„Flestum í Noregi er illa við EES“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2024 08:01 „Flestum í Noregi er illa við Evrópska efnahagssvæðið,“ sagði Fredrik Sejersted, lagaprófessor við Oslóarháskóla, á fundi í Norræna húsinu í september 2009 en hann hafði þá farið fyrir nefnd sem vann skýrslu fyrir norsk stjórnvöld um reynslu Norðmanna af samningnum. Á þeim fimmtán árum sem liðin eru síðan liggur fyrir að óánægja með EES-samninginn hefur farið vaxandi í Noregi miðað við skoðanakannanir. Til að mynda telur þannig afgerandi meirihluti Norðmanna að Evrópusambandið hafi of mikil völd yfir norskum málum í gegnum aðild Noregs að EES-samningnum samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio gerði fyrir norsku samtökin Nei til EU fyrr á þessu ári eða 57% á móti 27%. Sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu með eða á móti í könnuninni telja tæplega 68% völd sambandsins of mikil. Fjallað var um könnunina í norska dagblaðinu Nationen og kom þar enn fremur fram að meirihluti bæði kvenna og karla teldu Evrópusambandið hafa of mikil völd í Noregi í gegnum EES-samninginn. Hið sama ætti við um alla aldursflokka og landshluta. Þá væri meirihluti stuðningsmanna allra norskra stjórnmálaflokka sömu skoðunar fyrir utan Umhverfisflokkinn sem hefur einungis þrjár þingmenn á norska þinginu af 169. Vilja frekar fríverzlunarsamning Fleiri voru hlynntir því en andvígir að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning við Evrópusambandið í annarri skoðanakönnun Sentio fyrr á árinu. Fleiri kannanir hafa skilað sömu niðurstöðu undanfarin ár. Kannanir hafa einnig sýnt mun fleiri hlynnta þjóðaratkvæði um aðildina að samningnum en andvíga. Þá hafa allar kannanir frá 2005 sýnt meirihluta andvígan inngöngu í sambandið. Hins vegar hafa kannanir þar sem einungis hefur verið spurt um afstöðu til EES-samningsins sýnt fleiri hlynnta áframhaldandi aðild að honum en andvíga þó stuðningur við samninginn hafi farið minnkandi í þeim. Eina rökrétta skýringin á þessum mismun er sú að umræðan í Noregi hefur lengi gengið út á það að aðeins séu tveir kostir í boði, áframhaldandi aðild að EES-samningnum eða innganga í Evrópusambandið. Fyrir vikið er líklegt að margir líti svo á að stuðningur við EES-samninginn jafngildi andstöðu við inngöngu í Evrópusambandið. Þegar hins vegar er boðið upp á annan valkost sem ljóst er að gengur alls ekki út á inngöngu í sambandið, fríverzlunarsamning, er fólki væntanlega ljóst að óhætt sé að tjá andstöðu sína við EES-samninginn án þess að hægt sé að túlka það sem stuðning við það að gengið verði í Evrópusambandið. Höfum þegar látið á það reyna Hið sama á að öllum líkindum við hér á landi og í Noregi enda hefur umræðan hér lengi verið á sömu nótum. Það er að valið standi aðeins á milli inngöngu í Evrópusambandið eða áframhaldandi aðildar að EES-samningnum. Víðtækir fríverzlunarsamningar, sú leið sem allajafna er farin í dag þegar samið er um milliríkjaviðskipti, voru ekki komnir til sögunnar þegar samið var um EES-samninginn fyrir rúmum 30 árum síðan. Við Íslendingar höfum þegar látið á það reyna að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Það er í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands Íslands á eftir Bandaríkjunum, án þess að neitt færi á hliðina í samskiptum landanna og án þess að þurfa að framselja vald yfir íslenzkum málum í vaxandi mæli í gegnum upptöku á sífellt meira íþyngjandi regluverki líkt og í tilfelli EES-samningsins. Við erum þannig í meginatriðum í sömu stöðu og Norðmenn hvað EES-samninginn varðar í þessum efnum. Tímabært er að skipta honum úr fyrir víðtækan fríverzlunarsamning líkt og flest ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag. Ekki sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu hagsmuni og þar með talið Evrópusambandið. Þá annað hvort alfarið á eigin forsendum eða í samfloti með hinum EFTA-ríkjunum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
„Flestum í Noregi er illa við Evrópska efnahagssvæðið,“ sagði Fredrik Sejersted, lagaprófessor við Oslóarháskóla, á fundi í Norræna húsinu í september 2009 en hann hafði þá farið fyrir nefnd sem vann skýrslu fyrir norsk stjórnvöld um reynslu Norðmanna af samningnum. Á þeim fimmtán árum sem liðin eru síðan liggur fyrir að óánægja með EES-samninginn hefur farið vaxandi í Noregi miðað við skoðanakannanir. Til að mynda telur þannig afgerandi meirihluti Norðmanna að Evrópusambandið hafi of mikil völd yfir norskum málum í gegnum aðild Noregs að EES-samningnum samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio gerði fyrir norsku samtökin Nei til EU fyrr á þessu ári eða 57% á móti 27%. Sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu með eða á móti í könnuninni telja tæplega 68% völd sambandsins of mikil. Fjallað var um könnunina í norska dagblaðinu Nationen og kom þar enn fremur fram að meirihluti bæði kvenna og karla teldu Evrópusambandið hafa of mikil völd í Noregi í gegnum EES-samninginn. Hið sama ætti við um alla aldursflokka og landshluta. Þá væri meirihluti stuðningsmanna allra norskra stjórnmálaflokka sömu skoðunar fyrir utan Umhverfisflokkinn sem hefur einungis þrjár þingmenn á norska þinginu af 169. Vilja frekar fríverzlunarsamning Fleiri voru hlynntir því en andvígir að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning við Evrópusambandið í annarri skoðanakönnun Sentio fyrr á árinu. Fleiri kannanir hafa skilað sömu niðurstöðu undanfarin ár. Kannanir hafa einnig sýnt mun fleiri hlynnta þjóðaratkvæði um aðildina að samningnum en andvíga. Þá hafa allar kannanir frá 2005 sýnt meirihluta andvígan inngöngu í sambandið. Hins vegar hafa kannanir þar sem einungis hefur verið spurt um afstöðu til EES-samningsins sýnt fleiri hlynnta áframhaldandi aðild að honum en andvíga þó stuðningur við samninginn hafi farið minnkandi í þeim. Eina rökrétta skýringin á þessum mismun er sú að umræðan í Noregi hefur lengi gengið út á það að aðeins séu tveir kostir í boði, áframhaldandi aðild að EES-samningnum eða innganga í Evrópusambandið. Fyrir vikið er líklegt að margir líti svo á að stuðningur við EES-samninginn jafngildi andstöðu við inngöngu í Evrópusambandið. Þegar hins vegar er boðið upp á annan valkost sem ljóst er að gengur alls ekki út á inngöngu í sambandið, fríverzlunarsamning, er fólki væntanlega ljóst að óhætt sé að tjá andstöðu sína við EES-samninginn án þess að hægt sé að túlka það sem stuðning við það að gengið verði í Evrópusambandið. Höfum þegar látið á það reyna Hið sama á að öllum líkindum við hér á landi og í Noregi enda hefur umræðan hér lengi verið á sömu nótum. Það er að valið standi aðeins á milli inngöngu í Evrópusambandið eða áframhaldandi aðildar að EES-samningnum. Víðtækir fríverzlunarsamningar, sú leið sem allajafna er farin í dag þegar samið er um milliríkjaviðskipti, voru ekki komnir til sögunnar þegar samið var um EES-samninginn fyrir rúmum 30 árum síðan. Við Íslendingar höfum þegar látið á það reyna að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Það er í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands Íslands á eftir Bandaríkjunum, án þess að neitt færi á hliðina í samskiptum landanna og án þess að þurfa að framselja vald yfir íslenzkum málum í vaxandi mæli í gegnum upptöku á sífellt meira íþyngjandi regluverki líkt og í tilfelli EES-samningsins. Við erum þannig í meginatriðum í sömu stöðu og Norðmenn hvað EES-samninginn varðar í þessum efnum. Tímabært er að skipta honum úr fyrir víðtækan fríverzlunarsamning líkt og flest ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag. Ekki sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu hagsmuni og þar með talið Evrópusambandið. Þá annað hvort alfarið á eigin forsendum eða í samfloti með hinum EFTA-ríkjunum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun