Rússar lýsa yfir neyðarástandi Jón Ísak Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 9. ágúst 2024 23:18 Vladimir Putin Rússlandsforseti. Rússar hafa nú lýst yfir neyðarástandi, en Úkraínumenn hófu gagnárás innan landamæra Rússlands í vikunni. AP Rússar hafa lýst yfir neyðarástandi vegna gagnárásar Úkraínumanna innan landamæra Rússlands sem hófst fyrr í vikunni. Mikil leynd virðist hvíla yfir aðgerðum Úkraínumanna að sögn íslensks blaðamanns í Úkraínu. Árásin hafi komið Rússum í opna skjöldu. Ellefu eru látnir og yfir fjörutíu slasaðir eftir árás Rússa á verslunarmiðstöð í Donetsk-héraði í dag. Yfirvöld í Úkraínu segja að sprengju hafi verið varpað úr rússneskri flugvél um hábjartan dag. Þykkan svartan reyk lagði frá byggingunni eftir árásina. Úkraínumenn sækja fram Þá hélt úkraínski herinn áfram sókn sinni, sem sögð er ná nokkra kílómetra inn fyrir landamærin í Kursk-hérað í Rússlandi, fjórða daginn í röð. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði og fylgist náið með stöðunni. „Úkraína hefur ráðist inn í Rússland á mjög öflugan hátt, og í algjöru leyni, það sá þetta enginn fyrir. Það virðist vera að þeir hafi verið að undirbúa þessar aðgerðir í alla veganna tvo þrjá mánuði. Þannig að staðan er sú að Úkraína hefur ráðist inn í Kurs hérað í Rússlandi og er að taka þar stór landsvæði undir sig,“ segir Óskar. Rússum virðist hafa gegnið brösulega að verjast, en athygli Rússa hafi að undanförnu verið á aðgerðir þeirra í Donbas og annars staðar í Úkraínu. „Þeir eru í algjörri ringulreið, það er búið að stöðva öll samskipti að stórum hluta hjá Rússum og milli herdeilda. Þeir eru ekki með varnarnet og eiga erfitt með að hindra þessar aðgerðir,“ segir Óskar. Enginn bjóst við gagnárás Hann segir erfitt að segja til um hvort staðan sem er uppi núna marki tímamót í stríðinu, og segir mikilvægt að setja fyrirvara við þær upplýsingar sem berast frá stríðandi fylkingum. „Það bjóst einhvern veginn ekki við því að þeir myndu fara inn í Rússland. Það er ekkert sem bannar það, það er ekkert ólöglegt við þessar aðgerðir samkvæmt alþjóðalögum. Genfarsáttmálinn er mjög skýr um það að það er ekki bara önnur þjóð sem má ráðast inn þegar kemur að stríði, þetta er bara svar við aðgerðum Rússa,“ segir Óskar. Hann segir erfitt að spá fyrir frekari aðgerðir Úkraínumanna í framhaldinu. „Það hvílir svakaleg leynd yfir öllu saman og þangað til þetta kom fram voru engar upplýsingar um þetta. Það sama gildir um áframhaldandi aðgerðir hjá Úkraínumönnum, það er mjög erfitt að fá upplýsingar þaðan,“ segir hann. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Sjá meira
Ellefu eru látnir og yfir fjörutíu slasaðir eftir árás Rússa á verslunarmiðstöð í Donetsk-héraði í dag. Yfirvöld í Úkraínu segja að sprengju hafi verið varpað úr rússneskri flugvél um hábjartan dag. Þykkan svartan reyk lagði frá byggingunni eftir árásina. Úkraínumenn sækja fram Þá hélt úkraínski herinn áfram sókn sinni, sem sögð er ná nokkra kílómetra inn fyrir landamærin í Kursk-hérað í Rússlandi, fjórða daginn í röð. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði og fylgist náið með stöðunni. „Úkraína hefur ráðist inn í Rússland á mjög öflugan hátt, og í algjöru leyni, það sá þetta enginn fyrir. Það virðist vera að þeir hafi verið að undirbúa þessar aðgerðir í alla veganna tvo þrjá mánuði. Þannig að staðan er sú að Úkraína hefur ráðist inn í Kurs hérað í Rússlandi og er að taka þar stór landsvæði undir sig,“ segir Óskar. Rússum virðist hafa gegnið brösulega að verjast, en athygli Rússa hafi að undanförnu verið á aðgerðir þeirra í Donbas og annars staðar í Úkraínu. „Þeir eru í algjörri ringulreið, það er búið að stöðva öll samskipti að stórum hluta hjá Rússum og milli herdeilda. Þeir eru ekki með varnarnet og eiga erfitt með að hindra þessar aðgerðir,“ segir Óskar. Enginn bjóst við gagnárás Hann segir erfitt að segja til um hvort staðan sem er uppi núna marki tímamót í stríðinu, og segir mikilvægt að setja fyrirvara við þær upplýsingar sem berast frá stríðandi fylkingum. „Það bjóst einhvern veginn ekki við því að þeir myndu fara inn í Rússland. Það er ekkert sem bannar það, það er ekkert ólöglegt við þessar aðgerðir samkvæmt alþjóðalögum. Genfarsáttmálinn er mjög skýr um það að það er ekki bara önnur þjóð sem má ráðast inn þegar kemur að stríði, þetta er bara svar við aðgerðum Rússa,“ segir Óskar. Hann segir erfitt að spá fyrir frekari aðgerðir Úkraínumanna í framhaldinu. „Það hvílir svakaleg leynd yfir öllu saman og þangað til þetta kom fram voru engar upplýsingar um þetta. Það sama gildir um áframhaldandi aðgerðir hjá Úkraínumönnum, það er mjög erfitt að fá upplýsingar þaðan,“ segir hann.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Sjá meira