Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. ágúst 2024 12:31 Hilmar Örn Hafsteinsson, formaður KR-klúbbsins, var á meðal þeirra sem fór í fýluferð í gærkvöld. Samsett/Vísir Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. Líkt og greint var frá á Vísi í gær þurfti að aflýsa fyrirhuguðum leik KR við HK þar sem annað markið í Kórnum reyndist brotið. Varamark HK-inga passaði ekki í hólfin fyrir markstangirnar í grasinu og þá uppfyllti annað varamark sem trillað var inn á völlinn ekki kröfur. Fjölmargir gerðu sér ferð í Kórinn í gær til að sjá leikinn, þar á meðal var stuðningssveit KR-inga sem gerðu sér rútuferð í Kórinn. Slík ferð hefur verið farin á alla útileiki sumarsins. „Eins og fyrir alla útileiki bauð KR-klúbburinn stuðningsmönnum upp á fljótandi veigar fyrir stuðningsmenn á Rauða Ljóninu fyrir leik og rútuferð á völlinn. Það var fín mæting í gær þrátt fyrir dapurt gengi í sumar og galvösk sveit stuðningsmanna sem var ferjuð í Kórinn,“ segir Hilmar Örn Hafsteinsson, formaður KR-klúbbsins í samtali við Vísi. Ljóst er að kostnaðurinn er þónokkur af slíku en KR-ingar fengu ekki mikið fyrir peninginn. Þetta var dýrt spaug. „Það verður seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir en alls fésins í sjóðnum var aflað á fjáröflunarkvöldi stuttu áður en tímabilið hófst. Það er því bagalegt að hluti af fjármunum klúbbsins hafi verið nýttir til að skapa stemningu og ferja stuðningsfólk á viðburð sem fór svo ekki fram vegna klúðurs heimaliðsins,“ segir Hilmar. Þjálfarar KR ákváðu að slá upp æfingu á vellinum fyrst leikurinn gat ekki farið fram og tóku stuðningsmennirnir því upp á því að syngja til sinna manna á meðan þeir æfðu. „Menn gerðu gott úr þessu og hvöttu sitt lið til dáða á æfingunni,“ segir Hilmar sem er þakklátur fyrir góðar móttökur í Kórnum. „Við í KR-klúbbnum viljum skila sérstökum þökkum til starfsfólks og sjálfboðaliða HK sem tóku vel á móti stuðningsfólki og vildu allt fyrir þau gera.“ Besta deild karla KR HK Kópavogur Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í gær þurfti að aflýsa fyrirhuguðum leik KR við HK þar sem annað markið í Kórnum reyndist brotið. Varamark HK-inga passaði ekki í hólfin fyrir markstangirnar í grasinu og þá uppfyllti annað varamark sem trillað var inn á völlinn ekki kröfur. Fjölmargir gerðu sér ferð í Kórinn í gær til að sjá leikinn, þar á meðal var stuðningssveit KR-inga sem gerðu sér rútuferð í Kórinn. Slík ferð hefur verið farin á alla útileiki sumarsins. „Eins og fyrir alla útileiki bauð KR-klúbburinn stuðningsmönnum upp á fljótandi veigar fyrir stuðningsmenn á Rauða Ljóninu fyrir leik og rútuferð á völlinn. Það var fín mæting í gær þrátt fyrir dapurt gengi í sumar og galvösk sveit stuðningsmanna sem var ferjuð í Kórinn,“ segir Hilmar Örn Hafsteinsson, formaður KR-klúbbsins í samtali við Vísi. Ljóst er að kostnaðurinn er þónokkur af slíku en KR-ingar fengu ekki mikið fyrir peninginn. Þetta var dýrt spaug. „Það verður seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir en alls fésins í sjóðnum var aflað á fjáröflunarkvöldi stuttu áður en tímabilið hófst. Það er því bagalegt að hluti af fjármunum klúbbsins hafi verið nýttir til að skapa stemningu og ferja stuðningsfólk á viðburð sem fór svo ekki fram vegna klúðurs heimaliðsins,“ segir Hilmar. Þjálfarar KR ákváðu að slá upp æfingu á vellinum fyrst leikurinn gat ekki farið fram og tóku stuðningsmennirnir því upp á því að syngja til sinna manna á meðan þeir æfðu. „Menn gerðu gott úr þessu og hvöttu sitt lið til dáða á æfingunni,“ segir Hilmar sem er þakklátur fyrir góðar móttökur í Kórnum. „Við í KR-klúbbnum viljum skila sérstökum þökkum til starfsfólks og sjálfboðaliða HK sem tóku vel á móti stuðningsfólki og vildu allt fyrir þau gera.“
Besta deild karla KR HK Kópavogur Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira