Þrefaldur meistari stefnir á atvinnumennsku: „Langar að fara á LPGA í Bandaríkjunum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. ágúst 2024 09:31 vísir / ívar Hulda Clara Gestsdóttir átti sannkallað draumasumar. Bráðlega heldur hún út á síðasta árið í háskóla, eftir það er stefnan sett á atvinnumennsku. Fór á fyrsta golfnámskeiðið fimm ára Við hittum Huldu þar sem ferill hennar hófst þegar hún var aðeins fimm ára gömul, á velli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Hún hefur verið þar við æfingar á sumrin en eytt síðustu þremur vetrum í háskóla í Denver. Þetta sumar hefur verið Huldu alveg einstaklega gott. Hún varð Íslandsmeistari, vann Hvaleyrarbikarinn og tryggði sér um leið stigameistaratitil Golfsambandsins. „Þetta er bara búið að vera alveg ógeðslega gaman, öllum markmiðum náð. Mjög skemmtilegt þegar maður nær því og markmiðið er auðvitað alltaf að verða Íslandsmeistari á hverju sumri, það var toppurinn á sumrinu.“ Íslandsmeistari, einn af þremur titlum Huldu. Fletta má til að sjá fleiri myndir. golfsamband ÍslandsHvaleyrarbikarinn í höfn. golfsamband Íslandsog stigameistaratitill Golfsambandsins. golfsamband Íslands Síðasta skólaárið Að næsta skólaári loknu verður Hulda útskrifuð úr viðskiptagreiningu. Hún segir síðustu þrjá ár í háskólanum í Denver hafa gert sér gríðarlega gott. „Þetta er eiginlega bara nauðsynlegt finnst mér. Sérstaklega þegar tímabilið er svona stutt á Íslandi, bara fjórir mánuðir eða svo sem við getum spilað hérna úti. Það eru mikil gæði að geta spilað alveg tíu mánuði í staðinn fyrir þessa fjóra.“ View this post on Instagram A post shared by The Summit League (@thesummitleague) LPGA er draumurinn Stefnan eftir útskrift er sett á atvinnumennsku og hún ætlar að skrá sig til leiks í úrtökumóti, eða svokölluðum Qualifying School. „Mig langar að fara á LPGA [mótaröðina] í Bandaríkjunum, þannig að ég ætla að byrja á því að fara í Q School. Sjá hvort ég komist inn eða ekki. Ef ekki, þá reyni ég við Evróputúrinn, svo reyni ég aftur á næsta ári við Bandaríkin.“ Að lokum sýndi Hulda svo meistarasveifluna sem skilaði titlunum þremur í sumar. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan. Golf Íslandsmótið í golfi Golfvellir Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Sjá meira
Fór á fyrsta golfnámskeiðið fimm ára Við hittum Huldu þar sem ferill hennar hófst þegar hún var aðeins fimm ára gömul, á velli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Hún hefur verið þar við æfingar á sumrin en eytt síðustu þremur vetrum í háskóla í Denver. Þetta sumar hefur verið Huldu alveg einstaklega gott. Hún varð Íslandsmeistari, vann Hvaleyrarbikarinn og tryggði sér um leið stigameistaratitil Golfsambandsins. „Þetta er bara búið að vera alveg ógeðslega gaman, öllum markmiðum náð. Mjög skemmtilegt þegar maður nær því og markmiðið er auðvitað alltaf að verða Íslandsmeistari á hverju sumri, það var toppurinn á sumrinu.“ Íslandsmeistari, einn af þremur titlum Huldu. Fletta má til að sjá fleiri myndir. golfsamband ÍslandsHvaleyrarbikarinn í höfn. golfsamband Íslandsog stigameistaratitill Golfsambandsins. golfsamband Íslands Síðasta skólaárið Að næsta skólaári loknu verður Hulda útskrifuð úr viðskiptagreiningu. Hún segir síðustu þrjá ár í háskólanum í Denver hafa gert sér gríðarlega gott. „Þetta er eiginlega bara nauðsynlegt finnst mér. Sérstaklega þegar tímabilið er svona stutt á Íslandi, bara fjórir mánuðir eða svo sem við getum spilað hérna úti. Það eru mikil gæði að geta spilað alveg tíu mánuði í staðinn fyrir þessa fjóra.“ View this post on Instagram A post shared by The Summit League (@thesummitleague) LPGA er draumurinn Stefnan eftir útskrift er sett á atvinnumennsku og hún ætlar að skrá sig til leiks í úrtökumóti, eða svokölluðum Qualifying School. „Mig langar að fara á LPGA [mótaröðina] í Bandaríkjunum, þannig að ég ætla að byrja á því að fara í Q School. Sjá hvort ég komist inn eða ekki. Ef ekki, þá reyni ég við Evróputúrinn, svo reyni ég aftur á næsta ári við Bandaríkin.“ Að lokum sýndi Hulda svo meistarasveifluna sem skilaði titlunum þremur í sumar. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan.
Golf Íslandsmótið í golfi Golfvellir Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Sjá meira