Enginn byggi upp fyrirtæki til að standa í veg fyrir endurreisn þess Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2024 13:29 Frá athafnasvæði Skagans 3X á Akranesi. Vísir/Arnar Grenjar ehf., sem er eigandi fasteigna á Akranesi sem félagið Skaginn 3X leigði fyrir starfsemi sína, hafna því að endurreisn síðarnefnda félagsins hafi ekki náð fram að ganga vegna þess að ekki náðist samkomulag við félagið. Sárt sé að sitja undir „uppspuna og óhróðri“ um slíkt. Í gær var greint frá því að eignir Skagans 3X, sem var úrskurðað gjaldþrota í byrjun júlí, yrðu ekki seldar í heilu lagi og því yrði rekstri þess ekki fram haldið. Helgi Jóhanness skiptastjóri þrotabús Skagans 3X hafði greint frá því að tilboð hefði borist í allar eignir búsins, meðal annars með fyrirvara um kaup á fasteignum Grenja. Í gær varð ljóst að ekki yrði af þeim, og því yrðu eignir félagsins seldar í bútum. Við það tilefni sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, að fjölskylda Ingólfs Árnasonar, sem stendur að baki Grenjum, hefði hafnað tilboðum í fasteignirnar. Sagði hann fjölskylduna skulda bæjarbúum svör um hvers vegna tilboðinu hefði verið hafnað. Skaginn 3X var áður að fullu í eigu Ingólfs, sem er stofnandi og fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins. Veð í eignum Grenja vegna skulda Skagans Grenjar hafa nú sent frá sér yfirlýsingu vegna þessa. Þar segir að fjölskyldan á bak við félagið hafi á sínum tíma byggt upp Skagann ehf., hvers rekstur hafi síðan verið settur inn í nýtt félag, Skagann 3X ehf. „Árið 2020 seldi fjölskyldan 60% hlut sinn í samstæðu Skagans 3X til alþjóðlegs stórfyrirtækis í Þýskalandi. Til að liðka fyrir samningaviðræðum samþykktu Grenjar ehf. að fasteignir félagsins væru áfram að veði fyrir skuldum Skagans ehf. við Íslandsbanka hf. Þetta var gert með því skilyrði að nýr meirihlutaeigandi myndi fljótlega leggja fram ný veð sem kæmu í stað fasteigna Grenja ehf. Síðar, þegar félög í samstæðu Skagans 3X voru seld að fullu til þýska stórfyrirtækisins, og nýir eigendur tóku alfarið við stjórn fyrirtækisins, var ákveðið að fara í fjárhagslega endurskipulagningu á Skaganum 3X. Í ljósi aðstæðna á þeim tíma var fallist á að tilteknar fasteignir Grenja ehf. væru að veði fyrir nýju láni Skagans 3X ehf. hjá Íslandsbanka hf. Þetta var gert í þeirri trú að það myndi stuðla að áframhaldandi starfsemi Skagans 3X ehf. á Akranesi enda starfsemin mikilvæg samfélaginu og fjölskyldunni sem stóð að stofnun félagsins,“ segir í tilkynningunni. Félaginu haldið utan viðræðna þrátt fyrir óskir um annað Eftir að Skaginn 3X hafi verið úrskurðað gjaldþrota 4. júlí síðastliðinn, með þeim afleiðingum að 130 manns misstu vinnuna, hafi skiptastjóri leitast við að finna kaupendur að rekstrinum. Grenjar ehf. hafi ekki fengið að taka þátt í viðræðum við skiptastjóra vegna fasteigna sinna, né við þá fjárfestahópa sem hafi sýnt endurreisn Skagans 3X áhuga. „Hefur Grenjum ehf. verið haldið utan við slíkar viðræður þrátt fyrir óskir um annað. Fyrst og fremst hafa Grenjar ehf. því getað fylgst með framvindu mála í fjölmiðlum. Grenjar ehf. hafa ávallt verið til í að leigja eða selja væntanlegum kaupendum að rekstrinum fasteignir sínar sem starfsemi Skagans 3X ehf. var í en engar slíkar beiðnir hafa komið fram. Engin breyting er á þessari afstöðu Grenja ehf.“ Fljótlega eftir gjaldþrot Skagans 3X sagði skiptastjóri að mikill áhugi væri á rekstrinum: Bankinn hafi sett afarkosti Þá er tekið fram að vitanlega felist mikið tjón í því fyrir Grenjar ef ekki er rekstur í húsnæði félagsins. Því fari hagsmunir félagsins saman við hagsmuni nærsamfélagsins á Akranesi. „Hafandi framangreint í huga leituðu Grenjar ehf. til Íslandsbanka hf. og lögðu til að möguleg ágreiningsmál varðandi veðbönd yrðu lögð til hliðar, svo að endurreisnarvinna félagsins mætti hefjast án tafar. Því miður hafnaði bankinn þessari tillögu ásamt öllum öðrum tillögum frá Grenjum ehf.“ Íslandsbaki hafi hins vegar farið fram á að félagið myndi afsala til bankans óveðsettum lóðum á athafnasvæði Skagans 3X, auk fasteigna sem veðsettar eru baknanum. Því hafi fylgt skilyrði um að félagið mætti ekki leita réttar síns fyrir dómstólum gangvart Íslandsbanka í tengslum við slík afsöl. „Grenjar ehf. gátu að sjálfsögðu ekki samþykkt slíka afarkosti enda telja Grenjar ehf. meðal annars að bankinn hafi ekki gætt að trúnaðarskyldu sinni gagnvart Grenjum ehf. sem veðhafa og með því skaðað félagið. Við þetta má bæta að hvorki Íslandsbanki hf. né skiptastjóri hafa nokkurn tíma tilkynnt Grenjum ehf. að þeir hyggist taka einhverju af þeim tilboðum sem fram hafa komið í eignir félagsins,“ segir í tilkynningu félagsins. Því sé rangt að að halda því fram að endurreisn Skagans 3X á Akranesi hafi strandað vegna þess að ekki náðist samkomulag við eigendur fasteigna sem félagið hafði starfað í. Uppspuni og óhróður Í tilkynningunni segir einnig að Grenjar ætli ekki að „taka þátt í þeim leik að benda á einhverja sökudólga í málinu“ og bent á að fjölskyldan að baki félaginu hefði enga aðkomu haft að rekstri Skagans 3X frá árslokum 2021. Eini snertiflötur Grenja við málið sé því sá að félagið sjái fram á verulegt fjárhagslegt tap vegna málsins, þar sem eignir þess séu veðsettar Íslandsbanka vegna skulda Skagans 3X. „Grenjar ehf. ber þá von í brjósti að hægt verði að endurreisa rekstur Skagans 3X ehf. á Akranesi, enda skilja Grenjar ehf. mikilvægi þess fyrir starfsmenn og samfélagið á Akranesi að það takist. Það er því sárt að þurfa að sitja undir þeim uppspuna og óhróðri að Grenjar ehf. séu að standa í vegi fyrir endurreisn félagsins. Öðrum ætti að vera jafn ljóst og okkur sem Akurnesingum að enginn byggir upp öflugt fyrirtæki í heimabyggð til þess eins að standa síðar í vegi fyrir endurreisn þess,“ segir að lokum í tilkynningunni. Yfirlýsingu Grenja ehf. í heild sinni má nálgast í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Yfirlýsing_frá_Grenjum_ehfPDF71KBSækja skjal Akranes Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir „Þetta var bara okkar líf og nú er það farið“ Starfsfólk Skagans 3X er í áfalli þar sem tilraunir til að selja fyrirtækið í heilu lagi hafa ekki gengið eftir. Útlit er fyrir að starfsemin verði seld í bútum. 16. ágúst 2024 19:01 Ósáttur við að fyrrum eigandi Skagans 3X standi í vegi endurreisnar Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir fyrrum eigendur fyrirtækisins Skagans 3X skulda Skagamönnum skýringar á því hvað hafi komið í veg fyrir að hægt væri að semja um sölu á eignum til aðila sem voru áhugasamir um að halda starfseminni áfram. 16. ágúst 2024 14:36 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Í gær var greint frá því að eignir Skagans 3X, sem var úrskurðað gjaldþrota í byrjun júlí, yrðu ekki seldar í heilu lagi og því yrði rekstri þess ekki fram haldið. Helgi Jóhanness skiptastjóri þrotabús Skagans 3X hafði greint frá því að tilboð hefði borist í allar eignir búsins, meðal annars með fyrirvara um kaup á fasteignum Grenja. Í gær varð ljóst að ekki yrði af þeim, og því yrðu eignir félagsins seldar í bútum. Við það tilefni sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, að fjölskylda Ingólfs Árnasonar, sem stendur að baki Grenjum, hefði hafnað tilboðum í fasteignirnar. Sagði hann fjölskylduna skulda bæjarbúum svör um hvers vegna tilboðinu hefði verið hafnað. Skaginn 3X var áður að fullu í eigu Ingólfs, sem er stofnandi og fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins. Veð í eignum Grenja vegna skulda Skagans Grenjar hafa nú sent frá sér yfirlýsingu vegna þessa. Þar segir að fjölskyldan á bak við félagið hafi á sínum tíma byggt upp Skagann ehf., hvers rekstur hafi síðan verið settur inn í nýtt félag, Skagann 3X ehf. „Árið 2020 seldi fjölskyldan 60% hlut sinn í samstæðu Skagans 3X til alþjóðlegs stórfyrirtækis í Þýskalandi. Til að liðka fyrir samningaviðræðum samþykktu Grenjar ehf. að fasteignir félagsins væru áfram að veði fyrir skuldum Skagans ehf. við Íslandsbanka hf. Þetta var gert með því skilyrði að nýr meirihlutaeigandi myndi fljótlega leggja fram ný veð sem kæmu í stað fasteigna Grenja ehf. Síðar, þegar félög í samstæðu Skagans 3X voru seld að fullu til þýska stórfyrirtækisins, og nýir eigendur tóku alfarið við stjórn fyrirtækisins, var ákveðið að fara í fjárhagslega endurskipulagningu á Skaganum 3X. Í ljósi aðstæðna á þeim tíma var fallist á að tilteknar fasteignir Grenja ehf. væru að veði fyrir nýju láni Skagans 3X ehf. hjá Íslandsbanka hf. Þetta var gert í þeirri trú að það myndi stuðla að áframhaldandi starfsemi Skagans 3X ehf. á Akranesi enda starfsemin mikilvæg samfélaginu og fjölskyldunni sem stóð að stofnun félagsins,“ segir í tilkynningunni. Félaginu haldið utan viðræðna þrátt fyrir óskir um annað Eftir að Skaginn 3X hafi verið úrskurðað gjaldþrota 4. júlí síðastliðinn, með þeim afleiðingum að 130 manns misstu vinnuna, hafi skiptastjóri leitast við að finna kaupendur að rekstrinum. Grenjar ehf. hafi ekki fengið að taka þátt í viðræðum við skiptastjóra vegna fasteigna sinna, né við þá fjárfestahópa sem hafi sýnt endurreisn Skagans 3X áhuga. „Hefur Grenjum ehf. verið haldið utan við slíkar viðræður þrátt fyrir óskir um annað. Fyrst og fremst hafa Grenjar ehf. því getað fylgst með framvindu mála í fjölmiðlum. Grenjar ehf. hafa ávallt verið til í að leigja eða selja væntanlegum kaupendum að rekstrinum fasteignir sínar sem starfsemi Skagans 3X ehf. var í en engar slíkar beiðnir hafa komið fram. Engin breyting er á þessari afstöðu Grenja ehf.“ Fljótlega eftir gjaldþrot Skagans 3X sagði skiptastjóri að mikill áhugi væri á rekstrinum: Bankinn hafi sett afarkosti Þá er tekið fram að vitanlega felist mikið tjón í því fyrir Grenjar ef ekki er rekstur í húsnæði félagsins. Því fari hagsmunir félagsins saman við hagsmuni nærsamfélagsins á Akranesi. „Hafandi framangreint í huga leituðu Grenjar ehf. til Íslandsbanka hf. og lögðu til að möguleg ágreiningsmál varðandi veðbönd yrðu lögð til hliðar, svo að endurreisnarvinna félagsins mætti hefjast án tafar. Því miður hafnaði bankinn þessari tillögu ásamt öllum öðrum tillögum frá Grenjum ehf.“ Íslandsbaki hafi hins vegar farið fram á að félagið myndi afsala til bankans óveðsettum lóðum á athafnasvæði Skagans 3X, auk fasteigna sem veðsettar eru baknanum. Því hafi fylgt skilyrði um að félagið mætti ekki leita réttar síns fyrir dómstólum gangvart Íslandsbanka í tengslum við slík afsöl. „Grenjar ehf. gátu að sjálfsögðu ekki samþykkt slíka afarkosti enda telja Grenjar ehf. meðal annars að bankinn hafi ekki gætt að trúnaðarskyldu sinni gagnvart Grenjum ehf. sem veðhafa og með því skaðað félagið. Við þetta má bæta að hvorki Íslandsbanki hf. né skiptastjóri hafa nokkurn tíma tilkynnt Grenjum ehf. að þeir hyggist taka einhverju af þeim tilboðum sem fram hafa komið í eignir félagsins,“ segir í tilkynningu félagsins. Því sé rangt að að halda því fram að endurreisn Skagans 3X á Akranesi hafi strandað vegna þess að ekki náðist samkomulag við eigendur fasteigna sem félagið hafði starfað í. Uppspuni og óhróður Í tilkynningunni segir einnig að Grenjar ætli ekki að „taka þátt í þeim leik að benda á einhverja sökudólga í málinu“ og bent á að fjölskyldan að baki félaginu hefði enga aðkomu haft að rekstri Skagans 3X frá árslokum 2021. Eini snertiflötur Grenja við málið sé því sá að félagið sjái fram á verulegt fjárhagslegt tap vegna málsins, þar sem eignir þess séu veðsettar Íslandsbanka vegna skulda Skagans 3X. „Grenjar ehf. ber þá von í brjósti að hægt verði að endurreisa rekstur Skagans 3X ehf. á Akranesi, enda skilja Grenjar ehf. mikilvægi þess fyrir starfsmenn og samfélagið á Akranesi að það takist. Það er því sárt að þurfa að sitja undir þeim uppspuna og óhróðri að Grenjar ehf. séu að standa í vegi fyrir endurreisn félagsins. Öðrum ætti að vera jafn ljóst og okkur sem Akurnesingum að enginn byggir upp öflugt fyrirtæki í heimabyggð til þess eins að standa síðar í vegi fyrir endurreisn þess,“ segir að lokum í tilkynningunni. Yfirlýsingu Grenja ehf. í heild sinni má nálgast í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Yfirlýsing_frá_Grenjum_ehfPDF71KBSækja skjal
Akranes Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir „Þetta var bara okkar líf og nú er það farið“ Starfsfólk Skagans 3X er í áfalli þar sem tilraunir til að selja fyrirtækið í heilu lagi hafa ekki gengið eftir. Útlit er fyrir að starfsemin verði seld í bútum. 16. ágúst 2024 19:01 Ósáttur við að fyrrum eigandi Skagans 3X standi í vegi endurreisnar Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir fyrrum eigendur fyrirtækisins Skagans 3X skulda Skagamönnum skýringar á því hvað hafi komið í veg fyrir að hægt væri að semja um sölu á eignum til aðila sem voru áhugasamir um að halda starfseminni áfram. 16. ágúst 2024 14:36 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
„Þetta var bara okkar líf og nú er það farið“ Starfsfólk Skagans 3X er í áfalli þar sem tilraunir til að selja fyrirtækið í heilu lagi hafa ekki gengið eftir. Útlit er fyrir að starfsemin verði seld í bútum. 16. ágúst 2024 19:01
Ósáttur við að fyrrum eigandi Skagans 3X standi í vegi endurreisnar Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir fyrrum eigendur fyrirtækisins Skagans 3X skulda Skagamönnum skýringar á því hvað hafi komið í veg fyrir að hægt væri að semja um sölu á eignum til aðila sem voru áhugasamir um að halda starfseminni áfram. 16. ágúst 2024 14:36