frétta af óróa en að starfsfólk Veðurstofu fylgist grannt með stöðunni. Það megi, eins og áður hefur komið fram, búast við því að eldgos hefjist með skömmum fyrirvara. Miðað við fyrri gos geti verið um hálftíma fyrirvari. „Við erum ekki á staðnum en við fylgjumst vel með öllum gögnum, mælitækjum og vefmyndavélum.“ Líkt og greint hefur verið frá er rúmmál kviku undir Svartsengi áætlað meira en fyrir síðasta eldgos 29. maí. Þá hafði rúmmál kviku einnig aldrei verið meiri en kvikusöfnunin hélt áfram í tvær vikur eftir að fyrri mörkum var náð þar til eldgos hófst. „Þetta er mesta rúmmálið sem hefur safnast frá því að gosin hófust. En það sama mátti segja um síðasta gos. Það var líka mesta magnið sem hafði safnast fyrir það gos,“ segir Minney og heldur áfram: „Við erum komin á ákveðinn punkt en það er erfitt að segja hvort þetta gerist í nótt eða eftir tvær vikur. En við erum viðbúin öllu.“ Skjálftahrina við Flatey Seinnipartinn í dag mældist einnig jarðskjálftahrina við Flatey. Töluvert hefur dregið úr henni en enn mælist einn og einn skjálfti. „Þetta er mjög virkt svæði og það var síðast hrina þarna í júlí,# segir Minney og að algengt sé að þarna séu litlar hrinur. Upptökin eru úti í sjó og skjálftarnir flestir í kringum einn að stærð og ólíklegt að þeir finnist í byggð að sögn Minneyjar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir „Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44 Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33 Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir reyk og ljóstýru „Það er bara svo sem sama, mest lítið að frétta,” segir vakthafandi náttúrrvársérfræðingur sem líkt og fleiri á von á því að gos geti hafist hvað úr hverju á Reykjanesskaga. 14. ágúst 2024 22:27 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
„Það eru alltaf einhverjir litlir skjálftar að tikka inn og virknin virðist örlítið meiri í dag en í gær, en ekkert stórt stökk,“ segir Minney í samtali við fréttastofu. Hún segir ekkert að frétta af óróa en að starfsfólk Veðurstofu fylgist grannt með stöðunni. Það megi, eins og áður hefur komið fram, búast við því að eldgos hefjist með skömmum fyrirvara. Miðað við fyrri gos geti verið um hálftíma fyrirvari. „Við erum ekki á staðnum en við fylgjumst vel með öllum gögnum, mælitækjum og vefmyndavélum.“ Líkt og greint hefur verið frá er rúmmál kviku undir Svartsengi áætlað meira en fyrir síðasta eldgos 29. maí. Þá hafði rúmmál kviku einnig aldrei verið meiri en kvikusöfnunin hélt áfram í tvær vikur eftir að fyrri mörkum var náð þar til eldgos hófst. „Þetta er mesta rúmmálið sem hefur safnast frá því að gosin hófust. En það sama mátti segja um síðasta gos. Það var líka mesta magnið sem hafði safnast fyrir það gos,“ segir Minney og heldur áfram: „Við erum komin á ákveðinn punkt en það er erfitt að segja hvort þetta gerist í nótt eða eftir tvær vikur. En við erum viðbúin öllu.“ Skjálftahrina við Flatey Seinnipartinn í dag mældist einnig jarðskjálftahrina við Flatey. Töluvert hefur dregið úr henni en enn mælist einn og einn skjálfti. „Þetta er mjög virkt svæði og það var síðast hrina þarna í júlí,# segir Minney og að algengt sé að þarna séu litlar hrinur. Upptökin eru úti í sjó og skjálftarnir flestir í kringum einn að stærð og ólíklegt að þeir finnist í byggð að sögn Minneyjar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir „Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44 Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33 Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir reyk og ljóstýru „Það er bara svo sem sama, mest lítið að frétta,” segir vakthafandi náttúrrvársérfræðingur sem líkt og fleiri á von á því að gos geti hafist hvað úr hverju á Reykjanesskaga. 14. ágúst 2024 22:27 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
„Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44
Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33
Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir reyk og ljóstýru „Það er bara svo sem sama, mest lítið að frétta,” segir vakthafandi náttúrrvársérfræðingur sem líkt og fleiri á von á því að gos geti hafist hvað úr hverju á Reykjanesskaga. 14. ágúst 2024 22:27