Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 14:01 Gæsluvarðhald yfir umhverfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt fram í september. Vísir Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. Hann var handtekinn við höfnina í Nuuk í síðasta mánuði í tengslum við alþjóðlega handtökuskipun sem gefin var út árið 2012 af Interpol vegna aðildar hans að árás á japanskan hvalveiðibát árið 2012. Grænlenska ríkisútvarpið hefur eftir lögreglunni þar í landi að framlengingin sé til að tryggja það að hann yfirgefi ekki landið þar til dönsk yfirvöld hafa tekið ákvörðun um hvort hann skuli framselja til Japans. Segir málið pólitískt Samkvæmt fréttaflutningi miðilsins Sermitsiaq kom það fram í dómsal í dag að Paul Watson hefði áður verið handtekinn í Þýskalandi og flúið land í kjölfar þess að hann var látinn laus úr gæsluvarðhaldi til að forðast mögulegt framsal. Þar kemur jafnframt fram að verjandi Watsons, hann Jonas Christoffersen, haldi því fram að málið sé pólitísks eðlis. „Eðli málsins er pólitískt og Japan er að misnota Grænland til að halda Watson bak við lás og slá,“ er haft eftir honum. „Ég er algjörlega saklaus. Japan vill hefna sín,“ er haft eftir Watson sjálfum. Kærir gæsluvarðhaldið til landsréttar Paul Watson hefur kært framlenginguna á gæsluvarðhaldi til landsréttar Grænlands. Hann var að sögn grænlenska ríkisútvarpsins á leið sinni til Kyrrahafsins eftir norðvesturleiðinni og kom við í Nuuk til að fylla á eldsneytisbirgðir sínar. Hvalir Umhverfismál Tengdar fréttir Hvalavinurinn stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist í Japan. Hann var handtekinn við höfnina í Nuuk fyrr í mánuðinum en hann hefur vakið athygli hér á landi fyrir að hafa meðal annars sökkt tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. á níunda áratugnum. 31. júlí 2024 14:07 Umhverfisaðgerðarsinni og Íslandsóvinur handtekinn á Grænlandi Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd var í morgun handtekinn í höfninni í Nuuk á Grænlandi en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefið út á hendur honum vegna aðgerða hans í þágu umhverfisverndar. 21. júlí 2024 15:37 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Hann var handtekinn við höfnina í Nuuk í síðasta mánuði í tengslum við alþjóðlega handtökuskipun sem gefin var út árið 2012 af Interpol vegna aðildar hans að árás á japanskan hvalveiðibát árið 2012. Grænlenska ríkisútvarpið hefur eftir lögreglunni þar í landi að framlengingin sé til að tryggja það að hann yfirgefi ekki landið þar til dönsk yfirvöld hafa tekið ákvörðun um hvort hann skuli framselja til Japans. Segir málið pólitískt Samkvæmt fréttaflutningi miðilsins Sermitsiaq kom það fram í dómsal í dag að Paul Watson hefði áður verið handtekinn í Þýskalandi og flúið land í kjölfar þess að hann var látinn laus úr gæsluvarðhaldi til að forðast mögulegt framsal. Þar kemur jafnframt fram að verjandi Watsons, hann Jonas Christoffersen, haldi því fram að málið sé pólitísks eðlis. „Eðli málsins er pólitískt og Japan er að misnota Grænland til að halda Watson bak við lás og slá,“ er haft eftir honum. „Ég er algjörlega saklaus. Japan vill hefna sín,“ er haft eftir Watson sjálfum. Kærir gæsluvarðhaldið til landsréttar Paul Watson hefur kært framlenginguna á gæsluvarðhaldi til landsréttar Grænlands. Hann var að sögn grænlenska ríkisútvarpsins á leið sinni til Kyrrahafsins eftir norðvesturleiðinni og kom við í Nuuk til að fylla á eldsneytisbirgðir sínar.
Hvalir Umhverfismál Tengdar fréttir Hvalavinurinn stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist í Japan. Hann var handtekinn við höfnina í Nuuk fyrr í mánuðinum en hann hefur vakið athygli hér á landi fyrir að hafa meðal annars sökkt tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. á níunda áratugnum. 31. júlí 2024 14:07 Umhverfisaðgerðarsinni og Íslandsóvinur handtekinn á Grænlandi Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd var í morgun handtekinn í höfninni í Nuuk á Grænlandi en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefið út á hendur honum vegna aðgerða hans í þágu umhverfisverndar. 21. júlí 2024 15:37 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Hvalavinurinn stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist í Japan. Hann var handtekinn við höfnina í Nuuk fyrr í mánuðinum en hann hefur vakið athygli hér á landi fyrir að hafa meðal annars sökkt tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. á níunda áratugnum. 31. júlí 2024 14:07
Umhverfisaðgerðarsinni og Íslandsóvinur handtekinn á Grænlandi Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd var í morgun handtekinn í höfninni í Nuuk á Grænlandi en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefið út á hendur honum vegna aðgerða hans í þágu umhverfisverndar. 21. júlí 2024 15:37