Fylgjast náið með barnafjölskyldum í Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2024 13:09 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að dvalið hafi verið í 25 húsum í Grindavík í nótt. Vísir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þá sem dvelja næturlangt í Grindavík mjög meðvitaða um þá hættu sem steðjar að. Barnaverndaryfirvöld fylgist með þeim fjölskyldum sem dvelji með börn í bænum. Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi en engin skjálftavirkni mælist enn. Lögregla og náttúruvársérfræðingar hafa varað íbúa í Grindavík við því undanfarna daga að dvelja í bænum yfir nótt. Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í fyrradag að það væri vafasamt að gista í norðurhluta bæjarins þar sem eiga megi von á atburði sem svipar til þess sem varð í janúar, þegar sprunga opnaðist mjög nærri bæjarmörkunum. Veistu til þess að fólk hafi tekið þessum aðvörunum alvarlega og jafnvel hætt að gista í bænum? „Ég held að allir hlusti á það sem við segjum. Eins höfum við borið út fréttatilkynningu lögreglustjóra í þau hús þar sem dvalið hefur verið í inni í bænum. Í nótt var dvalið í 25 húsum í Grindavíkurbæ. Allir sem þar eru, eru meðvitaðir um stöðuna,“ segir Úlfar. Landris og kvikusöfnun hefur haldið sama hraða undir Svartsengi síðustu daga og er skjálftavirkni sömuleiðis stöðug. Rúmmál kviku undir Svartsengi er nú áætlað meira en fyrir síðasta eldgos, sem hófst 29. maí. Þá er enn í gildi sama hættumat, sem gildir til 20. ágúst að öllu óbreyttu. „Þetta er auðvitað stöðugt í skoðun. Við auðvitað metum hættu meiri norðarlega í bænum. Barnaverndaryfirvöld eru jafnframt upplýst og í samstarfi við lögreglu varðandi þær fjölskyldur sem eru með börn í bænum. Þetta eru örfá tilfelli og oft er um stálpaða unglinga að ræða. Það breytir því ekki að tilmælin hafa alltaf verið skýr og í þá veru að við viljum ekki að börn dvelji í bænum við þessar aðstæður,“ segir Úlfar. Hvað eru þetta mörg börn? „Ég er ekki með fjöldann alveg kláran en þetta eru 34 fjölskyldur og í sjálfu sér ekki allar inni í bænum á sama tíma.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Kvikusöfnun og landris enn á sama hraða Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi. Skjálftavirkni er sömuleiðis stöðug, þar sem 60-90 skjálftar mælast á sólarhring. 16. ágúst 2024 14:57 „Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44 Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33 Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira
Lögregla og náttúruvársérfræðingar hafa varað íbúa í Grindavík við því undanfarna daga að dvelja í bænum yfir nótt. Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í fyrradag að það væri vafasamt að gista í norðurhluta bæjarins þar sem eiga megi von á atburði sem svipar til þess sem varð í janúar, þegar sprunga opnaðist mjög nærri bæjarmörkunum. Veistu til þess að fólk hafi tekið þessum aðvörunum alvarlega og jafnvel hætt að gista í bænum? „Ég held að allir hlusti á það sem við segjum. Eins höfum við borið út fréttatilkynningu lögreglustjóra í þau hús þar sem dvalið hefur verið í inni í bænum. Í nótt var dvalið í 25 húsum í Grindavíkurbæ. Allir sem þar eru, eru meðvitaðir um stöðuna,“ segir Úlfar. Landris og kvikusöfnun hefur haldið sama hraða undir Svartsengi síðustu daga og er skjálftavirkni sömuleiðis stöðug. Rúmmál kviku undir Svartsengi er nú áætlað meira en fyrir síðasta eldgos, sem hófst 29. maí. Þá er enn í gildi sama hættumat, sem gildir til 20. ágúst að öllu óbreyttu. „Þetta er auðvitað stöðugt í skoðun. Við auðvitað metum hættu meiri norðarlega í bænum. Barnaverndaryfirvöld eru jafnframt upplýst og í samstarfi við lögreglu varðandi þær fjölskyldur sem eru með börn í bænum. Þetta eru örfá tilfelli og oft er um stálpaða unglinga að ræða. Það breytir því ekki að tilmælin hafa alltaf verið skýr og í þá veru að við viljum ekki að börn dvelji í bænum við þessar aðstæður,“ segir Úlfar. Hvað eru þetta mörg börn? „Ég er ekki með fjöldann alveg kláran en þetta eru 34 fjölskyldur og í sjálfu sér ekki allar inni í bænum á sama tíma.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Kvikusöfnun og landris enn á sama hraða Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi. Skjálftavirkni er sömuleiðis stöðug, þar sem 60-90 skjálftar mælast á sólarhring. 16. ágúst 2024 14:57 „Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44 Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33 Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira
Kvikusöfnun og landris enn á sama hraða Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi. Skjálftavirkni er sömuleiðis stöðug, þar sem 60-90 skjálftar mælast á sólarhring. 16. ágúst 2024 14:57
„Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44
Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33