Þetta reddast eða hvað? Marinó G. Njálsson skrifar 15. ágúst 2024 23:30 Frasinn í yfirskrift greinarinnar er ákaflega mikið notaður, meðvitað og ómeðvitað, í íslensku þjóðfélagi og hafa nokkrar greinar birst með sömu eða svipaðri yfirskrift síðustu vikur og mánuði. Ekki er hlustað á varnaðarorð eða ábendingar, vegna þess að þetta kemur ekki frá réttum aðila, telst vera óþarf kvabb, fyrir hendi er skortur á framsýni og víðsýni eða að einhver annar á að borga. Þegar kemur að ógnum og áhættum í umhverfinu, þá hefur mikið verið gert undanfarna áratugi.Snjóflóðavarnir eru loksins fyrir hendi á mörgum stöðum og hafa án vafa bjargað mannslífum. Það var hins vegar ekki fyrr en fjölmargir létust í mjög mannskæðum snjóflóðum á Vestfjörðum. Rúmlega tveimur áratugum fyrr höfðu mannskæð snjóflóð fallið á Neskaupstað, en þau urðu ekki til þess að gripið yrði til aðgerða. Margt hefur breyst frá því þessi snjóflóð féllu, en hve mörg sveitarfélög, þéttbýlisstaðir, mikilvægar stofnanir eða mikilvægir innviðir hafa framkvæmt hjá sér áhættumat til að greina hvað gæti farið úrskeiðis og skilja áfallaþol sitt? Slík vinna fór af stað fyrir nokkrum árum, en miðað við það sem ég hef hlerað, þá vantar mikið upp á að verkinu sé lokið. Í á annan áratug, hef ég dundað mér við að skoða ógnir og áhættur á Íslandi. Bæði af þráhyggju og einskærum áhuga. Byggt á því mat ég t.d. vissa hættu á, að hraun gæti runnið yfir heitavatnslögn milli Svartsengis og Njarðvíkur kæmi til eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni. Birti ég þá aðvörun í grein haustið 2020, þ.e. tæplega þremur og hálfu ári áður en hraunstraumur tók lögnina í sundur, en haustið 2020 leit jafnvel út fyrir að eldgos myndi hefjast þar. Engum ber svo sem skylda til að lesa mín skrif og því virtist þessi aðvörun hafa farið fyrir ofan garð og neðan. Þekking mín á svæðinu byggir hins vegar á áhættumati sem ég gerði fyrir um 20 árum vegna Schengen-upplýsingakerfisins. Þetta dundur mitt hefur skilað sér í nokkuð stóru skjali, þar sem ég hef reynt að meta helstu ógnir og áhættuþætti hjá öllum sveitarfélögum landsins. Skipti ég hverju sveitarfélagi upp í þéttbýliskjarna (geta verið margir innan hvers), dreifbýli og þar sem við á óbyggðir, eitthvað um 130 svæði. Hef ég auk þess skilgreint vel yfir 100 ógnir eða áhættuþætti og loks reynt að meta á skalanum 0 til 5 áhrif sem það hefði á hvert svæði fyrir sig, raungerðust þessar ógnir eða áhættuþættir. Ég þekki hvert svæði misjafnlega vel, eða eigum við frekar að segja, misjafnlega illa, en svo vill til að ég hef unnið einfalt áhættumat fyrir nánast alla grunnskóla og leikskóla á landinu í tengslum við persónuvernd og það er með ólíkindum hve mikið af ógnum og áhættuþáttum sem tengdust því, eiga við sveitarfélögin almennt. En að fyrirsögninni.Það getur vel verið að hlutirnir reddist, en þegar kemur að lífi, limum, velferð og lífsgæðum íbúanna, þá er það ekki nóg. Vegalengd sem íbúar þurfa að ferðast til að komast í lyfjabúð, heilsugæslu eða sjúkrahús skiptir máli. Það getur verið að þetta gangi allt upp yfir sumartímann, en getur verið lífshættulegt yfir vetrartímann. Hvernig bregst sveitarfélag við, ef loka þarf leikskóla eða grunnskóla til lengri tíma?Er húsnæðisskortur að hamla framþróun atvinnulífsins og hefur það verið metið? Hve háð eru sveitarfélögin grunninnviðum? Hver er staða þeirra? Hvert er lengsta þolanlega þjónusturof mikilvægra innviða áður en neyðarástand skapast? Hafi einhverjir sveitastjórnarmenn áhuga á þessum vangaveltum mínum, þá er ég til í að eiga við þá samtal. Höfundur er sérfræðingur í áhættustjórnun, öryggisstjórnun og persónuvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos og jarðhræringar Snjóflóð á Íslandi Marinó G. Njálsson Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Frasinn í yfirskrift greinarinnar er ákaflega mikið notaður, meðvitað og ómeðvitað, í íslensku þjóðfélagi og hafa nokkrar greinar birst með sömu eða svipaðri yfirskrift síðustu vikur og mánuði. Ekki er hlustað á varnaðarorð eða ábendingar, vegna þess að þetta kemur ekki frá réttum aðila, telst vera óþarf kvabb, fyrir hendi er skortur á framsýni og víðsýni eða að einhver annar á að borga. Þegar kemur að ógnum og áhættum í umhverfinu, þá hefur mikið verið gert undanfarna áratugi.Snjóflóðavarnir eru loksins fyrir hendi á mörgum stöðum og hafa án vafa bjargað mannslífum. Það var hins vegar ekki fyrr en fjölmargir létust í mjög mannskæðum snjóflóðum á Vestfjörðum. Rúmlega tveimur áratugum fyrr höfðu mannskæð snjóflóð fallið á Neskaupstað, en þau urðu ekki til þess að gripið yrði til aðgerða. Margt hefur breyst frá því þessi snjóflóð féllu, en hve mörg sveitarfélög, þéttbýlisstaðir, mikilvægar stofnanir eða mikilvægir innviðir hafa framkvæmt hjá sér áhættumat til að greina hvað gæti farið úrskeiðis og skilja áfallaþol sitt? Slík vinna fór af stað fyrir nokkrum árum, en miðað við það sem ég hef hlerað, þá vantar mikið upp á að verkinu sé lokið. Í á annan áratug, hef ég dundað mér við að skoða ógnir og áhættur á Íslandi. Bæði af þráhyggju og einskærum áhuga. Byggt á því mat ég t.d. vissa hættu á, að hraun gæti runnið yfir heitavatnslögn milli Svartsengis og Njarðvíkur kæmi til eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni. Birti ég þá aðvörun í grein haustið 2020, þ.e. tæplega þremur og hálfu ári áður en hraunstraumur tók lögnina í sundur, en haustið 2020 leit jafnvel út fyrir að eldgos myndi hefjast þar. Engum ber svo sem skylda til að lesa mín skrif og því virtist þessi aðvörun hafa farið fyrir ofan garð og neðan. Þekking mín á svæðinu byggir hins vegar á áhættumati sem ég gerði fyrir um 20 árum vegna Schengen-upplýsingakerfisins. Þetta dundur mitt hefur skilað sér í nokkuð stóru skjali, þar sem ég hef reynt að meta helstu ógnir og áhættuþætti hjá öllum sveitarfélögum landsins. Skipti ég hverju sveitarfélagi upp í þéttbýliskjarna (geta verið margir innan hvers), dreifbýli og þar sem við á óbyggðir, eitthvað um 130 svæði. Hef ég auk þess skilgreint vel yfir 100 ógnir eða áhættuþætti og loks reynt að meta á skalanum 0 til 5 áhrif sem það hefði á hvert svæði fyrir sig, raungerðust þessar ógnir eða áhættuþættir. Ég þekki hvert svæði misjafnlega vel, eða eigum við frekar að segja, misjafnlega illa, en svo vill til að ég hef unnið einfalt áhættumat fyrir nánast alla grunnskóla og leikskóla á landinu í tengslum við persónuvernd og það er með ólíkindum hve mikið af ógnum og áhættuþáttum sem tengdust því, eiga við sveitarfélögin almennt. En að fyrirsögninni.Það getur vel verið að hlutirnir reddist, en þegar kemur að lífi, limum, velferð og lífsgæðum íbúanna, þá er það ekki nóg. Vegalengd sem íbúar þurfa að ferðast til að komast í lyfjabúð, heilsugæslu eða sjúkrahús skiptir máli. Það getur verið að þetta gangi allt upp yfir sumartímann, en getur verið lífshættulegt yfir vetrartímann. Hvernig bregst sveitarfélag við, ef loka þarf leikskóla eða grunnskóla til lengri tíma?Er húsnæðisskortur að hamla framþróun atvinnulífsins og hefur það verið metið? Hve háð eru sveitarfélögin grunninnviðum? Hver er staða þeirra? Hvert er lengsta þolanlega þjónusturof mikilvægra innviða áður en neyðarástand skapast? Hafi einhverjir sveitastjórnarmenn áhuga á þessum vangaveltum mínum, þá er ég til í að eiga við þá samtal. Höfundur er sérfræðingur í áhættustjórnun, öryggisstjórnun og persónuvernd.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun