Gull, silfur og brúðkaup Smári Jökull Jónsson skrifar 16. ágúst 2024 20:01 Stine Bredal Oftedal og Rune Dahmke kepptu bæði á Ólympíuleikunum í París. Instagramsíða Rune Dahmke Handboltastjörnurnar Stine Bredal Oftedal og Rune Dahmke unnu bæði til verðlauna í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París á dögunum. Þau létu síðan pússa sig saman strax að leikunum loknum. Stine Bredal Oftedal hefur verið lykilmaður í norska landsliðinu undir stjórn Þóris Hergeirssonar síðustu árin og er talin ein af bestu handknattleikskonum í heimi. Hún hefur síðustu sjö árin verið í sambandi með Þjóðverjanum Rune Dahmke sem leikur með Kiel og undir stjórn Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. Bæði Oftedal og Dahmke unnu til verðlauna á Ólympíuleikunum í París en Oftedal vann gull með norska liðinu og Dahmke silfur með því þýska. Þau létu þó ekki þar við sitja. Í dag tilkynntu þau á Instagram að þau hefðu gift sig og deildu mynd þar sem þau sýndu giftingarhringana. Eins og áður segir hafa þau Oftedal og Dahmke verið parí sjö ár en verið í fjarbúð þar sem þau hafa spilað handbolta í sitthvoru landinu. Oftedal hefur leikið með stórliði Györi í Ungverjalandi frá árinu 2017 og Dahmke með Kiel í Þýskalandi. View this post on Instagram A post shared by Rune Dahmke (@runedahmke) Þau ættu hins vegar að geta eytt meiri tíma saman á næstunni því Oftedal tilkynnti í vetur að hún ætlaði sér að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París. Hún lauk ferlinum á glæsilegan hátt því fyrir utan gullverðlaunin með norska liðinu vann hún sigur í Meistaradeildinni með liði Györi. Oftedal og Dahmke festu nýlega kaup á húsi í Kiel og hlakka til að geta loks búið saman. „Allt sem við viljum er að vera saman og mér er ótrúlega létt og er glöð yfir því að við munum loksins geta átt venjulegt líf saman,“ sagði Oftedal í viðtali við norska fjölmiðilinn VG fyrir skömmu. Ólympíuleikar 2024 í París Þýski handboltinn Mest lesið Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Stine Bredal Oftedal hefur verið lykilmaður í norska landsliðinu undir stjórn Þóris Hergeirssonar síðustu árin og er talin ein af bestu handknattleikskonum í heimi. Hún hefur síðustu sjö árin verið í sambandi með Þjóðverjanum Rune Dahmke sem leikur með Kiel og undir stjórn Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. Bæði Oftedal og Dahmke unnu til verðlauna á Ólympíuleikunum í París en Oftedal vann gull með norska liðinu og Dahmke silfur með því þýska. Þau létu þó ekki þar við sitja. Í dag tilkynntu þau á Instagram að þau hefðu gift sig og deildu mynd þar sem þau sýndu giftingarhringana. Eins og áður segir hafa þau Oftedal og Dahmke verið parí sjö ár en verið í fjarbúð þar sem þau hafa spilað handbolta í sitthvoru landinu. Oftedal hefur leikið með stórliði Györi í Ungverjalandi frá árinu 2017 og Dahmke með Kiel í Þýskalandi. View this post on Instagram A post shared by Rune Dahmke (@runedahmke) Þau ættu hins vegar að geta eytt meiri tíma saman á næstunni því Oftedal tilkynnti í vetur að hún ætlaði sér að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París. Hún lauk ferlinum á glæsilegan hátt því fyrir utan gullverðlaunin með norska liðinu vann hún sigur í Meistaradeildinni með liði Györi. Oftedal og Dahmke festu nýlega kaup á húsi í Kiel og hlakka til að geta loks búið saman. „Allt sem við viljum er að vera saman og mér er ótrúlega létt og er glöð yfir því að við munum loksins geta átt venjulegt líf saman,“ sagði Oftedal í viðtali við norska fjölmiðilinn VG fyrir skömmu.
Ólympíuleikar 2024 í París Þýski handboltinn Mest lesið Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira