Aðeins fimmtíu metra frá marki þegar hann drukknaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 08:31 James Sprague er nýr heimsmeistari í CrossFit. Hér hefur hann klárað grein við hliðina á brautinni þar sem Lazar Dukic átti að keppa. @crossfitgames Rudy Trevino var eitt af vitnunum er Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna í CrossFit. Hann sagði frá upplifun sinni í samtali við Barbend vefinn. „Hann var þarna og svo var hann skyndilega horfinn,“ sagði Rudy Trevino um það þegar Dukic hvarf ofan í Marine Creek vatnið. Trevino hefur sjálfur rekið CrossFit stöð í San Antonio í tíu ár. Hann er fyrrum gæslumaður á baðströnd og þjálfaður í að bjarga fólki úr vatni. Hann var líka með það á hreinu sem var að gerast þarna. „Það eru þessu klassísku merki sem þú ert þjálfaður í að taka eftir. Lazar sýndi þau öll. Höfuð hans hallaði aftur, augun voru galopin og hann hreyfðist upp og niður,“ sagði Trevino. Hann segist hafa byrjað strax að öskra á hjálp. „Þeir hlustuðu ekki á mig,“ sagði Trevino. Trevino telur að Dukic hafi þarna verið aðeins fimmtíu metra frá markinu. Trevino reyndi að komast fram hjá öryggisvörðunum en þeir stöðvuðu för hans. „Ég grátbað þá um að að koma einhverjum til hans en þeir sögðust vera með stjórn á öllu sem þeir voru ekki með,“ sagði Trevino. „Þá fór ég að efast um það sem ég hafði séð. Ég fór að vona að ég hefði ekki rétt fyrir mér. Mín mesta eftirsjá er að hafa ekki reynt meira að komast fram hjá þeim. Ná að vekja athygli einhvers sem hafði meiri völd til að gera eitthvað. Á þeirri stundu hafði hann bara verið á kafi í mínútu,“ sagði Trevino. CrossFit samtökin ákváðu að klára keppnina en hafa gefið það út að utanaðkomandi rannsókn muni fara fram og niðurstöður hennar eru líklegar til að kalla á breytingar á keppni á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Sjá meira
Hann sagði frá upplifun sinni í samtali við Barbend vefinn. „Hann var þarna og svo var hann skyndilega horfinn,“ sagði Rudy Trevino um það þegar Dukic hvarf ofan í Marine Creek vatnið. Trevino hefur sjálfur rekið CrossFit stöð í San Antonio í tíu ár. Hann er fyrrum gæslumaður á baðströnd og þjálfaður í að bjarga fólki úr vatni. Hann var líka með það á hreinu sem var að gerast þarna. „Það eru þessu klassísku merki sem þú ert þjálfaður í að taka eftir. Lazar sýndi þau öll. Höfuð hans hallaði aftur, augun voru galopin og hann hreyfðist upp og niður,“ sagði Trevino. Hann segist hafa byrjað strax að öskra á hjálp. „Þeir hlustuðu ekki á mig,“ sagði Trevino. Trevino telur að Dukic hafi þarna verið aðeins fimmtíu metra frá markinu. Trevino reyndi að komast fram hjá öryggisvörðunum en þeir stöðvuðu för hans. „Ég grátbað þá um að að koma einhverjum til hans en þeir sögðust vera með stjórn á öllu sem þeir voru ekki með,“ sagði Trevino. „Þá fór ég að efast um það sem ég hafði séð. Ég fór að vona að ég hefði ekki rétt fyrir mér. Mín mesta eftirsjá er að hafa ekki reynt meira að komast fram hjá þeim. Ná að vekja athygli einhvers sem hafði meiri völd til að gera eitthvað. Á þeirri stundu hafði hann bara verið á kafi í mínútu,“ sagði Trevino. CrossFit samtökin ákváðu að klára keppnina en hafa gefið það út að utanaðkomandi rannsókn muni fara fram og niðurstöður hennar eru líklegar til að kalla á breytingar á keppni á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Sjá meira