Íslenski boltinn

Bestu mörkin: Fyrrum Valsari og Víkingur hituðu upp fyrir um­ferð helgarinnar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Rebekka var leikmaður Vals og Lára lék með Víkingi. 
Rebekka var leikmaður Vals og Lára lék með Víkingi.  Fotbolti.net / Hafliði Breiðfjörð

Mist Rúnarsdóttir hitaði upp fyrir sextándu umferð Bestu deildar kvenna og fékk til sín góða gesti, þær Láru Hafliðadóttur og Rebekku Sverrisdóttur, fyrrum knattspyrnukonur sem sitja í stjórn hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna.

Það var að venju farið yfir umferðina sem framundan er og stöðuna í deildinni en þar eru Íslandsmeistarar Vals, sem Rebekka spilaði með í fyrra, í efsta sæti.

Öllu lengra er síðan Lára lagði skóna á hilluna en hún spilaði síðast með Víkingi í næstefstu deild árið 2016. Síðan þá hefur félagið unnið sig upp og spilar nú í efstu deild.

Þær stöllur þrjár fóru yfir víðan völl og ræddu ýmis málefni tengd kvennaknattspyrnu, ásamt því að hita vel upp fyrir sextándu umferðina að sjálfsögðu en hún hefst með þremur leikjum í kvöld og lýkur svo með tveimur leikjum á morgun.

Klippa: Upphitun fyrir 16. umferð Bestu deildar kvenna

Upphitunarþáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikjafyrirkomulagið hér fyrir neðan en allir leikir verða í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2.

Föstudagur, 9. ágúst

  • 18:00 – Tindastóll-Þróttur R.
  • 18:00 – FH-Fylkir
  • 18:00 – Stjarnan-Valur

Laugardagur, 10. ágúst

  • 14:00 – Keflavík-Víkingur
  • 16:00 – Breiðablik-Þór/KA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×