Susan Wojcicki er látin Jón Þór Stefánsson skrifar 10. ágúst 2024 09:17 Susan Wojcicki var lykilkona á bak við bæði Google og YouTube. Getty Hin bandaríska Susan Wojcicki lést í gær, föstudag, 56 ára að aldri eftir tveggja ára baráttu við lungnakrabbamein. Eiginmaður hennar Dennis Troper greinir frá andlátinu á samfélagsmiðlum. Wojcicki hjálpaði Google að breytast úr sprotafyrirtæki sem var starfrækt úr bílskúrnum hennar yfir í risann sem það er í dag. „Hún á þátt í að leggja grunninn að sögu Google, og það er erfitt að ímynda sér heiminn án hennar,“ hefur New York Times eftir Sundar Pichai framkvæmdastjóra Google. Tveggja áratuga ferill hennar hjá Google hófst árið 1998 á heimili hennar í Kaliforníu en hún leigði stofnendum Google, Larry Page og Sergey Brin, bílskúrinn sinn á meðan þeir byggðu leitarvélina sem lagði grunninn að Google-veldinu. Hún var jafnframt einn af fyrstu starfsmönnum Google. Hún byrjaði á að sjá um markaðssetningu fyrirtækisins og kleif upp metorðastigann hjá fyrirtækinu og varð hæstráðandi kvenkyns starfsmaður Google. Árið 2014 varð Wojcicki forstjóri YouTube, sem Google hafði keypt árið 2006. Hún er sögð hafa umbylt auglýsingakerfi YouTube, en einnig komið að því að berjast gegn hatursorðræðu og upplýsingaóreiðu á miðlinum Hún hætti í því starfi í fyrra en var áfram í hlutverki ráðgjafa hjá Alphabet, móðurfyrirtæki Google. Andlát Samfélagsmiðlar Google Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Wojcicki hjálpaði Google að breytast úr sprotafyrirtæki sem var starfrækt úr bílskúrnum hennar yfir í risann sem það er í dag. „Hún á þátt í að leggja grunninn að sögu Google, og það er erfitt að ímynda sér heiminn án hennar,“ hefur New York Times eftir Sundar Pichai framkvæmdastjóra Google. Tveggja áratuga ferill hennar hjá Google hófst árið 1998 á heimili hennar í Kaliforníu en hún leigði stofnendum Google, Larry Page og Sergey Brin, bílskúrinn sinn á meðan þeir byggðu leitarvélina sem lagði grunninn að Google-veldinu. Hún var jafnframt einn af fyrstu starfsmönnum Google. Hún byrjaði á að sjá um markaðssetningu fyrirtækisins og kleif upp metorðastigann hjá fyrirtækinu og varð hæstráðandi kvenkyns starfsmaður Google. Árið 2014 varð Wojcicki forstjóri YouTube, sem Google hafði keypt árið 2006. Hún er sögð hafa umbylt auglýsingakerfi YouTube, en einnig komið að því að berjast gegn hatursorðræðu og upplýsingaóreiðu á miðlinum Hún hætti í því starfi í fyrra en var áfram í hlutverki ráðgjafa hjá Alphabet, móðurfyrirtæki Google.
Andlát Samfélagsmiðlar Google Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira