Eigum við Íslendingar of fáa keppendur á Ólympíuleikum? Kjartan Ásmundsson skrifar 13. ágúst 2024 20:00 Nú í framhaldi af Ólympíuleikum í París þar sem að bæði áhorfendur á staðnum og við sem sátum fyrir framan sjónvarpið glöddumst yfir afrekum íþróttafólksins er vert að staldra aðeins við. Íslenskir keppendur stóðu sig vel og greinilegt að okkar bestu þjálfarar og fagfólk var því til stuðnings. En ég staldraði sjálfur við viðtal við afreksstjóra ÍSÍ sem lét hafa eftir sér að það þyrfti að tífalda opinberan stuðning til að koma hinum og þessum á leikana. Ég bendi á að árangurinn hefur alls ekki batnað hvað þátttöku á leikunum varðar á rúmlega síðasta áratug þó svo að opinberir aðilar hafi hér um bil tuttugufaldað sitt framlag til afrekssjóðs ÍSÍ úr um 25 í 500mkr. Í rekstri væri það nú alls ekki góður fyrirboði og eiginlega það slæmur að viðkomandi fjárfesting yrði hreinlega afskrifuð og leitað nýrra tækifæra. Nei nú vill afreksstjórinn tíföldun. Þetta skal takast. Ég velti því fyrir mér hvað liggi að baki og hvort Ólympíusambandið setji virkilega stefnuna á að eyða um fimm milljörðum króna til að koma sem flestum á Ólympíuleika. Er það okkar helsta markmið að taka þátt? Það getur verið að við getum náð betri árangri á leikunum en eitt er þó víst að fjármagn eitt og sér dugar ekki til. Í körfubolta þarf hreinlega kraftaverk enda mjög erfitt að komast inn á leikana. Mér finnst það hálf ólýðræðislegt og óheilbrigt að eyða háum fjárhæðum í þessa hluti og taka þátt í einhverri keppni við þjóðir eins og Kína, Bandaríkin, og Rússland. Á undanförnum árum hafa þessar þjóðir lagt allt kapp á að ná árangri í ákveðnum íþróttagreinum, greinum sem almenningur í viðkomandi landi stundar í sumum tilfellum ekki og varið til þess ómældum fjárhæðum til að vinna medalíur á leikunum. Þær eru hreinlega í innbyrðis pissukeppni sem okkur Íslendinga varðar ekkert um. Helsta baráttumál íþróttahreyfingarinnar ætti miklu frekar að vera það að stuðla að auknum stuðningi við íþróttafélögin, sem eru að leggja á sig mikla vinnu við að búa til afreksíþróttafólkið okkar hvort svo sem það kemst á stórmót eða ekki. Byrjum því frekar á að efla stuðning við starf félaganna sem ná varla að láta enda ná saman áður en við förum fram á marga milljarða í afrekssjóð ÍSÍ. Höfundur er formaður ÍTK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólympíuleikar Mest lesið Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun V. Sköpunarsaga þjóðsögu –Guðmundarmálið skyndilega skellt á borð Hafþór S. Ciesielski Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Nú í framhaldi af Ólympíuleikum í París þar sem að bæði áhorfendur á staðnum og við sem sátum fyrir framan sjónvarpið glöddumst yfir afrekum íþróttafólksins er vert að staldra aðeins við. Íslenskir keppendur stóðu sig vel og greinilegt að okkar bestu þjálfarar og fagfólk var því til stuðnings. En ég staldraði sjálfur við viðtal við afreksstjóra ÍSÍ sem lét hafa eftir sér að það þyrfti að tífalda opinberan stuðning til að koma hinum og þessum á leikana. Ég bendi á að árangurinn hefur alls ekki batnað hvað þátttöku á leikunum varðar á rúmlega síðasta áratug þó svo að opinberir aðilar hafi hér um bil tuttugufaldað sitt framlag til afrekssjóðs ÍSÍ úr um 25 í 500mkr. Í rekstri væri það nú alls ekki góður fyrirboði og eiginlega það slæmur að viðkomandi fjárfesting yrði hreinlega afskrifuð og leitað nýrra tækifæra. Nei nú vill afreksstjórinn tíföldun. Þetta skal takast. Ég velti því fyrir mér hvað liggi að baki og hvort Ólympíusambandið setji virkilega stefnuna á að eyða um fimm milljörðum króna til að koma sem flestum á Ólympíuleika. Er það okkar helsta markmið að taka þátt? Það getur verið að við getum náð betri árangri á leikunum en eitt er þó víst að fjármagn eitt og sér dugar ekki til. Í körfubolta þarf hreinlega kraftaverk enda mjög erfitt að komast inn á leikana. Mér finnst það hálf ólýðræðislegt og óheilbrigt að eyða háum fjárhæðum í þessa hluti og taka þátt í einhverri keppni við þjóðir eins og Kína, Bandaríkin, og Rússland. Á undanförnum árum hafa þessar þjóðir lagt allt kapp á að ná árangri í ákveðnum íþróttagreinum, greinum sem almenningur í viðkomandi landi stundar í sumum tilfellum ekki og varið til þess ómældum fjárhæðum til að vinna medalíur á leikunum. Þær eru hreinlega í innbyrðis pissukeppni sem okkur Íslendinga varðar ekkert um. Helsta baráttumál íþróttahreyfingarinnar ætti miklu frekar að vera það að stuðla að auknum stuðningi við íþróttafélögin, sem eru að leggja á sig mikla vinnu við að búa til afreksíþróttafólkið okkar hvort svo sem það kemst á stórmót eða ekki. Byrjum því frekar á að efla stuðning við starf félaganna sem ná varla að láta enda ná saman áður en við förum fram á marga milljarða í afrekssjóð ÍSÍ. Höfundur er formaður ÍTK.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun