„Eldri, reyndari og vonandi aðeins þroskaðri“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. ágúst 2024 08:00 Már Gunnarsson synti í Tókýó og er nú á leið til Parísar. Instagram/@margunnarsson Sundkappinn Már Gunnarsson er á leið á Ólympíumót fatlaðra í annað sinn. Hann er með skýr markmið og þá heillar einnig að vera á leið til Parísar í fyrsta sinn. Már tók þátt á Ólympíumótinu í Tókýó fyrir þremur árum síðan, sem var hans fyrsta. En hvað hefur breyst frá því fyrir þremur árum? „Ég er orðinn eldri, reyndari og vonandi aðeins þroskaðri,“ segir Már og hlær. Ég er í betra líkamlegu formi. Ég tók mér smá hlé frá sundinu eftir fyrri Ólympíuleika þar sem ég var algjörlega kominn með nóg af þessu,“ segir Már í Sportpakkanum á Stöð 2. Pásan var honum nauðsynleg þar sem hann hafði í nægu að snúast. „Ég var að fara á milli grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla á Íslandi að halda fyrirlestra og var svo að taka þátt í Eurovision. Þannig að það var nóg annað að gera. Ég var bara duglegur í ræktinni á meðan að byggja upp vöðvamassa. En síðan þegar ég flyt út til Bretlands í háskóla þá tók ég ákvörðun að þetta væri núna eða aldrei,“ segir Már sem hefur æft í skóla sínum á Englandi samhliða námi síðustu misseri. Þarf að eiga frábæran dag til að berjast á toppnum Markmið Más fyrir komandi mót eru þá skýr. „Markmiðin eru að vera besta útgáfan af mér, sem ég get verið. Ég vil bæta minn persónulega tíma. Hversu mikið er ég ekki viss um. Draumurinn væri að bæta mig um tvær sekúndur. En ef ég verð alveg hrikalega heppinn og þetta verður geggjaður dagur, ef mér tekst að bæta mig um 2-3 sekúndur, þá er ég að berjast þarna um toppsætin,“ segir Már. París heillar Það er þá ekki bara íþróttaveislan sjálf sem heillar heldur hlakkar Már til að heimsækja Parísarborg í fyrsta sinn. „Ég er bara þakklátur fyrir að fá annað tækifæri til að stíga á þetta stærsta svið afreksíþrótta. Ég hef aldrei komið til Parísar þannig að ég er mjög spenntur fyrir því,“ „Borg rómantíkurinnar og ástarinnar, er það ekki alltaf sagt? Það verður gaman hjá mér,“ segir Már og hlær. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Már tók þátt á Ólympíumótinu í Tókýó fyrir þremur árum síðan, sem var hans fyrsta. En hvað hefur breyst frá því fyrir þremur árum? „Ég er orðinn eldri, reyndari og vonandi aðeins þroskaðri,“ segir Már og hlær. Ég er í betra líkamlegu formi. Ég tók mér smá hlé frá sundinu eftir fyrri Ólympíuleika þar sem ég var algjörlega kominn með nóg af þessu,“ segir Már í Sportpakkanum á Stöð 2. Pásan var honum nauðsynleg þar sem hann hafði í nægu að snúast. „Ég var að fara á milli grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla á Íslandi að halda fyrirlestra og var svo að taka þátt í Eurovision. Þannig að það var nóg annað að gera. Ég var bara duglegur í ræktinni á meðan að byggja upp vöðvamassa. En síðan þegar ég flyt út til Bretlands í háskóla þá tók ég ákvörðun að þetta væri núna eða aldrei,“ segir Már sem hefur æft í skóla sínum á Englandi samhliða námi síðustu misseri. Þarf að eiga frábæran dag til að berjast á toppnum Markmið Más fyrir komandi mót eru þá skýr. „Markmiðin eru að vera besta útgáfan af mér, sem ég get verið. Ég vil bæta minn persónulega tíma. Hversu mikið er ég ekki viss um. Draumurinn væri að bæta mig um tvær sekúndur. En ef ég verð alveg hrikalega heppinn og þetta verður geggjaður dagur, ef mér tekst að bæta mig um 2-3 sekúndur, þá er ég að berjast þarna um toppsætin,“ segir Már. París heillar Það er þá ekki bara íþróttaveislan sjálf sem heillar heldur hlakkar Már til að heimsækja Parísarborg í fyrsta sinn. „Ég er bara þakklátur fyrir að fá annað tækifæri til að stíga á þetta stærsta svið afreksíþrótta. Ég hef aldrei komið til Parísar þannig að ég er mjög spenntur fyrir því,“ „Borg rómantíkurinnar og ástarinnar, er það ekki alltaf sagt? Það verður gaman hjá mér,“ segir Már og hlær. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira