Eigum við Íslendingar of fáa keppendur á Ólympíuleikum? Kjartan Ásmundsson skrifar 13. ágúst 2024 20:00 Nú í framhaldi af Ólympíuleikum í París þar sem að bæði áhorfendur á staðnum og við sem sátum fyrir framan sjónvarpið glöddumst yfir afrekum íþróttafólksins er vert að staldra aðeins við. Íslenskir keppendur stóðu sig vel og greinilegt að okkar bestu þjálfarar og fagfólk var því til stuðnings. En ég staldraði sjálfur við viðtal við afreksstjóra ÍSÍ sem lét hafa eftir sér að það þyrfti að tífalda opinberan stuðning til að koma hinum og þessum á leikana. Ég bendi á að árangurinn hefur alls ekki batnað hvað þátttöku á leikunum varðar á rúmlega síðasta áratug þó svo að opinberir aðilar hafi hér um bil tuttugufaldað sitt framlag til afrekssjóðs ÍSÍ úr um 25 í 500mkr. Í rekstri væri það nú alls ekki góður fyrirboði og eiginlega það slæmur að viðkomandi fjárfesting yrði hreinlega afskrifuð og leitað nýrra tækifæra. Nei nú vill afreksstjórinn tíföldun. Þetta skal takast. Ég velti því fyrir mér hvað liggi að baki og hvort Ólympíusambandið setji virkilega stefnuna á að eyða um fimm milljörðum króna til að koma sem flestum á Ólympíuleika. Er það okkar helsta markmið að taka þátt? Það getur verið að við getum náð betri árangri á leikunum en eitt er þó víst að fjármagn eitt og sér dugar ekki til. Í körfubolta þarf hreinlega kraftaverk enda mjög erfitt að komast inn á leikana. Mér finnst það hálf ólýðræðislegt og óheilbrigt að eyða háum fjárhæðum í þessa hluti og taka þátt í einhverri keppni við þjóðir eins og Kína, Bandaríkin, og Rússland. Á undanförnum árum hafa þessar þjóðir lagt allt kapp á að ná árangri í ákveðnum íþróttagreinum, greinum sem almenningur í viðkomandi landi stundar í sumum tilfellum ekki og varið til þess ómældum fjárhæðum til að vinna medalíur á leikunum. Þær eru hreinlega í innbyrðis pissukeppni sem okkur Íslendinga varðar ekkert um. Helsta baráttumál íþróttahreyfingarinnar ætti miklu frekar að vera það að stuðla að auknum stuðningi við íþróttafélögin, sem eru að leggja á sig mikla vinnu við að búa til afreksíþróttafólkið okkar hvort svo sem það kemst á stórmót eða ekki. Byrjum því frekar á að efla stuðning við starf félaganna sem ná varla að láta enda ná saman áður en við förum fram á marga milljarða í afrekssjóð ÍSÍ. Höfundur er formaður ÍTK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólympíuleikar Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Nú í framhaldi af Ólympíuleikum í París þar sem að bæði áhorfendur á staðnum og við sem sátum fyrir framan sjónvarpið glöddumst yfir afrekum íþróttafólksins er vert að staldra aðeins við. Íslenskir keppendur stóðu sig vel og greinilegt að okkar bestu þjálfarar og fagfólk var því til stuðnings. En ég staldraði sjálfur við viðtal við afreksstjóra ÍSÍ sem lét hafa eftir sér að það þyrfti að tífalda opinberan stuðning til að koma hinum og þessum á leikana. Ég bendi á að árangurinn hefur alls ekki batnað hvað þátttöku á leikunum varðar á rúmlega síðasta áratug þó svo að opinberir aðilar hafi hér um bil tuttugufaldað sitt framlag til afrekssjóðs ÍSÍ úr um 25 í 500mkr. Í rekstri væri það nú alls ekki góður fyrirboði og eiginlega það slæmur að viðkomandi fjárfesting yrði hreinlega afskrifuð og leitað nýrra tækifæra. Nei nú vill afreksstjórinn tíföldun. Þetta skal takast. Ég velti því fyrir mér hvað liggi að baki og hvort Ólympíusambandið setji virkilega stefnuna á að eyða um fimm milljörðum króna til að koma sem flestum á Ólympíuleika. Er það okkar helsta markmið að taka þátt? Það getur verið að við getum náð betri árangri á leikunum en eitt er þó víst að fjármagn eitt og sér dugar ekki til. Í körfubolta þarf hreinlega kraftaverk enda mjög erfitt að komast inn á leikana. Mér finnst það hálf ólýðræðislegt og óheilbrigt að eyða háum fjárhæðum í þessa hluti og taka þátt í einhverri keppni við þjóðir eins og Kína, Bandaríkin, og Rússland. Á undanförnum árum hafa þessar þjóðir lagt allt kapp á að ná árangri í ákveðnum íþróttagreinum, greinum sem almenningur í viðkomandi landi stundar í sumum tilfellum ekki og varið til þess ómældum fjárhæðum til að vinna medalíur á leikunum. Þær eru hreinlega í innbyrðis pissukeppni sem okkur Íslendinga varðar ekkert um. Helsta baráttumál íþróttahreyfingarinnar ætti miklu frekar að vera það að stuðla að auknum stuðningi við íþróttafélögin, sem eru að leggja á sig mikla vinnu við að búa til afreksíþróttafólkið okkar hvort svo sem það kemst á stórmót eða ekki. Byrjum því frekar á að efla stuðning við starf félaganna sem ná varla að láta enda ná saman áður en við förum fram á marga milljarða í afrekssjóð ÍSÍ. Höfundur er formaður ÍTK.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun