Hraðskreiður skemmtibátur á sænskum fána tengist rannsókninni Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 9. ágúst 2024 12:06 Lögreglan við bátinn sem um ræðir í gærkvöldi. Sverrir Aðalsteinsson Umfangsmikil lögregluaðgerð í Höfn í Hornafirði í gær beindist að bát sem siglir undir sænskum fána. Um er að ræða hraðskreiðan skemmtibát sem kom til Hafnar frá Færeyjum. Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér yfirlýsingu vegna aðgerðanna á tólfta tímanum í dag. Í henni kemur fram að við tollaeftirlit lögreglu á Höfn í Hornafirði í gær hafi vaknað grunsemdir lögreglumanna um refsiverða háttsemi sem tengist fíkniefnum. Lögegla hafi fengið aðstoð frá tollgæslunni og miðlægri rannsóknardeild til að skoða málið frekar. Þá kom fram að rannsókn málsins væri skammt á veg komin. Samkvæmt vefnum Marinetraffic kom báturinn til Hafnar í Hornafirði frá Vestmannahöfn í Færeyjum. Á mynd sem birtist á vefnum má sjá lögreglumenn við eða um borð í bátnum. Starfsfólk Landhelgisgæslunnar og sérsveitar ríkislögreglustjóra komu að aðgerðunum. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir hlutverk Landhelgisgæslu og sérsveitar aðallega hafa falist í flutningi á fólki sem kom að aðgerðunum. Hann vill að svo stöddu ekki staðfesta að um fíkniefniainnflutning sé að ræða. „Það er svona, eins og ég segi, það sem við erum að skoða akkúrat núna, og sjá um hvað ræðir,“ sagði Sveinn í samtali við fréttastofu. Fjallað var um málið á vef mbl.is í gær, en þar sagði að fyrri frétt sem birt hafði verið á vefnum hefði verði fjarlægð að beiðni lögreglu. „Þegar við erum að vinna þessi mál þá þurfum við ákveðið næði og frið til vinnu, og getum ekki látið allt frá okkur og getum ekki upplýst um allt sem við erum að gera. Þannig að væntanlega hefur það verið þannig að hún hefur komið á óheppilegum tíma inn.“ Ekki liggur fyrir hvort einhver yfir höfuð eða hversu margir hafi verið handteknir í aðgerðunum. Fíkniefnabrot Lögreglumál Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér yfirlýsingu vegna aðgerðanna á tólfta tímanum í dag. Í henni kemur fram að við tollaeftirlit lögreglu á Höfn í Hornafirði í gær hafi vaknað grunsemdir lögreglumanna um refsiverða háttsemi sem tengist fíkniefnum. Lögegla hafi fengið aðstoð frá tollgæslunni og miðlægri rannsóknardeild til að skoða málið frekar. Þá kom fram að rannsókn málsins væri skammt á veg komin. Samkvæmt vefnum Marinetraffic kom báturinn til Hafnar í Hornafirði frá Vestmannahöfn í Færeyjum. Á mynd sem birtist á vefnum má sjá lögreglumenn við eða um borð í bátnum. Starfsfólk Landhelgisgæslunnar og sérsveitar ríkislögreglustjóra komu að aðgerðunum. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir hlutverk Landhelgisgæslu og sérsveitar aðallega hafa falist í flutningi á fólki sem kom að aðgerðunum. Hann vill að svo stöddu ekki staðfesta að um fíkniefniainnflutning sé að ræða. „Það er svona, eins og ég segi, það sem við erum að skoða akkúrat núna, og sjá um hvað ræðir,“ sagði Sveinn í samtali við fréttastofu. Fjallað var um málið á vef mbl.is í gær, en þar sagði að fyrri frétt sem birt hafði verið á vefnum hefði verði fjarlægð að beiðni lögreglu. „Þegar við erum að vinna þessi mál þá þurfum við ákveðið næði og frið til vinnu, og getum ekki látið allt frá okkur og getum ekki upplýst um allt sem við erum að gera. Þannig að væntanlega hefur það verið þannig að hún hefur komið á óheppilegum tíma inn.“ Ekki liggur fyrir hvort einhver yfir höfuð eða hversu margir hafi verið handteknir í aðgerðunum.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira