Kúkalykt í kirkjugarði gerir út af við Grafavogsbúa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. ágúst 2024 11:48 Að sögn íbúa rýkur lyktinupp úr haugum á vinnusvæði kirkjugarðanna. aðsend „Ferleg skítalykt“, „er ég sú eina sem er gjörsalega að kafna?“ og „algjör viðbjóður“ er á meðal þess sem íbúar í Grafarvogi hafa að segja um ólykt sem virðist berast frá Gufuneskirkjugarði. Forsvarsmenn kirkjugarða segja erfitt að eiga við vætutíðina. Mikil umræða hefur skapast í íbúahóp Grafarvogsbúa sem hnígur öll í sömu átt: óbærileg lykt er að gera út af við íbúa. Fjölmargir hafa komið erindi áleiðis til heilbrigðiseftirlitsins þar sem kvartað er undan lyktinni og úrbóta óskað. Sömuleiðis hafa margir kvartað beint til kirkjugarðanna. Íbúar hafa þá kenningu að fnykurinn komi til af moltugerð innan kirkjugarðanna. Hermann Valsson er einn þeirra sem hefur kvartað sáran undan lyktinni. Hann segir hins vegar að moltugerð lykti ekki svona illa. „Þetta er bara mikil stækja. Ég fer þarna oft í gegnum kirkjugarðinn, hjólandi, gangandi og maður reynir að halda í sér andanum þegar maður er að hjóla í gegn. Þetta er bara verulega óþægilegt,“ segir Hermann. Hermann segir ljóst að lyktin komi af vinnusvæðinu.aðsend Viðvarandi í þrjár vikur Það sé búið að hafa samband við starfsmenn kirkjugarðanna en svörin eru séu ófullnægjandi og aðallega vísað sé til leyfis heilbrigðiseftirlits til moltugerðar. „Sem er mjög undarlegt vegna þess að þetta er ekki bjóðandi þar sem íbúðarhúsnæði er allt um kring. Börn að leik, eldra fólk, kannski með öndunarerfiðleika, gengur hérna við hliðina. Þetta gengur ekki. Auðvitað er maður þakklátur fyrir hvað starfsmenn hlúa vel að þeim sem þarna eru jarðaðir, en það verður að gera þetta betur.“ Hermann hefur, líkt og fleiri íbúar, sent erindi á heilbrigðiseftirlit en ekki fengið viðbrögð enn. Hann segir lyktina hafa verið viðvarandi í um þrjár vikur. „Þetta er ekki að koma eða fara. Þetta er bara viðvarandi.“ Haugarnir eru ekki geðslegir.aðsend Kunnugt um lyktina Að sögn Ingvars Stefánssonar framkvæmdastjóra Kirkjugarða Reykjavíkur er starfsmönnum kunnugt um málið. Það sé verið að vinna með heilbrigðiseftirlit að lausn málsins og gera ráðstafanir til að draga úr og eyða lyktinni. Lyktin komi að öllum líkindum frá moltu sem gerð er úr trjákurli og grasi. „Við sýnum þessu skilning og það er verið að gera ráðstafanir, meðal annars með því að þurrka moltuna. Það hefur verið áskorun að eiga við vætutíðina en það er verið að gera allar ráðstafanir núna til að eyða lyktinni,“ segir Ingvar í samtali við fréttastofu. Reykjavík Kirkjugarðar Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast í íbúahóp Grafarvogsbúa sem hnígur öll í sömu átt: óbærileg lykt er að gera út af við íbúa. Fjölmargir hafa komið erindi áleiðis til heilbrigðiseftirlitsins þar sem kvartað er undan lyktinni og úrbóta óskað. Sömuleiðis hafa margir kvartað beint til kirkjugarðanna. Íbúar hafa þá kenningu að fnykurinn komi til af moltugerð innan kirkjugarðanna. Hermann Valsson er einn þeirra sem hefur kvartað sáran undan lyktinni. Hann segir hins vegar að moltugerð lykti ekki svona illa. „Þetta er bara mikil stækja. Ég fer þarna oft í gegnum kirkjugarðinn, hjólandi, gangandi og maður reynir að halda í sér andanum þegar maður er að hjóla í gegn. Þetta er bara verulega óþægilegt,“ segir Hermann. Hermann segir ljóst að lyktin komi af vinnusvæðinu.aðsend Viðvarandi í þrjár vikur Það sé búið að hafa samband við starfsmenn kirkjugarðanna en svörin eru séu ófullnægjandi og aðallega vísað sé til leyfis heilbrigðiseftirlits til moltugerðar. „Sem er mjög undarlegt vegna þess að þetta er ekki bjóðandi þar sem íbúðarhúsnæði er allt um kring. Börn að leik, eldra fólk, kannski með öndunarerfiðleika, gengur hérna við hliðina. Þetta gengur ekki. Auðvitað er maður þakklátur fyrir hvað starfsmenn hlúa vel að þeim sem þarna eru jarðaðir, en það verður að gera þetta betur.“ Hermann hefur, líkt og fleiri íbúar, sent erindi á heilbrigðiseftirlit en ekki fengið viðbrögð enn. Hann segir lyktina hafa verið viðvarandi í um þrjár vikur. „Þetta er ekki að koma eða fara. Þetta er bara viðvarandi.“ Haugarnir eru ekki geðslegir.aðsend Kunnugt um lyktina Að sögn Ingvars Stefánssonar framkvæmdastjóra Kirkjugarða Reykjavíkur er starfsmönnum kunnugt um málið. Það sé verið að vinna með heilbrigðiseftirlit að lausn málsins og gera ráðstafanir til að draga úr og eyða lyktinni. Lyktin komi að öllum líkindum frá moltu sem gerð er úr trjákurli og grasi. „Við sýnum þessu skilning og það er verið að gera ráðstafanir, meðal annars með því að þurrka moltuna. Það hefur verið áskorun að eiga við vætutíðina en það er verið að gera allar ráðstafanir núna til að eyða lyktinni,“ segir Ingvar í samtali við fréttastofu.
Reykjavík Kirkjugarðar Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira