Rússar lýsa yfir neyðarástandi Jón Ísak Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 9. ágúst 2024 23:18 Vladimir Putin Rússlandsforseti. Rússar hafa nú lýst yfir neyðarástandi, en Úkraínumenn hófu gagnárás innan landamæra Rússlands í vikunni. AP Rússar hafa lýst yfir neyðarástandi vegna gagnárásar Úkraínumanna innan landamæra Rússlands sem hófst fyrr í vikunni. Mikil leynd virðist hvíla yfir aðgerðum Úkraínumanna að sögn íslensks blaðamanns í Úkraínu. Árásin hafi komið Rússum í opna skjöldu. Ellefu eru látnir og yfir fjörutíu slasaðir eftir árás Rússa á verslunarmiðstöð í Donetsk-héraði í dag. Yfirvöld í Úkraínu segja að sprengju hafi verið varpað úr rússneskri flugvél um hábjartan dag. Þykkan svartan reyk lagði frá byggingunni eftir árásina. Úkraínumenn sækja fram Þá hélt úkraínski herinn áfram sókn sinni, sem sögð er ná nokkra kílómetra inn fyrir landamærin í Kursk-hérað í Rússlandi, fjórða daginn í röð. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði og fylgist náið með stöðunni. „Úkraína hefur ráðist inn í Rússland á mjög öflugan hátt, og í algjöru leyni, það sá þetta enginn fyrir. Það virðist vera að þeir hafi verið að undirbúa þessar aðgerðir í alla veganna tvo þrjá mánuði. Þannig að staðan er sú að Úkraína hefur ráðist inn í Kurs hérað í Rússlandi og er að taka þar stór landsvæði undir sig,“ segir Óskar. Rússum virðist hafa gegnið brösulega að verjast, en athygli Rússa hafi að undanförnu verið á aðgerðir þeirra í Donbas og annars staðar í Úkraínu. „Þeir eru í algjörri ringulreið, það er búið að stöðva öll samskipti að stórum hluta hjá Rússum og milli herdeilda. Þeir eru ekki með varnarnet og eiga erfitt með að hindra þessar aðgerðir,“ segir Óskar. Enginn bjóst við gagnárás Hann segir erfitt að segja til um hvort staðan sem er uppi núna marki tímamót í stríðinu, og segir mikilvægt að setja fyrirvara við þær upplýsingar sem berast frá stríðandi fylkingum. „Það bjóst einhvern veginn ekki við því að þeir myndu fara inn í Rússland. Það er ekkert sem bannar það, það er ekkert ólöglegt við þessar aðgerðir samkvæmt alþjóðalögum. Genfarsáttmálinn er mjög skýr um það að það er ekki bara önnur þjóð sem má ráðast inn þegar kemur að stríði, þetta er bara svar við aðgerðum Rússa,“ segir Óskar. Hann segir erfitt að spá fyrir frekari aðgerðir Úkraínumanna í framhaldinu. „Það hvílir svakaleg leynd yfir öllu saman og þangað til þetta kom fram voru engar upplýsingar um þetta. Það sama gildir um áframhaldandi aðgerðir hjá Úkraínumönnum, það er mjög erfitt að fá upplýsingar þaðan,“ segir hann. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Ellefu eru látnir og yfir fjörutíu slasaðir eftir árás Rússa á verslunarmiðstöð í Donetsk-héraði í dag. Yfirvöld í Úkraínu segja að sprengju hafi verið varpað úr rússneskri flugvél um hábjartan dag. Þykkan svartan reyk lagði frá byggingunni eftir árásina. Úkraínumenn sækja fram Þá hélt úkraínski herinn áfram sókn sinni, sem sögð er ná nokkra kílómetra inn fyrir landamærin í Kursk-hérað í Rússlandi, fjórða daginn í röð. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði og fylgist náið með stöðunni. „Úkraína hefur ráðist inn í Rússland á mjög öflugan hátt, og í algjöru leyni, það sá þetta enginn fyrir. Það virðist vera að þeir hafi verið að undirbúa þessar aðgerðir í alla veganna tvo þrjá mánuði. Þannig að staðan er sú að Úkraína hefur ráðist inn í Kurs hérað í Rússlandi og er að taka þar stór landsvæði undir sig,“ segir Óskar. Rússum virðist hafa gegnið brösulega að verjast, en athygli Rússa hafi að undanförnu verið á aðgerðir þeirra í Donbas og annars staðar í Úkraínu. „Þeir eru í algjörri ringulreið, það er búið að stöðva öll samskipti að stórum hluta hjá Rússum og milli herdeilda. Þeir eru ekki með varnarnet og eiga erfitt með að hindra þessar aðgerðir,“ segir Óskar. Enginn bjóst við gagnárás Hann segir erfitt að segja til um hvort staðan sem er uppi núna marki tímamót í stríðinu, og segir mikilvægt að setja fyrirvara við þær upplýsingar sem berast frá stríðandi fylkingum. „Það bjóst einhvern veginn ekki við því að þeir myndu fara inn í Rússland. Það er ekkert sem bannar það, það er ekkert ólöglegt við þessar aðgerðir samkvæmt alþjóðalögum. Genfarsáttmálinn er mjög skýr um það að það er ekki bara önnur þjóð sem má ráðast inn þegar kemur að stríði, þetta er bara svar við aðgerðum Rússa,“ segir Óskar. Hann segir erfitt að spá fyrir frekari aðgerðir Úkraínumanna í framhaldinu. „Það hvílir svakaleg leynd yfir öllu saman og þangað til þetta kom fram voru engar upplýsingar um þetta. Það sama gildir um áframhaldandi aðgerðir hjá Úkraínumönnum, það er mjög erfitt að fá upplýsingar þaðan,“ segir hann.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira