Kaupir hlut í PSG eftir sigur Bandaríkjanna í París Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. ágúst 2024 07:01 Kom, sá, sigraði og keypti hlut í PSG. Gregory Shamus/Getty Images Nýkrýndur Ólympíumeistari í körfubolta, Kevin Durant, virðist hafa líkað veran í París svo vel að hann hefur ákveðið að kaupa minnihluta í knattspyrnuliðinu París Saint-Germain. Hinn 35 ára gamli Durant spilar í dag með Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta. Hann var hluti af Ólympíuliði Bandaríkjanna sem vann keppnina í fimmta skiptið í röð. Í gærkvöld, mánudag, birti fjöldi erlendra miðla fréttir þess efnis að kappinn væri að verða minnihluta eigandi í stórliði PSG. Þar á meðal er Sports Illustrated og Fabrizio Romano en hann er farinn að færa út kvíarnar og hættur að tjá sig eingöngu um möguleg vistaskipti knattspyrnumanna. 🔴🔵🏀 Kevin Durant, about to become a new minority stakeholder at Paris Saint-Germain!Decision made as @Romain_Molina reported. pic.twitter.com/1BcNd1q0iN— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 12, 2024 Í frétt SI segir að PSG sé stærsta knattspyrnulið Frkaklands og að félagið hafi síðan 2011 verið alfarið í eigu Íþróttafjárfestingarsjóð Katar. Það er þangað til Arctos Partners keyptu tólf og hálft prósent í félaginu á síðasta ári. Ekki kemur fram hversu mikinn hluta Durant er að kaupa en hann er einn margra íþróttamanna frá Bandaríkjunum sem fjárfesta í knattspyrnuliðum í Evrópu. Sem dæmi má nefna að samherji hans í bandaríska landsliðinu, LeBron James, á hlut í Liverpool. PSG hefur undanfarið verið í góðu sambandi við Air Jordan hluta Nike-samsteypunnar en Durant er á samning hjá Nike. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort íþróttarisinn komi eitthvað að þessum óvæntu kaupum Durant í franska félaginu. Fótbolti Körfubolti Franski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Durant spilar í dag með Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta. Hann var hluti af Ólympíuliði Bandaríkjanna sem vann keppnina í fimmta skiptið í röð. Í gærkvöld, mánudag, birti fjöldi erlendra miðla fréttir þess efnis að kappinn væri að verða minnihluta eigandi í stórliði PSG. Þar á meðal er Sports Illustrated og Fabrizio Romano en hann er farinn að færa út kvíarnar og hættur að tjá sig eingöngu um möguleg vistaskipti knattspyrnumanna. 🔴🔵🏀 Kevin Durant, about to become a new minority stakeholder at Paris Saint-Germain!Decision made as @Romain_Molina reported. pic.twitter.com/1BcNd1q0iN— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 12, 2024 Í frétt SI segir að PSG sé stærsta knattspyrnulið Frkaklands og að félagið hafi síðan 2011 verið alfarið í eigu Íþróttafjárfestingarsjóð Katar. Það er þangað til Arctos Partners keyptu tólf og hálft prósent í félaginu á síðasta ári. Ekki kemur fram hversu mikinn hluta Durant er að kaupa en hann er einn margra íþróttamanna frá Bandaríkjunum sem fjárfesta í knattspyrnuliðum í Evrópu. Sem dæmi má nefna að samherji hans í bandaríska landsliðinu, LeBron James, á hlut í Liverpool. PSG hefur undanfarið verið í góðu sambandi við Air Jordan hluta Nike-samsteypunnar en Durant er á samning hjá Nike. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort íþróttarisinn komi eitthvað að þessum óvæntu kaupum Durant í franska félaginu.
Fótbolti Körfubolti Franski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Sjá meira