„Allt að því galið“ að taka ekki þátt í séreignarsparnaði Lovísa Arnardóttir skrifar 14. ágúst 2024 09:10 Már segir að líkt og ef um verðbréfaviðskipti væri að ræða sé best að dreifa sparnaði sínum á sem fjölbreyttustu reikninga. Vísir/Egill Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir allt að því galið að fólk taki ekki þátt í séreignarsparnaði. Hann vill að fólk skráist sjálfkrafa í slíkan sparnað. Kerfið sé of flókið í dag og færri nýti sér kerfið en geti vegna þess. Már ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hugmyndin um að nota séreignarsparnað til að greiða inn á lán er að miklu leyti komin frá honum og hans greinaskrifum. „Að nota séreignarsparnaðinn til að greiða inn á höfuðstól láns. Ein af rökunum var að þannig gæti fólk tekið verðtryggð lán en með því að greiða inn á höfuðstólinn væri fólk að greiða niður á sama takti og ef það væri með óverðtryggt lán,“ segir Már Wolfgang Mixa sem fór yfir þessi mál í Bítinu í morgun. Þannig sé greiðslubyrðin viðráðanlegri og að höfuðstóllinn lækki líka. Gallinn við verðtryggð lán sé að höfuðstóllinn lækki lítið fyrstu tíu árin. Már segir að með því að sleppa því að greiða séreignarsparnaðinn inn á höfuðstólinn sé fólk að fleygja peningum. „Þú getur allt eins tekið nokkra þúsund krónu seðla, jafnvel tíu þúsund krónu seðla, og fleygt þeim út um gluggann. Þetta er þannig,“ segir Már. Einstaklingar geti lagt allt að 500 þúsund inn á höfuðstól á ári og hjón 750 þúsund. Þetta sé auk þess skattfrjáls innborgun. Már segir stóra hluta þjóðarinnar enn láta þetta úrræði fram hjá sér fara þrátt fyrir ráðleggingar ráðgjafa og sérfræðinga. Þetta sé frábært úrræði sem sé þó tímabundið. Hann hvetur yfirvöld til að gera það varanlegt. Hann segir úræðið líka frábært fyrir fólk sem sé að kaupa sína fyrstu fasteign. Það sé hægt að leggja það inn á útborgun en aðeins megi nota sparnað síðustu tíu ára. Már segir ferlið mögulega óþarflega flókið en um það skrifaði hann nýlega í pistli á vef Viðskiptablaðsins Þar fjallar hann um það til dæmis þegar fólk skrifar undir launasamning. Þá þurfi það að taka fram hvort það vilji taka þátt í séreignarsparnaði en telur að það ætti að vera öfugt. „Fullt af fólki sér einhvern launasamning og ef það þarf að bæta einhverju við er mikil tilhneiging hjá fólki að gera ekki neitt,“ segir hann og tekur dæmi um líffæragjafir. Eigi að vera sjálfvirkt kerfi Það hafi verið gerðar rannsóknir á þátttöku í því víðast um heim. Þátttakan sé um 20 til 30 prósent í Þýskalandi en um 100 prósent í Austurríki. Munurinn á landinu sé sá að í Austurríki þurfi fólk að haka í box ef það vill ekki vera líffæragjafar en í Þýskalandi þurfi það að haka í box ef það vill vera það. „Málið er að fæstir haka í boxið,“ segir Már og að flestir vilji fara í hlutlausan gír þegar það fylli út slík eyðublöð. Þess vegna væri það best fyrir flesta ef það væri sjálfkrafa skráning í séreignarsparnað. Það sé eina vitræna skrefið. Eins og ferlið sé í dag þurfi fólk að haka í boxið, hafa samband við launadeild og svo við eitthvað fjármálafyrirtæki. „Fyrir marga er þetta hálfógnandi vegferð. Þetta ætti að vera sjálfkrafa. Þú skrifir undir launasamning, þú ferð í séreignarsparnað,“ segir hann og að fólk velji hvort það leggi tvö eða fjögur prósent af launum. Atvinnurekendur leggi svo tvö prósent á móti. „Það er ókeypis peningur og það er ógnvænlegt hversu margir eru enn ekki að nýta sér þennan pening.“ Már segir að best væri að þetta væri í sjálfvirku kerfi og að séreignarsparnaðurinn fari inn í þann sjóð þar sem fólk greiðir sinn almenna lífeyri. Vilji fólk hafa séreignina annars staðar geti það hakað við annan sjóð eða fjármálastofnun. „Það er allt að því galið að taka ekki þátt í þessu,“ segir Már. Lífeyrissjóðir Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Sjá meira
Már ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hugmyndin um að nota séreignarsparnað til að greiða inn á lán er að miklu leyti komin frá honum og hans greinaskrifum. „Að nota séreignarsparnaðinn til að greiða inn á höfuðstól láns. Ein af rökunum var að þannig gæti fólk tekið verðtryggð lán en með því að greiða inn á höfuðstólinn væri fólk að greiða niður á sama takti og ef það væri með óverðtryggt lán,“ segir Már Wolfgang Mixa sem fór yfir þessi mál í Bítinu í morgun. Þannig sé greiðslubyrðin viðráðanlegri og að höfuðstóllinn lækki líka. Gallinn við verðtryggð lán sé að höfuðstóllinn lækki lítið fyrstu tíu árin. Már segir að með því að sleppa því að greiða séreignarsparnaðinn inn á höfuðstólinn sé fólk að fleygja peningum. „Þú getur allt eins tekið nokkra þúsund krónu seðla, jafnvel tíu þúsund krónu seðla, og fleygt þeim út um gluggann. Þetta er þannig,“ segir Már. Einstaklingar geti lagt allt að 500 þúsund inn á höfuðstól á ári og hjón 750 þúsund. Þetta sé auk þess skattfrjáls innborgun. Már segir stóra hluta þjóðarinnar enn láta þetta úrræði fram hjá sér fara þrátt fyrir ráðleggingar ráðgjafa og sérfræðinga. Þetta sé frábært úrræði sem sé þó tímabundið. Hann hvetur yfirvöld til að gera það varanlegt. Hann segir úræðið líka frábært fyrir fólk sem sé að kaupa sína fyrstu fasteign. Það sé hægt að leggja það inn á útborgun en aðeins megi nota sparnað síðustu tíu ára. Már segir ferlið mögulega óþarflega flókið en um það skrifaði hann nýlega í pistli á vef Viðskiptablaðsins Þar fjallar hann um það til dæmis þegar fólk skrifar undir launasamning. Þá þurfi það að taka fram hvort það vilji taka þátt í séreignarsparnaði en telur að það ætti að vera öfugt. „Fullt af fólki sér einhvern launasamning og ef það þarf að bæta einhverju við er mikil tilhneiging hjá fólki að gera ekki neitt,“ segir hann og tekur dæmi um líffæragjafir. Eigi að vera sjálfvirkt kerfi Það hafi verið gerðar rannsóknir á þátttöku í því víðast um heim. Þátttakan sé um 20 til 30 prósent í Þýskalandi en um 100 prósent í Austurríki. Munurinn á landinu sé sá að í Austurríki þurfi fólk að haka í box ef það vill ekki vera líffæragjafar en í Þýskalandi þurfi það að haka í box ef það vill vera það. „Málið er að fæstir haka í boxið,“ segir Már og að flestir vilji fara í hlutlausan gír þegar það fylli út slík eyðublöð. Þess vegna væri það best fyrir flesta ef það væri sjálfkrafa skráning í séreignarsparnað. Það sé eina vitræna skrefið. Eins og ferlið sé í dag þurfi fólk að haka í boxið, hafa samband við launadeild og svo við eitthvað fjármálafyrirtæki. „Fyrir marga er þetta hálfógnandi vegferð. Þetta ætti að vera sjálfkrafa. Þú skrifir undir launasamning, þú ferð í séreignarsparnað,“ segir hann og að fólk velji hvort það leggi tvö eða fjögur prósent af launum. Atvinnurekendur leggi svo tvö prósent á móti. „Það er ókeypis peningur og það er ógnvænlegt hversu margir eru enn ekki að nýta sér þennan pening.“ Már segir að best væri að þetta væri í sjálfvirku kerfi og að séreignarsparnaðurinn fari inn í þann sjóð þar sem fólk greiðir sinn almenna lífeyri. Vilji fólk hafa séreignina annars staðar geti það hakað við annan sjóð eða fjármálastofnun. „Það er allt að því galið að taka ekki þátt í þessu,“ segir Már.
Lífeyrissjóðir Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Sjá meira