Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. ágúst 2024 12:31 Hilmar Örn Hafsteinsson, formaður KR-klúbbsins, var á meðal þeirra sem fór í fýluferð í gærkvöld. Samsett/Vísir Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. Líkt og greint var frá á Vísi í gær þurfti að aflýsa fyrirhuguðum leik KR við HK þar sem annað markið í Kórnum reyndist brotið. Varamark HK-inga passaði ekki í hólfin fyrir markstangirnar í grasinu og þá uppfyllti annað varamark sem trillað var inn á völlinn ekki kröfur. Fjölmargir gerðu sér ferð í Kórinn í gær til að sjá leikinn, þar á meðal var stuðningssveit KR-inga sem gerðu sér rútuferð í Kórinn. Slík ferð hefur verið farin á alla útileiki sumarsins. „Eins og fyrir alla útileiki bauð KR-klúbburinn stuðningsmönnum upp á fljótandi veigar fyrir stuðningsmenn á Rauða Ljóninu fyrir leik og rútuferð á völlinn. Það var fín mæting í gær þrátt fyrir dapurt gengi í sumar og galvösk sveit stuðningsmanna sem var ferjuð í Kórinn,“ segir Hilmar Örn Hafsteinsson, formaður KR-klúbbsins í samtali við Vísi. Ljóst er að kostnaðurinn er þónokkur af slíku en KR-ingar fengu ekki mikið fyrir peninginn. Þetta var dýrt spaug. „Það verður seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir en alls fésins í sjóðnum var aflað á fjáröflunarkvöldi stuttu áður en tímabilið hófst. Það er því bagalegt að hluti af fjármunum klúbbsins hafi verið nýttir til að skapa stemningu og ferja stuðningsfólk á viðburð sem fór svo ekki fram vegna klúðurs heimaliðsins,“ segir Hilmar. Þjálfarar KR ákváðu að slá upp æfingu á vellinum fyrst leikurinn gat ekki farið fram og tóku stuðningsmennirnir því upp á því að syngja til sinna manna á meðan þeir æfðu. „Menn gerðu gott úr þessu og hvöttu sitt lið til dáða á æfingunni,“ segir Hilmar sem er þakklátur fyrir góðar móttökur í Kórnum. „Við í KR-klúbbnum viljum skila sérstökum þökkum til starfsfólks og sjálfboðaliða HK sem tóku vel á móti stuðningsfólki og vildu allt fyrir þau gera.“ Besta deild karla KR HK Kópavogur Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í gær þurfti að aflýsa fyrirhuguðum leik KR við HK þar sem annað markið í Kórnum reyndist brotið. Varamark HK-inga passaði ekki í hólfin fyrir markstangirnar í grasinu og þá uppfyllti annað varamark sem trillað var inn á völlinn ekki kröfur. Fjölmargir gerðu sér ferð í Kórinn í gær til að sjá leikinn, þar á meðal var stuðningssveit KR-inga sem gerðu sér rútuferð í Kórinn. Slík ferð hefur verið farin á alla útileiki sumarsins. „Eins og fyrir alla útileiki bauð KR-klúbburinn stuðningsmönnum upp á fljótandi veigar fyrir stuðningsmenn á Rauða Ljóninu fyrir leik og rútuferð á völlinn. Það var fín mæting í gær þrátt fyrir dapurt gengi í sumar og galvösk sveit stuðningsmanna sem var ferjuð í Kórinn,“ segir Hilmar Örn Hafsteinsson, formaður KR-klúbbsins í samtali við Vísi. Ljóst er að kostnaðurinn er þónokkur af slíku en KR-ingar fengu ekki mikið fyrir peninginn. Þetta var dýrt spaug. „Það verður seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir en alls fésins í sjóðnum var aflað á fjáröflunarkvöldi stuttu áður en tímabilið hófst. Það er því bagalegt að hluti af fjármunum klúbbsins hafi verið nýttir til að skapa stemningu og ferja stuðningsfólk á viðburð sem fór svo ekki fram vegna klúðurs heimaliðsins,“ segir Hilmar. Þjálfarar KR ákváðu að slá upp æfingu á vellinum fyrst leikurinn gat ekki farið fram og tóku stuðningsmennirnir því upp á því að syngja til sinna manna á meðan þeir æfðu. „Menn gerðu gott úr þessu og hvöttu sitt lið til dáða á æfingunni,“ segir Hilmar sem er þakklátur fyrir góðar móttökur í Kórnum. „Við í KR-klúbbnum viljum skila sérstökum þökkum til starfsfólks og sjálfboðaliða HK sem tóku vel á móti stuðningsfólki og vildu allt fyrir þau gera.“
Besta deild karla KR HK Kópavogur Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira