Brasilía og Kanada áttust við í úrslitaleik kvenna í strandblaki í gær. Eftir að kanadíska liðið minnkaði muninn í 11-8 byrjuðu keppendur að hnakkrífast og dómari leiksins þurfti að skerast í leikinn.
Plötusnúðurinn á leiknum brá þá á það ráð að spila lag Johns Lennon, „Imagine“. Og viti menn, við það breyttist andrúmsloftið.
Leikmenn brostu og klöppuðu fyrir tónlistarvalinu. Og áhorfendur byrjuðu síðan að syngja. Myndband af þessu fallega augnabliki og umskiptunum sem urðu þegar plötusnúðurinn byrjaði að spila „Imagine“ má sjá hér fyrir neðan.
Ok, this is amazing:
— Bastien Fachan (@BastienFachan) August 9, 2024
1/ Canadian and Brazilian players are having a heated chat at the net during the women’s beach volleyball gold medal match
2/ DJ plays John Lennon’s ‘Imagine’
3/ Players look at one another and smile
4/ Crowd starts singing along pic.twitter.com/m1KCJPXtNm
Brasilía vann leikinn á endanum, 2-1, og þær Ana Patricia Silva Ramos og Eduarda Santos Lisboa fengu gullmedalíu um hálsinn.