Fótbolti

Sjáðu mörkin sem komu Víkingi á­fram og hvernig Aron slasaðist

Sindri Sverrisson skrifar
Aron Elís Þrándarson fékk spark í andlitið þegar hann skoraði hið mikilvæga fyrsta mark leiksins í Tallinn í dag, en var vitaskuld ánægður með hvernig fór.
Aron Elís Þrándarson fékk spark í andlitið þegar hann skoraði hið mikilvæga fyrsta mark leiksins í Tallinn í dag, en var vitaskuld ánægður með hvernig fór. @vikingurfc

Aðra umferðina í röð unnu Víkingar útisigur í dag og tryggðu sér þar með áfram í umspil Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta, með því að vinna Flora í Eistlandi 2-1. Mörkin úr leiknum má nú sjá á Vísi.

Aron Elís Þrándarson skoraði fyrra mark Víkinga en fékk um leið slæmt högg á höfuðið. Hann hélt þó áfram leik en var svo borinn af velli eftir um hálftíma leik.

Skömmu síðar kom seinna mark Víkinga, eftir stórkostlegan undirbúning Valdimars Þórs Ingimundarsonar sem vann boltann og sendi hann á endanum út á Nikolaj Hansen sem skoraði.

Heimamenn minnkuð muninn á 52. mínútu með marki Markus Soomets en það voru Víkingar sem fögnuðu vel í leikslok eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Mörk Flora og Víkings í Eistlandi

Víkingar eru í dauðafæri á að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar því nú er eina hindrun þeirra lið Santa Coloma frá Andorra, sem tapaði 9-0 gegn liði frá Lettlandi í undankeppni Evrópudeildarinnar. Umspilseinvígið hefst í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×