Kominn tími til að Hopp og Zolo fái samkeppni Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2024 13:00 Martin Tansøy er rekstarstjóri hjá Bolt. Til að byrja með verða átta hundruð Bolt-hjól í Reykjavík. bolt Eistneska rafhlaupahjólaleigan Bolt hóf starfsemi á Íslandi í gær. Leiguverðið er mun lægra en hefur áður tíðkast á Íslandi og segir rekstrarstjórinn markmið þeirra að vera ávallt með lægsta verðið. Reynt verður að koma í veg fyrir að fólk undir áhrifum áfengis noti hjólin. Til að byrja með er fyrirtækið með átta hundruð hjól í Reykjavík. Ekkert startgjald er á hjólunum, ólíkt því sem þekkist hjá hinum tveimur leigunum sem starfa hér á landi. Þar er startgjald upp á um 115 krónur. Þá mun mínúta á hjólum Bolt kosta fimmtán krónur, en aðrar leigur rukka um 39 krónur fyrir mínútuna. Martin Tansøy, rekstarstjóri hjá Bolt, segir verðlagningu á rafhlaupahjólum vera of háa og ætlar fyrirtækið sér að reyna að bjóða alltaf upp á lægsta verðið. „Ef þú berð verðið á Íslandi saman við þau í öðrum Evrópuríkjum er það reyndar mjög hátt. Það er einnig vegna skorts á samkeppni. Ég held að það sé kominn tími til að Hopp og Zolo fái samkeppni á markaðinn. Þetta mun hafa góð áhrif fyrir neytendur og borgina, vegna þess að því sem verðið er lægra, því meira notar fólk hjólin,“ segir Martin. Að leigja Bolt-hjólin er mun ódýrara en hjá samkeppnisaðilunum.Bolt Í öðrum löndum bíður Bolt einnig upp á deilibíla, rafmagnshjól og fleira. Martin segir að hann viti ekki til þess að Bolt víkki starfsemina hér í bili. Reynt verður að koma í veg fyrir að fólk undir áhrifum áfengis noti hjólin með því að láta það taka viðbragðspróf. Þeim sem standast prófið ekki verður þó ekki meinað að leigja hjólin enda sumir með slakari síma, almennt skertan viðbragðstíma og fleira. Martin vonast til þess að fólk verði samviskusamt eftir að hafa tekið prófið. „Við getum ekki neitt fólk til að framfylgja lögum, en við munum gera það sem við getum til að reyna að fá viðskiptavini okkar til að taka réttar ákvarðanir og vekja athygli á því að það sé ólöglegt að keyra hjólin undir áhrifum áfengis. Þú ert mun líklegri til að slasast þá,“ segir Martin. Rafhlaupahjól Eistland Neytendur Verðlag Samgöngur Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira
Til að byrja með er fyrirtækið með átta hundruð hjól í Reykjavík. Ekkert startgjald er á hjólunum, ólíkt því sem þekkist hjá hinum tveimur leigunum sem starfa hér á landi. Þar er startgjald upp á um 115 krónur. Þá mun mínúta á hjólum Bolt kosta fimmtán krónur, en aðrar leigur rukka um 39 krónur fyrir mínútuna. Martin Tansøy, rekstarstjóri hjá Bolt, segir verðlagningu á rafhlaupahjólum vera of háa og ætlar fyrirtækið sér að reyna að bjóða alltaf upp á lægsta verðið. „Ef þú berð verðið á Íslandi saman við þau í öðrum Evrópuríkjum er það reyndar mjög hátt. Það er einnig vegna skorts á samkeppni. Ég held að það sé kominn tími til að Hopp og Zolo fái samkeppni á markaðinn. Þetta mun hafa góð áhrif fyrir neytendur og borgina, vegna þess að því sem verðið er lægra, því meira notar fólk hjólin,“ segir Martin. Að leigja Bolt-hjólin er mun ódýrara en hjá samkeppnisaðilunum.Bolt Í öðrum löndum bíður Bolt einnig upp á deilibíla, rafmagnshjól og fleira. Martin segir að hann viti ekki til þess að Bolt víkki starfsemina hér í bili. Reynt verður að koma í veg fyrir að fólk undir áhrifum áfengis noti hjólin með því að láta það taka viðbragðspróf. Þeim sem standast prófið ekki verður þó ekki meinað að leigja hjólin enda sumir með slakari síma, almennt skertan viðbragðstíma og fleira. Martin vonast til þess að fólk verði samviskusamt eftir að hafa tekið prófið. „Við getum ekki neitt fólk til að framfylgja lögum, en við munum gera það sem við getum til að reyna að fá viðskiptavini okkar til að taka réttar ákvarðanir og vekja athygli á því að það sé ólöglegt að keyra hjólin undir áhrifum áfengis. Þú ert mun líklegri til að slasast þá,“ segir Martin.
Rafhlaupahjól Eistland Neytendur Verðlag Samgöngur Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira