Lífið

Ung­frú Ís­land: Svona svöruðu stúlkurnar lokaspurningunni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Efstu fimm stúlkurnar urðu að svara einni spurningu að lokum.
Efstu fimm stúlkurnar urðu að svara einni spurningu að lokum.

Ábyrgð áhrifavalda, einelti á netinu og andleg líðan eftir heimsfaraldur er meðal þess sem efstu fimm dömurnar í Ungfrú Ísland voru spurðar út í í lokaspurningunni í keppninni sem fram fór í Gamla bíó í gærkvöldi.

Eins og fram hefur komið var Sóldís Vala Ívarsdóttir krýnd Ungfrú Ísland 2024 í gær. Hún mun því keppa fyrir hönd Íslands í Miss Universe sem fram fer í Mexíkó síðar á árinu. Sóldís fékk spurningu um notkun áhrifavalda á filterum og myndbreytingaforritum.

Dómararnir horfðu í það hversu vel stúlkurnar koma fyrir sig orði. Stúlkurnar drógu eina spurningu og svöruðu eins vel og þær gátu.

Svona voru spurningarnar:

Mikið hefur verið rætt um ábyrgð áhrifavalda og þær óraunhæfu kröfur sem fylgja glansmynd samfélagsmiðla. Hvað finnst þér um notkun áhrifavalda á filterum og myndbreytingaforritum og finnst þér að þeir ættu að vera skyldugir til að taka fram ef slíkt er notað?

Rannsóknir hafa sýnt fram á að allt að 75 prósent barna á skólaaldri hafa verið þolendur neteineltis. Hvað geta foreldrar gert til að tryggja öryggi barna sinna á internetinu?

Hvað finnst þér að Ungfrú Ísland eigi að afreka yfir árið sitt og hvernig ætlar þú að gera það ef þú vinnur titilinn hér í ár?

Hver er að þínu mati sterkasta kvenfyrirmynd íslenskra kvenna og hvers vegna eru slíkar fyrirmyndir mikilvægar?

Andleg líðan ungmenna versnaði mikið í kórónuveirufaraldrinum og þunglyndiseinkenni jukust frá því sem áður var. Hvernig er hægt að sporna gegn þeirri þróun?


Tengdar fréttir

Sóldís Vala er Ungfrú Ísland

Sóldís Vala Ívarsdóttir var í kvöld krýnd Ungfrú Ísland 2024 og mun keppa fyrir hönd Íslands í Miss Universe sem fram fer í Mexíkó síðar á árinu. Sóldís Vala er átján ára gömul og var fulltrúi Árbæjar í keppninni í ár sem fram fór í Gamla bíói.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.