Þjálfaraferill Rooney hangir á bláþræði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2024 20:01 Wayne Rooney byrjar illa hjá Plymouth. Nigel French/Getty Images Þrátt fyrir að vera ekki orðinn fertugur gæti þjálfaraferill goðsagnarinnar Wayne Rooney verið svo gott sem á enda ef hlutirnir ganga ekki upp hjá honum og Plymouth Argyle í ensku B-deildinni. Liðið tapaði fyrsta leik tímabilsins 4-0 gegn Sheffield Wednesday. Það er ekki alltaf sem glæstur leikmannaferill og þjálfaraferill fara saman. Það getur vissulega gerst en í tilfelli Rooney, markahæsta leikmanns í sögu Manchester United og um tíma enska landsliðsins, er sagan önnur. Rooney vann fjölda titla með Man United, spilaði gríðarlegt magn af landsleikjum fyrir England og var um tíma talinn einn besti leikmaður Englands frá upphafi og einn af betri leikmönnum heims. Hann endaði feril sinn sem leikmaður hjá Derby County í ensku B-deildinni og tók við sem þjálfari liðsins eftir skelfilega byrjun Phillip Cocu tímabilið 2020-21. Honum tókst rétt svo að halda liðinu uppi en tímabilið eftir var 21 stig dregið af liðinu vegna brota á fjárhagsreglum og féll það niður í ensku C-deildina. Rooney sagði starfi sínu lausu sumarið 2022 og tók stuttu seinna við D.C. United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann hafði spilað frábærlega með liðinu þegar hann var leikmaður þess frá 2018 til 2019. Honum tókst hins vegar ekki að endurtaka leikinn sem þjálfari og sagði starfi sínu lausu eftir tímabilið 2023 þar sem liðið var ekki nálægt því að komast í úrslitakeppnina. Þann 11. október 2023 sneri Rooney aftur í enska boltann þegar hann tók við B-deildarliði Birmingham City. Liðið hafði byrjað vel en ákvað að ráða Rooney þrátt fyrir að sitja í 6. sæti. Það átti eftir að bíta félagið í rassinn, Rooney var rekinn í janúar og Birmingham féll að lokum niður í ensku C-deildina. Í vor var hann svo ráðinn þjálfari Plymouth Argyle. Liðið rétt hélt sæti sínu í B-deildinni á síðustu leiktíð, að vissu leyti Birmingham að þakka, og búast mátti við erfiðu tímabili í vetur. Rooney sótti gamla lærisvein sinn Guðlaug Victor Pálsson og var hann í byrjunarliðinu þegar Plymouth steinlá gegn Sheffield í 1. umferð ensku B-deildarinnar. Á vef The Athletic er farið yfir þjálfaraferil Rooney og sagt að mögulega sé honum mögulega lokið áður en hann í raun hefjist fari svo að vera hans hjá Plymouth gangi ekki upp. Þrátt fyrir að Rooney sé einnig reglulegur gestur í fjölmiðlum, meðal annars á Sky Sports og þættinum The Overlap þá er ljóst að ástríða hans er í þjálfun. Stærsta spurningin er í raun hversu góður þjálfari Rooney í raun og veru er, og svo hversu lengi hann getur lifað á nafninu sem hann skóp sem leikmaður í hæsta gæðaflokki. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Það er ekki alltaf sem glæstur leikmannaferill og þjálfaraferill fara saman. Það getur vissulega gerst en í tilfelli Rooney, markahæsta leikmanns í sögu Manchester United og um tíma enska landsliðsins, er sagan önnur. Rooney vann fjölda titla með Man United, spilaði gríðarlegt magn af landsleikjum fyrir England og var um tíma talinn einn besti leikmaður Englands frá upphafi og einn af betri leikmönnum heims. Hann endaði feril sinn sem leikmaður hjá Derby County í ensku B-deildinni og tók við sem þjálfari liðsins eftir skelfilega byrjun Phillip Cocu tímabilið 2020-21. Honum tókst rétt svo að halda liðinu uppi en tímabilið eftir var 21 stig dregið af liðinu vegna brota á fjárhagsreglum og féll það niður í ensku C-deildina. Rooney sagði starfi sínu lausu sumarið 2022 og tók stuttu seinna við D.C. United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann hafði spilað frábærlega með liðinu þegar hann var leikmaður þess frá 2018 til 2019. Honum tókst hins vegar ekki að endurtaka leikinn sem þjálfari og sagði starfi sínu lausu eftir tímabilið 2023 þar sem liðið var ekki nálægt því að komast í úrslitakeppnina. Þann 11. október 2023 sneri Rooney aftur í enska boltann þegar hann tók við B-deildarliði Birmingham City. Liðið hafði byrjað vel en ákvað að ráða Rooney þrátt fyrir að sitja í 6. sæti. Það átti eftir að bíta félagið í rassinn, Rooney var rekinn í janúar og Birmingham féll að lokum niður í ensku C-deildina. Í vor var hann svo ráðinn þjálfari Plymouth Argyle. Liðið rétt hélt sæti sínu í B-deildinni á síðustu leiktíð, að vissu leyti Birmingham að þakka, og búast mátti við erfiðu tímabili í vetur. Rooney sótti gamla lærisvein sinn Guðlaug Victor Pálsson og var hann í byrjunarliðinu þegar Plymouth steinlá gegn Sheffield í 1. umferð ensku B-deildarinnar. Á vef The Athletic er farið yfir þjálfaraferil Rooney og sagt að mögulega sé honum mögulega lokið áður en hann í raun hefjist fari svo að vera hans hjá Plymouth gangi ekki upp. Þrátt fyrir að Rooney sé einnig reglulegur gestur í fjölmiðlum, meðal annars á Sky Sports og þættinum The Overlap þá er ljóst að ástríða hans er í þjálfun. Stærsta spurningin er í raun hversu góður þjálfari Rooney í raun og veru er, og svo hversu lengi hann getur lifað á nafninu sem hann skóp sem leikmaður í hæsta gæðaflokki.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira