„Ætti að læsa þann inni sem fann upp á þessu kerfi“ Sindri Sverrisson skrifar 13. ágúst 2024 11:30 Nenad Sostaric er hundfúll yfir fyrirkomulaginu á EM U18-landsliða karla. EPA/Zsolt Czegledi „Á næstum fimmtíu ára ferli í íþróttum hef ég aldrei séð eins ósanngjarnt keppnisfyrirkomulag!“ Þetta segir Nenad Sostaric, þjálfari Króata, hundfúll með að hafa ekki komið sínu liði í átta liða úrslit EM U18-landsliða karla í handbolta, eins og Íslendingum tókst að gera. Það sem angrar Sostaric sérstaklega er að Króatar skyldu enda riðlakeppnina með mun betri markatölu en Ungverjar, sem samt komust áfram í átta liða úrslitin á kostnað Króata. „Það ætti að læsa þann inni sem fann upp á þessu kerfi og hann ætti aldrei að koma nálægt handbolta aftur!“ sagði æstur Sostaric við vefmiðilinn Balkan Handball. Á Evrópumótinu er spilað í sex fjögurra liða riðlum, og komast sigurliðin sex áfram í átta liða úrslit. Ísland var þar á meðal. Tvö lið með bestan árangur í 2. sæti bættust svo við átta liða úrslitin, en þó þannig að aðeins eitt 2. sætis lið úr riðlum A-C gat komist áfram, og eitt lið úr riðlum D-F. Króatar enduðu í 2. sæti í A-riðli með +13 í markatölu en Norðmenn í 2. sæti í C-riðli með +18 og komust áfram. Ungverjar enduðu svo með +3 í markatölu í D-riðli og komust áfram, þrátt fyrir að árangur þeirra væri í raun 10 mörkum verri en hjá Króötum. „Er þetta bara eðlilegt?“ Hinn 65 ára gamli Sostaric, sem meðal annars stýrði kvennalandsliði Króata til bronsverðlauna á EM 2020, hefur marga fjöruna sopið í handbolta en kveðst aldrei hafa kynnst öðru eins. „Það að þú getir dottið út með því að tapa fyrsta leik með eins marks mun er bara dónaskapur, og sérstaklega sú útskýring að úrslitin skipti ekki máli heldur þróun leikmanna. Bíðum við, er þetta ekki lokakeppni EM? Hvernig má það vera að úrslitin skipti ekki máli?“ spurði Sostaric og bætti við: „Við endum með +13 í markatölu en komumst ekki áfram, en Ungverjar fara áfram með +3 því þeir voru í öðrum hluta riðlakeppninnar. Er þetta bara eðlilegt? Ég tek hatt minn ofan fyrir strákunum sen unnu Slóveníu og spiluðu með hjartanu. Við vorum í sterkasta riðlinum. Hin liðin gátu náð markamun með því að spila við Tékkland og Úkraínu, svo ég tali nú ekki um riðilinn sem Svartfjallaland var í. En svona dróst þetta. Sýnið íþróttinni virðingu. Þetta fyrirkomulag er vanvirðing við leikmenn og íþróttina,“ sagði Sostaric og fullyrti að liðin í átta liða úrslitum væru alls ekki þau átta bestu á mótinu. Ísland í góðri stöðu eftir frábæran sigur á Svíum Keppni átta bestu liðanna er hafin og spila þau í tveimur fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu liðin í hvorum riðli komast í undanúrslit. Ísland vann frábæran sigur á Svíum í gær, 34-29, þar sem HK-ingurinn Ágúst Guðmundsson skoraði 12 mörk. Íslendingar mæta svo afar sterku liði Spánverja í dag og loks Noregi á fimmtudag, áður en í ljós kemur hvaða lið komast í undanúrslit. Króatar spila hins vegar um sæti 9-16 og unnu Austurríki í fyrsta leik í gær, 30-22. Handbolti Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Körfubolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Það sem angrar Sostaric sérstaklega er að Króatar skyldu enda riðlakeppnina með mun betri markatölu en Ungverjar, sem samt komust áfram í átta liða úrslitin á kostnað Króata. „Það ætti að læsa þann inni sem fann upp á þessu kerfi og hann ætti aldrei að koma nálægt handbolta aftur!“ sagði æstur Sostaric við vefmiðilinn Balkan Handball. Á Evrópumótinu er spilað í sex fjögurra liða riðlum, og komast sigurliðin sex áfram í átta liða úrslit. Ísland var þar á meðal. Tvö lið með bestan árangur í 2. sæti bættust svo við átta liða úrslitin, en þó þannig að aðeins eitt 2. sætis lið úr riðlum A-C gat komist áfram, og eitt lið úr riðlum D-F. Króatar enduðu í 2. sæti í A-riðli með +13 í markatölu en Norðmenn í 2. sæti í C-riðli með +18 og komust áfram. Ungverjar enduðu svo með +3 í markatölu í D-riðli og komust áfram, þrátt fyrir að árangur þeirra væri í raun 10 mörkum verri en hjá Króötum. „Er þetta bara eðlilegt?“ Hinn 65 ára gamli Sostaric, sem meðal annars stýrði kvennalandsliði Króata til bronsverðlauna á EM 2020, hefur marga fjöruna sopið í handbolta en kveðst aldrei hafa kynnst öðru eins. „Það að þú getir dottið út með því að tapa fyrsta leik með eins marks mun er bara dónaskapur, og sérstaklega sú útskýring að úrslitin skipti ekki máli heldur þróun leikmanna. Bíðum við, er þetta ekki lokakeppni EM? Hvernig má það vera að úrslitin skipti ekki máli?“ spurði Sostaric og bætti við: „Við endum með +13 í markatölu en komumst ekki áfram, en Ungverjar fara áfram með +3 því þeir voru í öðrum hluta riðlakeppninnar. Er þetta bara eðlilegt? Ég tek hatt minn ofan fyrir strákunum sen unnu Slóveníu og spiluðu með hjartanu. Við vorum í sterkasta riðlinum. Hin liðin gátu náð markamun með því að spila við Tékkland og Úkraínu, svo ég tali nú ekki um riðilinn sem Svartfjallaland var í. En svona dróst þetta. Sýnið íþróttinni virðingu. Þetta fyrirkomulag er vanvirðing við leikmenn og íþróttina,“ sagði Sostaric og fullyrti að liðin í átta liða úrslitum væru alls ekki þau átta bestu á mótinu. Ísland í góðri stöðu eftir frábæran sigur á Svíum Keppni átta bestu liðanna er hafin og spila þau í tveimur fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu liðin í hvorum riðli komast í undanúrslit. Ísland vann frábæran sigur á Svíum í gær, 34-29, þar sem HK-ingurinn Ágúst Guðmundsson skoraði 12 mörk. Íslendingar mæta svo afar sterku liði Spánverja í dag og loks Noregi á fimmtudag, áður en í ljós kemur hvaða lið komast í undanúrslit. Króatar spila hins vegar um sæti 9-16 og unnu Austurríki í fyrsta leik í gær, 30-22.
Handbolti Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Körfubolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Körfubolti