Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2024 19:22 Benjamín Julian er verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Vísir/Bjarni Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverðsverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. Matvöruverslunin Prís opnaði á Smáratorgi í dag. Samkvæmt fyrstu könnun verðlagseftirlits ASÍ er matvöruverð að jafnaði lægra en í verslunum á borð við Krónuna og Bónus. Eins og sjá má í frétt Stöðvar 2 hér að ofan var margt um manninn við opnun verslunarinnar í dag, og á tímabili náði röðin að kössunum langt inn í verslunina. Verkefnastjóri hjá verðlagseftirliti ASÍ segir miðað við þann samanburð sem þegar hefur verið gerður sé sjaldgæft að vörurnar í Prís reynist dýrari en í Bónus eða Krónunni. „Það eru þessar þrjár verslanir sem þjappa sér um lægsta verðið núna og við erum að einbeita okkur að þeim í dag. Prís er núna á heildina litið kannski þremur prósentum ódýrari, en það er yfir allar vörurnar sem við erum að skoða,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlitsins. Vísitalan lækki þennan mánuðinn Verðsamanburður sé þó enn í gangi, auk þess sem verð sé síbreytilegt milli verslana. Vísitala matvöruverðs hafi, samkvæmt gögnum eftirlitsins, hækkað í síðasta mánuði. „Í þessum mánuði hefur hún lækkað samkvæmt okkar tölum. Það hefur verið að gerast síðustu vikur. Hvort það sé út af því að þessi búð var að koma eða hvort það er út af einhverju öðru, það vitum við ekki. En það tilkoma ódýrrar verslunar mun náttúrulega bara ýta undir þá þróun,“ segir Benjamín. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fulltrúar frá Bónus mættir í verslun Prís til að skrá niður verð. „Ég reikna með því að Bónus, sem stærir sig af því að vera með lægsta verð landsins, sjái þetta núna sem áskorun fyrir sig. Þau eru með mörghundruð vörur sem er núna ódýrari [hjá Prís] heldur en þar.“ Hvernig meturðu það, eru líkur á að þetta haldi? „Það bara veit ég ekki. Við ætlum að fylgjast með þessari búð jafn grannt og öllum hinum. Þannig að við treystum á það að lægri verð séu komin til að vera.“ Matvöruverslun Kópavogur Verslun Tengdar fréttir Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48 Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Töluvert rými er fyrir samkeppni á matvörumarkaði, að mati sérfræðings hjá verðlagseftirliti ASÍ. Framkvæmdastjóri nýrrar lágvöruverslunar segir markmiðið að hrista upp í fákeppnismarkaði. 12. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Matvöruverslunin Prís opnaði á Smáratorgi í dag. Samkvæmt fyrstu könnun verðlagseftirlits ASÍ er matvöruverð að jafnaði lægra en í verslunum á borð við Krónuna og Bónus. Eins og sjá má í frétt Stöðvar 2 hér að ofan var margt um manninn við opnun verslunarinnar í dag, og á tímabili náði röðin að kössunum langt inn í verslunina. Verkefnastjóri hjá verðlagseftirliti ASÍ segir miðað við þann samanburð sem þegar hefur verið gerður sé sjaldgæft að vörurnar í Prís reynist dýrari en í Bónus eða Krónunni. „Það eru þessar þrjár verslanir sem þjappa sér um lægsta verðið núna og við erum að einbeita okkur að þeim í dag. Prís er núna á heildina litið kannski þremur prósentum ódýrari, en það er yfir allar vörurnar sem við erum að skoða,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlitsins. Vísitalan lækki þennan mánuðinn Verðsamanburður sé þó enn í gangi, auk þess sem verð sé síbreytilegt milli verslana. Vísitala matvöruverðs hafi, samkvæmt gögnum eftirlitsins, hækkað í síðasta mánuði. „Í þessum mánuði hefur hún lækkað samkvæmt okkar tölum. Það hefur verið að gerast síðustu vikur. Hvort það sé út af því að þessi búð var að koma eða hvort það er út af einhverju öðru, það vitum við ekki. En það tilkoma ódýrrar verslunar mun náttúrulega bara ýta undir þá þróun,“ segir Benjamín. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fulltrúar frá Bónus mættir í verslun Prís til að skrá niður verð. „Ég reikna með því að Bónus, sem stærir sig af því að vera með lægsta verð landsins, sjái þetta núna sem áskorun fyrir sig. Þau eru með mörghundruð vörur sem er núna ódýrari [hjá Prís] heldur en þar.“ Hvernig meturðu það, eru líkur á að þetta haldi? „Það bara veit ég ekki. Við ætlum að fylgjast með þessari búð jafn grannt og öllum hinum. Þannig að við treystum á það að lægri verð séu komin til að vera.“
Matvöruverslun Kópavogur Verslun Tengdar fréttir Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48 Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Töluvert rými er fyrir samkeppni á matvörumarkaði, að mati sérfræðings hjá verðlagseftirliti ASÍ. Framkvæmdastjóri nýrrar lágvöruverslunar segir markmiðið að hrista upp í fákeppnismarkaði. 12. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48
Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Töluvert rými er fyrir samkeppni á matvörumarkaði, að mati sérfræðings hjá verðlagseftirliti ASÍ. Framkvæmdastjóri nýrrar lágvöruverslunar segir markmiðið að hrista upp í fákeppnismarkaði. 12. ágúst 2024 22:02