Skuldadagar Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra Haraldur Þór Jónsson skrifar 17. ágúst 2024 10:01 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að það sé komið að skuldardögum í orkumálum, komið sé að tíma framkvæmda. Mikið er ég sammála ráðherranum um að við eigum að afla aukinnar grænnar orku. Orka er undirstaða sjálfstæði þjóða og takist okkur að verða sjálfbær í orku eykur það lífsgæði allra Íslendinga. Í byrjun árs 2023 vann KPMG fjárhagslega greiningu á áhrifum orkuvinnslu á Skeiða- og Gnúpverjahrepp þar sem um 35% allra raforku Landsvirkjunar hefur verið framleidd. Niðurstaðan var sláandi. Skattaumhverfi orkuvinnslu sýndi fram á að sveitarfélagið getur borið beint fjárhagslegt tjón af þeirri orkuvinnslu sem á sér stað í sveitarfélaginu. Samt er framleitt rafmagn í dag í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem dugar öllum heimilum og fyrirtækjum á Íslandi, að undanskilinni stóriðjunni. Í framhaldi að því hófst mikil vinna hjá Samtökum orkusveitarfélaga þar sem útfærðar voru tillögur sem myndu laga stöðuna. Ríkisstjórnin áttaði sig á því að þetta væri ekki góð staða og skipaður var starfshópur til að endurskoða skattaumhverfi orkuvinnslu á Íslandi. Starfshópurinn vann frábært starf og skilaði fullmótuðum tillögum þann 8. febrúar á þessu ári sem þáverandi fjármálaráðherra kynnti. Tilkynnt var að búið væri að samþykkja tillögurnar í ríkisstjórn og næsta skref væri að leggja fram frumvarp sem tryggir sveitarfélögum og íbúum þess sanngjarnan ávinning af grænni orkuvinnslu. Síðan þá hefur ekkert gerst. Ítrekað hefur verið kallað eftir frumvarpinu en fátt er um svör. Sveitarfélög sem átta sig á því að enginn ávinningur er að því að heimila framkvæmdir á orkumannvirkjum munu ekki sætta sig við slíkt. Sveitarfélög sem verða fyrir fjárhagslegu tjóni af því að heimila orkumannvirki eru að brjóta á rétti íbúa sinna með því að heimila virkjanir sem veldur sveitarfélögunum tjóni. Forsendan fyrir því að tími framkvæmda hefjist í uppbyggingu grænnar orkuframleiðslu er að ríkisstjórnin leggi fram frumvarp sem afnemur undanþágur orkumannvirkja frá lögbundnum tekjustofnun sveitarfélaga. Slíkt frumvarp þarf að verða að lögum og þannig tryggjum við ávinning allra Íslendinga af grænni orkuframleiðslu. Það er sannarlega komið að skuldardögum og ábyrgðin liggur hjá ríkisstjórninni! Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að það sé komið að skuldardögum í orkumálum, komið sé að tíma framkvæmda. Mikið er ég sammála ráðherranum um að við eigum að afla aukinnar grænnar orku. Orka er undirstaða sjálfstæði þjóða og takist okkur að verða sjálfbær í orku eykur það lífsgæði allra Íslendinga. Í byrjun árs 2023 vann KPMG fjárhagslega greiningu á áhrifum orkuvinnslu á Skeiða- og Gnúpverjahrepp þar sem um 35% allra raforku Landsvirkjunar hefur verið framleidd. Niðurstaðan var sláandi. Skattaumhverfi orkuvinnslu sýndi fram á að sveitarfélagið getur borið beint fjárhagslegt tjón af þeirri orkuvinnslu sem á sér stað í sveitarfélaginu. Samt er framleitt rafmagn í dag í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem dugar öllum heimilum og fyrirtækjum á Íslandi, að undanskilinni stóriðjunni. Í framhaldi að því hófst mikil vinna hjá Samtökum orkusveitarfélaga þar sem útfærðar voru tillögur sem myndu laga stöðuna. Ríkisstjórnin áttaði sig á því að þetta væri ekki góð staða og skipaður var starfshópur til að endurskoða skattaumhverfi orkuvinnslu á Íslandi. Starfshópurinn vann frábært starf og skilaði fullmótuðum tillögum þann 8. febrúar á þessu ári sem þáverandi fjármálaráðherra kynnti. Tilkynnt var að búið væri að samþykkja tillögurnar í ríkisstjórn og næsta skref væri að leggja fram frumvarp sem tryggir sveitarfélögum og íbúum þess sanngjarnan ávinning af grænni orkuvinnslu. Síðan þá hefur ekkert gerst. Ítrekað hefur verið kallað eftir frumvarpinu en fátt er um svör. Sveitarfélög sem átta sig á því að enginn ávinningur er að því að heimila framkvæmdir á orkumannvirkjum munu ekki sætta sig við slíkt. Sveitarfélög sem verða fyrir fjárhagslegu tjóni af því að heimila orkumannvirki eru að brjóta á rétti íbúa sinna með því að heimila virkjanir sem veldur sveitarfélögunum tjóni. Forsendan fyrir því að tími framkvæmda hefjist í uppbyggingu grænnar orkuframleiðslu er að ríkisstjórnin leggi fram frumvarp sem afnemur undanþágur orkumannvirkja frá lögbundnum tekjustofnun sveitarfélaga. Slíkt frumvarp þarf að verða að lögum og þannig tryggjum við ávinning allra Íslendinga af grænni orkuframleiðslu. Það er sannarlega komið að skuldardögum og ábyrgðin liggur hjá ríkisstjórninni! Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun