Meiri tíðindi að stjórnin hafi lifað svo lengi Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 16. ágúst 2024 12:23 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Vísir/Vilhelm Gunnarsson Forsætisráðherra segir ummæli Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, um að útilokað sé að ríkisstjórnarsamstarfinu verði haldið áfram eftir næstu kosningar ekki valda neinum titringi innan stjórnarflokkanna. Sögulegt sé að þriggja flokka stjórn hafi náð að klára heilt kjörtímabil. Alþingi verður sett þann 10. september og hefst þá síðasti þingvetur kjörtímabilsins. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú í algjöru lágmarki samkvæmt síðustu könnunum. Ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við nýjasta Þjóðarpúls Gallup myndi Samfylkingin fá tvo fleiri þingmenn en stjórnarflokkarnir til samans sem fengju alls sautján. Þá myndu Vinstri græn falla út af þingi. „Hildur hefur einmitt verið lykilmanneskja í þinginu í að halda góðum tengslum við aðra þingflokka, við að koma málum í gegnum þingið og tryggja framgang mikilvægra þingmála ríkisstjórnarinnar,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Það er hins vegar pólitískt mat hennar samkvæmt þessu viðtali að það sé afar ólíklegt og jafnvel útilokað að flokkarnir hafi einfaldlega stuðning eins og staðan blasir við okkur í dag til þess að starfa áfram. Þá er það bara pólitískt mat og á ekkert að trufla það að við erum í dag með mjög traustan meirihluta í þinginu, skýran stjórnarsáttmála, mörg ókláruð verkefni og við ætlum að einbeita okkur að því til skamms tíma. Til lengri tíma þá er auðvitað óumflýjanlegt að fara í kosningar og við fáumst við það þegar þar að kemur.“ Hver geti haft sína skoðun „Mitt pólitíska mat er það að það er stórmerkilegt í stjórnmálasögu Íslands að þriggja flokka stjórn sé við það að ljúka tveimur kjörtímabilum. Það hefur aldrei gerst, það hefur engin þriggja flokka stjórn nokkurn tímann klárað eitt kjörtímabil,“ segir Bjarni. „Það er merkilegt í stjórmálasögulegu samhengi. Ef það gerist með þeim hætti að slík þriggja flokka stjórn hefur ekki skýran meirihluta til að halda enn áfram þá þykja mér það ekki vera jafn mikil tíðindi. Það verður einfaldlega að horfast í augu við stöðuna þegar við stöndum frammi fyrir því að kjósendur fá aftur boltann, þá verða spilin stokkuð upp og við vinnum úr niðurstöðunni eftir næstu kosningar. Þetta eru í sjálfu sér ekkert annað en vangaveltur um það hvað líklegt er að komi út úr næstu kosningum og þar getur hver haft sína skoðun.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Framsókn og VG útiloki ekkert Formenn þingflokka Vinstri Grænna og Framsóknar segja flokkana ganga óbundna til kosninga og útiloka ekkert samstarf, líkt og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Áhugaverður síðasti þingvetur kjörtímabilsins sé fram undan. 12. ágúst 2024 12:15 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira
Alþingi verður sett þann 10. september og hefst þá síðasti þingvetur kjörtímabilsins. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú í algjöru lágmarki samkvæmt síðustu könnunum. Ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við nýjasta Þjóðarpúls Gallup myndi Samfylkingin fá tvo fleiri þingmenn en stjórnarflokkarnir til samans sem fengju alls sautján. Þá myndu Vinstri græn falla út af þingi. „Hildur hefur einmitt verið lykilmanneskja í þinginu í að halda góðum tengslum við aðra þingflokka, við að koma málum í gegnum þingið og tryggja framgang mikilvægra þingmála ríkisstjórnarinnar,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Það er hins vegar pólitískt mat hennar samkvæmt þessu viðtali að það sé afar ólíklegt og jafnvel útilokað að flokkarnir hafi einfaldlega stuðning eins og staðan blasir við okkur í dag til þess að starfa áfram. Þá er það bara pólitískt mat og á ekkert að trufla það að við erum í dag með mjög traustan meirihluta í þinginu, skýran stjórnarsáttmála, mörg ókláruð verkefni og við ætlum að einbeita okkur að því til skamms tíma. Til lengri tíma þá er auðvitað óumflýjanlegt að fara í kosningar og við fáumst við það þegar þar að kemur.“ Hver geti haft sína skoðun „Mitt pólitíska mat er það að það er stórmerkilegt í stjórnmálasögu Íslands að þriggja flokka stjórn sé við það að ljúka tveimur kjörtímabilum. Það hefur aldrei gerst, það hefur engin þriggja flokka stjórn nokkurn tímann klárað eitt kjörtímabil,“ segir Bjarni. „Það er merkilegt í stjórmálasögulegu samhengi. Ef það gerist með þeim hætti að slík þriggja flokka stjórn hefur ekki skýran meirihluta til að halda enn áfram þá þykja mér það ekki vera jafn mikil tíðindi. Það verður einfaldlega að horfast í augu við stöðuna þegar við stöndum frammi fyrir því að kjósendur fá aftur boltann, þá verða spilin stokkuð upp og við vinnum úr niðurstöðunni eftir næstu kosningar. Þetta eru í sjálfu sér ekkert annað en vangaveltur um það hvað líklegt er að komi út úr næstu kosningum og þar getur hver haft sína skoðun.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Framsókn og VG útiloki ekkert Formenn þingflokka Vinstri Grænna og Framsóknar segja flokkana ganga óbundna til kosninga og útiloka ekkert samstarf, líkt og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Áhugaverður síðasti þingvetur kjörtímabilsins sé fram undan. 12. ágúst 2024 12:15 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira
Framsókn og VG útiloki ekkert Formenn þingflokka Vinstri Grænna og Framsóknar segja flokkana ganga óbundna til kosninga og útiloka ekkert samstarf, líkt og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Áhugaverður síðasti þingvetur kjörtímabilsins sé fram undan. 12. ágúst 2024 12:15