Glugginn lokast: Præst í KR þegar leiktíðinni lýkur og Sowe heldur kyrru fyrir Sindri Sverrisson skrifar 13. ágúst 2024 22:45 Præst gengur í raðir KR að leiktíðinni lokinni. KR Á miðnætti í kvöld lokast seinni félagaskiptagluggi tímabilsins í efstu deildum karla og kvenna í fótbolta. Vísir fylgdist með því helsta sem gerðist á lokadegi gluggans. Segja má að nokkur áhugaverð félagaskipti hafi átt sér stað í dag. Þá er enn möguleiki að einhver þeirra fari í gegn áður en klukkan slær miðnætti en það helsta sem hefur gerst þegar þetta er skrifað klukkan 22.45 á þriðjudagskvöld hefur verið meira af orðrómum en staðfestum félagskiptum. Við höfum þó fengið að sjá nokkur vistaskipti, þau helstu sem má sjá hér að neðan. KR hefur samið við danska miðjumanninn Matthias Præst en hann gengur þó ekki í raðir félagsins fyrr en eftir að yfirstandandi leiktíð er lokið. Leiknir Reykjavík, sem er í harðri fallbaráttu í Lengjudeildinni, hefur fengið miðvörðirnn Dusan Brkovic í sínar raðir. Hann lék með KA á síðustu leiktíð, samdi við FH fyrir þetta tímabil og er nú mættur í Breiðholtið á láni. Meira af Leikni en Omar Sowe hefur ákveðið að halda kyrru fyrir í Breiðholti. Framherjinn var orðaður við Fylki en verður samningslaus að leiktíðinni lokinni og ætlar þá að skoða mál sín. Valsmenn voru fljótari en flestir en í gær var tilkynnt að Orri Hrafn Kjartansson væri mættur aftur á Hlíðarenda eftir að hafa verið á láni hjá Fylki fyrri hluta sumars. Á sama tíma kynntu Valsmenn nýjan leikmann til leiks, sænskan framherja sem kostaði liðið sjö milljónir króna ef marka má sænska fjölmiðla. Textalýsingu Vísis frá gluggadeginum má sjá hér að neðan. Ef hún birtist ekki þarf að endurhlaða síðuna.
Segja má að nokkur áhugaverð félagaskipti hafi átt sér stað í dag. Þá er enn möguleiki að einhver þeirra fari í gegn áður en klukkan slær miðnætti en það helsta sem hefur gerst þegar þetta er skrifað klukkan 22.45 á þriðjudagskvöld hefur verið meira af orðrómum en staðfestum félagskiptum. Við höfum þó fengið að sjá nokkur vistaskipti, þau helstu sem má sjá hér að neðan. KR hefur samið við danska miðjumanninn Matthias Præst en hann gengur þó ekki í raðir félagsins fyrr en eftir að yfirstandandi leiktíð er lokið. Leiknir Reykjavík, sem er í harðri fallbaráttu í Lengjudeildinni, hefur fengið miðvörðirnn Dusan Brkovic í sínar raðir. Hann lék með KA á síðustu leiktíð, samdi við FH fyrir þetta tímabil og er nú mættur í Breiðholtið á láni. Meira af Leikni en Omar Sowe hefur ákveðið að halda kyrru fyrir í Breiðholti. Framherjinn var orðaður við Fylki en verður samningslaus að leiktíðinni lokinni og ætlar þá að skoða mál sín. Valsmenn voru fljótari en flestir en í gær var tilkynnt að Orri Hrafn Kjartansson væri mættur aftur á Hlíðarenda eftir að hafa verið á láni hjá Fylki fyrri hluta sumars. Á sama tíma kynntu Valsmenn nýjan leikmann til leiks, sænskan framherja sem kostaði liðið sjö milljónir króna ef marka má sænska fjölmiðla. Textalýsingu Vísis frá gluggadeginum má sjá hér að neðan. Ef hún birtist ekki þarf að endurhlaða síðuna.
Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira