Kálhaus féll ekki í kramið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. ágúst 2024 16:13 „Við berum ekki ábyrgð á þessu,“ segja karlarnir við Truss sem var ekki sátt við gjörninginn. Liz Truss fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands var ekki skemmt og gekk af sviðinu þegar mótmælendur birtu mynd af kálböggli og skilaboð um slælega efnahagsstjórn hennar þá stuttu tíð sem hún var forsætisráðherra. Atvikið má sjá í myndbandi hér að neðan en í umfjöllun Sky kemur fram að Truss hafi þarna verið að halda viðburð vegna bókaútgáfu sinnar. Truss gaf á þessu ári út bókina Tíu ár til að bjarga vestrinu (e. Ten years to save the west) þar sem hún fer yfir eigin hugmyndir um íhaldsstefnu í stjórnmálum. Hún tapaði sæti sínu á breska þinginu í þingkosningum í Bretlandi í júlí. Truss var í miðju kafi við að útskýra hvers vegna hún héldi að Donald Trump myndi bera sigur úr býtum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember þegar flennistór kálhaus var varpað upp á plakati sem birtist skyndilega fyrir aftan hana. Þar stóð jafnframt: „Ég eyðilagði efnahaginn.“ Um er að ræða vísun til þess þegar Liz Truss sagði af sér störfum sem forsætisráðherra eftir einungis 49 daga í starfi árið 2022. Þá birti fjölmiðillinn Daily Star beina útsendingu á vef sínum af kálhausi og spurt var hvor myndi endast lengur, kálhausinn eða Liz Truss? 49 dögum síðar var kálhausinn lýstur sigurvegari í þeirri rimmu. Efnahagsstefna Truss snerist um miklar skattalækkanir en stefnan var talin bera mikið skipbrot, bakaði ráðherranum miklar óvinsældir og varð til þess að hún sagði embætti sínu lausu. Truss tók ekki eftir kálhausnum fyrr en eftir stutta stund þegar salurinn fór að hlæja. Henni var ekki skemmt og hafði þetta um málið að segja áður en hún gekk af sviðinu í fússi: „Þetta er ekki fyndið.“ Aðgerðarhópurinn Led By Donkeys stóð fyrir uppátækinu. Hópurinn var stofnaður 2018 af andstæðingum Brexit, en hópurinn hefur neitað að samþykkja niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016 þar sem Bretar samþykktu með litlum meirihluta að ganga úr Evrópusambandinu. Bretland Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Atvikið má sjá í myndbandi hér að neðan en í umfjöllun Sky kemur fram að Truss hafi þarna verið að halda viðburð vegna bókaútgáfu sinnar. Truss gaf á þessu ári út bókina Tíu ár til að bjarga vestrinu (e. Ten years to save the west) þar sem hún fer yfir eigin hugmyndir um íhaldsstefnu í stjórnmálum. Hún tapaði sæti sínu á breska þinginu í þingkosningum í Bretlandi í júlí. Truss var í miðju kafi við að útskýra hvers vegna hún héldi að Donald Trump myndi bera sigur úr býtum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember þegar flennistór kálhaus var varpað upp á plakati sem birtist skyndilega fyrir aftan hana. Þar stóð jafnframt: „Ég eyðilagði efnahaginn.“ Um er að ræða vísun til þess þegar Liz Truss sagði af sér störfum sem forsætisráðherra eftir einungis 49 daga í starfi árið 2022. Þá birti fjölmiðillinn Daily Star beina útsendingu á vef sínum af kálhausi og spurt var hvor myndi endast lengur, kálhausinn eða Liz Truss? 49 dögum síðar var kálhausinn lýstur sigurvegari í þeirri rimmu. Efnahagsstefna Truss snerist um miklar skattalækkanir en stefnan var talin bera mikið skipbrot, bakaði ráðherranum miklar óvinsældir og varð til þess að hún sagði embætti sínu lausu. Truss tók ekki eftir kálhausnum fyrr en eftir stutta stund þegar salurinn fór að hlæja. Henni var ekki skemmt og hafði þetta um málið að segja áður en hún gekk af sviðinu í fússi: „Þetta er ekki fyndið.“ Aðgerðarhópurinn Led By Donkeys stóð fyrir uppátækinu. Hópurinn var stofnaður 2018 af andstæðingum Brexit, en hópurinn hefur neitað að samþykkja niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016 þar sem Bretar samþykktu með litlum meirihluta að ganga úr Evrópusambandinu.
Bretland Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira