JBT gerði í vor tilboð í allt hlutafé Marels og hafa helstu skilmálar þegar verið samþykktir. Sameinað félag á að heita JBT Marel Corporation. Það verður skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Í tilkynningu Marels til Kauphallar segir að vinnu JBT og Marel við að uppfylla önnur skilyrði tilboðsins miðar vel.
„Félögin hafa skilað inn tilkynningum í viðeigandi löndum og landssvæðum um fyrirhugaða sameiningu og eiga nú í samskiptum við eftirlitsaðila um samþykki þeirra svo hægt verði að ganga frá viðskiptunum,“ segir í tilkynningu Marels.
Valfrjálst tilboð JBT í Marel renni út klukkan 17 þann 2. september næstkomandi nema tilboðstíminn verði framlengdur í samræmi við samkomulag milli félaganna frá því í apríl.
„JBT vinnur sömuleiðis að undirbúningi umsóknar um tvískráningu hlutabréfa félagsins á Nasdaq Iceland. Er þess vænst að viðskiptin gangi í gegn fyrir lok árs 2024.“