„Ætti að læsa þann inni sem fann upp á þessu kerfi“ Sindri Sverrisson skrifar 13. ágúst 2024 11:30 Nenad Sostaric er hundfúll yfir fyrirkomulaginu á EM U18-landsliða karla. EPA/Zsolt Czegledi „Á næstum fimmtíu ára ferli í íþróttum hef ég aldrei séð eins ósanngjarnt keppnisfyrirkomulag!“ Þetta segir Nenad Sostaric, þjálfari Króata, hundfúll með að hafa ekki komið sínu liði í átta liða úrslit EM U18-landsliða karla í handbolta, eins og Íslendingum tókst að gera. Það sem angrar Sostaric sérstaklega er að Króatar skyldu enda riðlakeppnina með mun betri markatölu en Ungverjar, sem samt komust áfram í átta liða úrslitin á kostnað Króata. „Það ætti að læsa þann inni sem fann upp á þessu kerfi og hann ætti aldrei að koma nálægt handbolta aftur!“ sagði æstur Sostaric við vefmiðilinn Balkan Handball. Á Evrópumótinu er spilað í sex fjögurra liða riðlum, og komast sigurliðin sex áfram í átta liða úrslit. Ísland var þar á meðal. Tvö lið með bestan árangur í 2. sæti bættust svo við átta liða úrslitin, en þó þannig að aðeins eitt 2. sætis lið úr riðlum A-C gat komist áfram, og eitt lið úr riðlum D-F. Króatar enduðu í 2. sæti í A-riðli með +13 í markatölu en Norðmenn í 2. sæti í C-riðli með +18 og komust áfram. Ungverjar enduðu svo með +3 í markatölu í D-riðli og komust áfram, þrátt fyrir að árangur þeirra væri í raun 10 mörkum verri en hjá Króötum. „Er þetta bara eðlilegt?“ Hinn 65 ára gamli Sostaric, sem meðal annars stýrði kvennalandsliði Króata til bronsverðlauna á EM 2020, hefur marga fjöruna sopið í handbolta en kveðst aldrei hafa kynnst öðru eins. „Það að þú getir dottið út með því að tapa fyrsta leik með eins marks mun er bara dónaskapur, og sérstaklega sú útskýring að úrslitin skipti ekki máli heldur þróun leikmanna. Bíðum við, er þetta ekki lokakeppni EM? Hvernig má það vera að úrslitin skipti ekki máli?“ spurði Sostaric og bætti við: „Við endum með +13 í markatölu en komumst ekki áfram, en Ungverjar fara áfram með +3 því þeir voru í öðrum hluta riðlakeppninnar. Er þetta bara eðlilegt? Ég tek hatt minn ofan fyrir strákunum sen unnu Slóveníu og spiluðu með hjartanu. Við vorum í sterkasta riðlinum. Hin liðin gátu náð markamun með því að spila við Tékkland og Úkraínu, svo ég tali nú ekki um riðilinn sem Svartfjallaland var í. En svona dróst þetta. Sýnið íþróttinni virðingu. Þetta fyrirkomulag er vanvirðing við leikmenn og íþróttina,“ sagði Sostaric og fullyrti að liðin í átta liða úrslitum væru alls ekki þau átta bestu á mótinu. Ísland í góðri stöðu eftir frábæran sigur á Svíum Keppni átta bestu liðanna er hafin og spila þau í tveimur fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu liðin í hvorum riðli komast í undanúrslit. Ísland vann frábæran sigur á Svíum í gær, 34-29, þar sem HK-ingurinn Ágúst Guðmundsson skoraði 12 mörk. Íslendingar mæta svo afar sterku liði Spánverja í dag og loks Noregi á fimmtudag, áður en í ljós kemur hvaða lið komast í undanúrslit. Króatar spila hins vegar um sæti 9-16 og unnu Austurríki í fyrsta leik í gær, 30-22. Handbolti Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Það sem angrar Sostaric sérstaklega er að Króatar skyldu enda riðlakeppnina með mun betri markatölu en Ungverjar, sem samt komust áfram í átta liða úrslitin á kostnað Króata. „Það ætti að læsa þann inni sem fann upp á þessu kerfi og hann ætti aldrei að koma nálægt handbolta aftur!“ sagði æstur Sostaric við vefmiðilinn Balkan Handball. Á Evrópumótinu er spilað í sex fjögurra liða riðlum, og komast sigurliðin sex áfram í átta liða úrslit. Ísland var þar á meðal. Tvö lið með bestan árangur í 2. sæti bættust svo við átta liða úrslitin, en þó þannig að aðeins eitt 2. sætis lið úr riðlum A-C gat komist áfram, og eitt lið úr riðlum D-F. Króatar enduðu í 2. sæti í A-riðli með +13 í markatölu en Norðmenn í 2. sæti í C-riðli með +18 og komust áfram. Ungverjar enduðu svo með +3 í markatölu í D-riðli og komust áfram, þrátt fyrir að árangur þeirra væri í raun 10 mörkum verri en hjá Króötum. „Er þetta bara eðlilegt?“ Hinn 65 ára gamli Sostaric, sem meðal annars stýrði kvennalandsliði Króata til bronsverðlauna á EM 2020, hefur marga fjöruna sopið í handbolta en kveðst aldrei hafa kynnst öðru eins. „Það að þú getir dottið út með því að tapa fyrsta leik með eins marks mun er bara dónaskapur, og sérstaklega sú útskýring að úrslitin skipti ekki máli heldur þróun leikmanna. Bíðum við, er þetta ekki lokakeppni EM? Hvernig má það vera að úrslitin skipti ekki máli?“ spurði Sostaric og bætti við: „Við endum með +13 í markatölu en komumst ekki áfram, en Ungverjar fara áfram með +3 því þeir voru í öðrum hluta riðlakeppninnar. Er þetta bara eðlilegt? Ég tek hatt minn ofan fyrir strákunum sen unnu Slóveníu og spiluðu með hjartanu. Við vorum í sterkasta riðlinum. Hin liðin gátu náð markamun með því að spila við Tékkland og Úkraínu, svo ég tali nú ekki um riðilinn sem Svartfjallaland var í. En svona dróst þetta. Sýnið íþróttinni virðingu. Þetta fyrirkomulag er vanvirðing við leikmenn og íþróttina,“ sagði Sostaric og fullyrti að liðin í átta liða úrslitum væru alls ekki þau átta bestu á mótinu. Ísland í góðri stöðu eftir frábæran sigur á Svíum Keppni átta bestu liðanna er hafin og spila þau í tveimur fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu liðin í hvorum riðli komast í undanúrslit. Ísland vann frábæran sigur á Svíum í gær, 34-29, þar sem HK-ingurinn Ágúst Guðmundsson skoraði 12 mörk. Íslendingar mæta svo afar sterku liði Spánverja í dag og loks Noregi á fimmtudag, áður en í ljós kemur hvaða lið komast í undanúrslit. Króatar spila hins vegar um sæti 9-16 og unnu Austurríki í fyrsta leik í gær, 30-22.
Handbolti Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn