„Kjaftshögg þegar þú færð á þig mark og ert búinn að vera sterkari aðilinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifa 17. ágúst 2024 18:15 Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni þegar hann var enn þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét „Blendnar tilfinningar, að mörgu leyti fannst mér við spila þennan leik mjög vel,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir sinn fyrsta leik sem aðalþjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. Liðið tapaði 2-0 fyrir Vestra fyrir vestan en Óskar Hrafn sá þó margt jákvætt í leik sinna manna. „Fannst við koma okkur í frábærar stöður og leysa lágblokkina þeirra mjög vel og sköpuðum okkur fín færi og að stórum hluta er ég mjög sáttur við spilamennsku liðsins með boltann,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Eftir aðeins tvær æfingar saman finnst mér ég sjá hluti sem er hægt að byggja ofan á en á móti kemur að mörkin tvö sem þeir skora eru full auðveld. Í seinni hálfleik riðlaðist leikurinn aðeins þegar við þurftum að skipta mönnum úr stöðum og misstum jafnvægið úr liðinu. Klárt mál að þetta er leikur sem að við getum byggt ofan á.“ Um mörk Vestra „Auðvitað er það kjaftshögg þegar þú færð á þig mark og ert búinn að vera sterkari aðilinn. Það er klárt mál að það er kjaftshögg fyrir alla sem koma að liðinu. En mér fannst við samt svara því vel en það var kannski erfiðara að fá annað markið á sig svona rétt undir lok hálfleiksins, það var pínu þungt.“ „Fannst við samt koma sterkir inn í seinni hálfleikinn, sköpuðum okkur helling af færum og fundum lausnir við ágætlega skipulögðu Vestra-liði.“ Um hvað má betur fara „En þú verður að nýta færin og það er næsta mál sem við þurfum að laga, svo er ákveðinn misskilningur í gangi varðandi staðsetningar sóknar- og varnarlega í öftustu línu og það gerir að verkum að við vorum stundum auðsæralegir þegar þeir fóru í skyndisóknir. Það er svo sem hlutur sem er mjög auðvelt að laga. Þannig að eins og sárt og leiðinlegt það er að tapa þessum leik þá er þetta klárlega leikur og frammistaða sem við getum byggt ofan á,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. KR er í 9. sæti með 18 stig, fjórum stigum frá HK sem er í fallsæti. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
„Fannst við koma okkur í frábærar stöður og leysa lágblokkina þeirra mjög vel og sköpuðum okkur fín færi og að stórum hluta er ég mjög sáttur við spilamennsku liðsins með boltann,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Eftir aðeins tvær æfingar saman finnst mér ég sjá hluti sem er hægt að byggja ofan á en á móti kemur að mörkin tvö sem þeir skora eru full auðveld. Í seinni hálfleik riðlaðist leikurinn aðeins þegar við þurftum að skipta mönnum úr stöðum og misstum jafnvægið úr liðinu. Klárt mál að þetta er leikur sem að við getum byggt ofan á.“ Um mörk Vestra „Auðvitað er það kjaftshögg þegar þú færð á þig mark og ert búinn að vera sterkari aðilinn. Það er klárt mál að það er kjaftshögg fyrir alla sem koma að liðinu. En mér fannst við samt svara því vel en það var kannski erfiðara að fá annað markið á sig svona rétt undir lok hálfleiksins, það var pínu þungt.“ „Fannst við samt koma sterkir inn í seinni hálfleikinn, sköpuðum okkur helling af færum og fundum lausnir við ágætlega skipulögðu Vestra-liði.“ Um hvað má betur fara „En þú verður að nýta færin og það er næsta mál sem við þurfum að laga, svo er ákveðinn misskilningur í gangi varðandi staðsetningar sóknar- og varnarlega í öftustu línu og það gerir að verkum að við vorum stundum auðsæralegir þegar þeir fóru í skyndisóknir. Það er svo sem hlutur sem er mjög auðvelt að laga. Þannig að eins og sárt og leiðinlegt það er að tapa þessum leik þá er þetta klárlega leikur og frammistaða sem við getum byggt ofan á,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. KR er í 9. sæti með 18 stig, fjórum stigum frá HK sem er í fallsæti.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira