Umfangsmiklar breytingar í menntakerfinu framundan Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2024 08:01 Ásmundur Einar Daðason er mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að framundan séu einhverjar umfangsmestu breytingar á íslensku menntakerfi sem hafa orðið. Nýtt og betra samræmt námsmat, Matsferill, muni leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. „Það er þannig að við erum búin að vera vinna að breytingum í íslensku menntakerfi, sem eru byggðar á menntastefnu til 2030. Aðgerðirnar sem við erum að vinna að þar, fela í sér einhverjar umfangsmestu breytingar á íslensku menntakerfi sem hafa orðið," segir Ásmundur. Áform mennta- og barnamálaráðherra um frumvarp til breytinga á grunnskólalögum sem fólu meðal annars í sér afnám samræmdra prófa, birtust í samráðsgátt í sumar og hafa miklar umræður verið um málefni grunnskólanna í kjölfarið. Viðskiptaráð Íslands galt varhug við fyrirhuguðu brotthvarfi samræmdra prófa í umsögn sinni um áformin, og sögðu einnig að Kennarasambandið hefði leitt málaflokkinn í öngstræti. Matsferillinn miklu betra verkfæri Ásmundur segir að Matsferillinn, sem kemur til með að leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi, sé miklu betra samræmt námsmat. „Hugsunin á bak við þennan Matsferil er sú að þetta sé miklu betra verkfæri fyrir skólana til að nýta dag frá degi fyrir nemendurna til að sjá framfarir, og býður líka upp á möguleikann á því að tengja við nýjan gagnagrunn sem tekur til starfa nú í október," segir Ásmundur. Hann segir að lykilatriðið í þessu sé tenging við nýjan gagnagrunn sem nú er í smíðum, og hefur fengið nafnið Frigg. „Ætlunin er að í fyrsta skiptið veðri hægt að halda utan um upplýsingar um alla nemendur á einum stað á Íslandi, og það geti fylgt þeim milli skóla," segir hann. Matsferillinn byggi á styttri stöðuprófum, en gefi einnig tækifæri til þess að tengja inn ýmsa félagslega þætti. Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og þjónustu, gerði grein fyrir Matsferlinum í grein á vef stofnunarinnar í dag. Freyja Birgisdóttir sviðsstjóri.Miðstöð menntunar og skólaþjónustu „Matsferill er safn matstækja sem dregur upp heildstæða mynd af námslegri stöðu og framförum nemenda jafnt og þétt yfir skólagönguna og kemur auga á þau börn sem telja má í áhættu vegna framvindu í námi og þroska," segir Freyja. Markmið matsferilsins sé tvíþætt: Annars vegar að fylgjast með hverju barni og tryggja að það fái viðeigandi kennslu og stuðning, og hins vegar að afla upplýsinga um stöðu skólakerfisins í heild. Matsferillinn samræmdur „Það hefur verið talað um að Matsferill sé ekki samræmdur og sé ekki samræmt mat," segir Ásmundur. Hann segir stöðuprófin sannarlega samræmd. Haldið verði utan um þau á einum stað, og gert verði ráð fyrir því að bjóða sérstakan prófagagnagrunn til þess að halda utan um þau, og svo tengja þau inn í þetta nýja kerfi. Ásmundur segir að Matsferillinn sé þegar að hluta kominn í gagnið. „Við erum komin af stað með lesfimihlutann og erum að nota hann í mjög mörgum skólum. Það er verið að prófa núna lesskilningspróf í einhverjum tuttugu skólum nú í haust, og meiningin er að það fari svo til innleiðingar árið eftir og svo er stærðfræðin að koma samhliða." Freyja segir stöðu- og framvindupróf mikilvægan hluta Matsferils. Flestir skólar hafi í nokkur ár lagt mat á stöðu og framfarir nemenda í lesfimi, og næstu skref snúi að prófum og lesskilningi og stærðfræði. Kennarar muni leggja þau próf fyrir einu sinni til tvisvar á hverju skólaári. „Stöðu- og framvindupróf Matsferils eru samræmd en fyrirlögn sveigjanlegri en í tilfelli gömlu samræmdu prófanna," segir Freyja. Hverju prófi fylgi aldursbundin viðmið um framvindu og því mögulegt að bera niðurstöður hvers nemenda, bekkjar eða skóla saman við niðurstöður fyrir landið í heild. Miklir umrótstímar í íslensku menntakerfi Ásmundur segir að með þessu verði hægt að grípa krakkana „miklu miklu fyrr" þegar frávik verða í námi. Samhliða þessum breytingum sé einnig verið að ljúka við ný lög um námsgögn, en fyrirhuguð er gríðarleg aukning í námsgagnagerð. Eins verði frumvarp lagt fram um skólaþjónustu og inngildandi menntun, sem búið er að vinna í samráði við fjölda aðila. „Þannig við erum í einhverjum umfangsmestu breytingum sem hafa orðið í menntakerfinu. Við erum að fara úr þessum gamla tíma sem samræmdu prófin voru, við erum að gera allt sem við getum til þess að vinna það hratt og vel," segir Ásmundur. Innleiðingin langtímaverkefni Þá hefur einnig verið kvartað yfir óvissu og áætlunarleysi um upptöku nýja námsmatsins. Ekki liggi fyrir hvenær Matsferillinn verði tilbúinn að fullu og tekinn til notkunar. Umboðsmaður barna sendi ráðherra bréf fyrir tveimur vikum, þar sem óskað var eftir upplýsingum hvort skýr og heildstæð áætlun um innleiðingu á nýja samræmda námsmatinu væri til staðar. Einnig var óskað eftir því að ráðuneytið legði fram skýrslu, sem lögum samkvæmt á að leggja fram á þriggja ára fresti en hefur ekki verið lögð fram síðan 2019. Ásmundur segir að innleiðingarásinn liggi fyrir, en alltaf sé verið að leita leiða til að flýta honum. Í grein Freyju segir að innleiðing Matsferilsins sé langtímaverkefni. Hann samanstandi af fjölbreyttum prófum og verkfærum. „Á næstu tveimur árum verður áhersla lögð á að innleiða stöðu- og framvindupróf í lesskilningi og stærðfræði. Til þess að sem best takist til höfum við óskað samstarfs við tuttugu skóla á landsvísu um að nota prófin næsta skólaár," segir Freyja. Þau verði svo innleidd í alla skóla skólaárið 2025 til 2026. Fagnar skoðanaskiptum „Það eru miklir umrótstímar, og það er ekkert óeðlilegt að það séu aðeins skiptar skoðanir um stefnur og strauma í því," segir Ásmundur. „Ég fagna því að fólk skiptist á skoðunum, og við viljum svo sannarlega að það sé þannig áfram." Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir „Sorglegt og alvarlegt“ hvernig málum er komið í grunnskólum Björn Bjarnason segir óvissu ríkja í málaflokki grunnskólanna undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar. Á einföldu máli megi segja að hann sé að „redda grunnskólastarfi fyrir horn.“ Það sé sorglegt og alvarlegt að málum sé þannig komið í málaflokknum. 8. ágúst 2024 11:35 Ragnar Þór kennir Pawel eitt og annað í kennslufræðum Upp er sprottin athyglisverð ritdeila milli þeirra Ragnars Þórs Péturssonar kennara og Pawels Bartoszek, stærðfræðings og varaborgarfulltrúa um námsárangur og námsmat. 26. júlí 2024 10:51 Segir aðkomu Kennarasambandsins ekkert nema eðlilega Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. 20. júlí 2024 19:51 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
„Það er þannig að við erum búin að vera vinna að breytingum í íslensku menntakerfi, sem eru byggðar á menntastefnu til 2030. Aðgerðirnar sem við erum að vinna að þar, fela í sér einhverjar umfangsmestu breytingar á íslensku menntakerfi sem hafa orðið," segir Ásmundur. Áform mennta- og barnamálaráðherra um frumvarp til breytinga á grunnskólalögum sem fólu meðal annars í sér afnám samræmdra prófa, birtust í samráðsgátt í sumar og hafa miklar umræður verið um málefni grunnskólanna í kjölfarið. Viðskiptaráð Íslands galt varhug við fyrirhuguðu brotthvarfi samræmdra prófa í umsögn sinni um áformin, og sögðu einnig að Kennarasambandið hefði leitt málaflokkinn í öngstræti. Matsferillinn miklu betra verkfæri Ásmundur segir að Matsferillinn, sem kemur til með að leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi, sé miklu betra samræmt námsmat. „Hugsunin á bak við þennan Matsferil er sú að þetta sé miklu betra verkfæri fyrir skólana til að nýta dag frá degi fyrir nemendurna til að sjá framfarir, og býður líka upp á möguleikann á því að tengja við nýjan gagnagrunn sem tekur til starfa nú í október," segir Ásmundur. Hann segir að lykilatriðið í þessu sé tenging við nýjan gagnagrunn sem nú er í smíðum, og hefur fengið nafnið Frigg. „Ætlunin er að í fyrsta skiptið veðri hægt að halda utan um upplýsingar um alla nemendur á einum stað á Íslandi, og það geti fylgt þeim milli skóla," segir hann. Matsferillinn byggi á styttri stöðuprófum, en gefi einnig tækifæri til þess að tengja inn ýmsa félagslega þætti. Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og þjónustu, gerði grein fyrir Matsferlinum í grein á vef stofnunarinnar í dag. Freyja Birgisdóttir sviðsstjóri.Miðstöð menntunar og skólaþjónustu „Matsferill er safn matstækja sem dregur upp heildstæða mynd af námslegri stöðu og framförum nemenda jafnt og þétt yfir skólagönguna og kemur auga á þau börn sem telja má í áhættu vegna framvindu í námi og þroska," segir Freyja. Markmið matsferilsins sé tvíþætt: Annars vegar að fylgjast með hverju barni og tryggja að það fái viðeigandi kennslu og stuðning, og hins vegar að afla upplýsinga um stöðu skólakerfisins í heild. Matsferillinn samræmdur „Það hefur verið talað um að Matsferill sé ekki samræmdur og sé ekki samræmt mat," segir Ásmundur. Hann segir stöðuprófin sannarlega samræmd. Haldið verði utan um þau á einum stað, og gert verði ráð fyrir því að bjóða sérstakan prófagagnagrunn til þess að halda utan um þau, og svo tengja þau inn í þetta nýja kerfi. Ásmundur segir að Matsferillinn sé þegar að hluta kominn í gagnið. „Við erum komin af stað með lesfimihlutann og erum að nota hann í mjög mörgum skólum. Það er verið að prófa núna lesskilningspróf í einhverjum tuttugu skólum nú í haust, og meiningin er að það fari svo til innleiðingar árið eftir og svo er stærðfræðin að koma samhliða." Freyja segir stöðu- og framvindupróf mikilvægan hluta Matsferils. Flestir skólar hafi í nokkur ár lagt mat á stöðu og framfarir nemenda í lesfimi, og næstu skref snúi að prófum og lesskilningi og stærðfræði. Kennarar muni leggja þau próf fyrir einu sinni til tvisvar á hverju skólaári. „Stöðu- og framvindupróf Matsferils eru samræmd en fyrirlögn sveigjanlegri en í tilfelli gömlu samræmdu prófanna," segir Freyja. Hverju prófi fylgi aldursbundin viðmið um framvindu og því mögulegt að bera niðurstöður hvers nemenda, bekkjar eða skóla saman við niðurstöður fyrir landið í heild. Miklir umrótstímar í íslensku menntakerfi Ásmundur segir að með þessu verði hægt að grípa krakkana „miklu miklu fyrr" þegar frávik verða í námi. Samhliða þessum breytingum sé einnig verið að ljúka við ný lög um námsgögn, en fyrirhuguð er gríðarleg aukning í námsgagnagerð. Eins verði frumvarp lagt fram um skólaþjónustu og inngildandi menntun, sem búið er að vinna í samráði við fjölda aðila. „Þannig við erum í einhverjum umfangsmestu breytingum sem hafa orðið í menntakerfinu. Við erum að fara úr þessum gamla tíma sem samræmdu prófin voru, við erum að gera allt sem við getum til þess að vinna það hratt og vel," segir Ásmundur. Innleiðingin langtímaverkefni Þá hefur einnig verið kvartað yfir óvissu og áætlunarleysi um upptöku nýja námsmatsins. Ekki liggi fyrir hvenær Matsferillinn verði tilbúinn að fullu og tekinn til notkunar. Umboðsmaður barna sendi ráðherra bréf fyrir tveimur vikum, þar sem óskað var eftir upplýsingum hvort skýr og heildstæð áætlun um innleiðingu á nýja samræmda námsmatinu væri til staðar. Einnig var óskað eftir því að ráðuneytið legði fram skýrslu, sem lögum samkvæmt á að leggja fram á þriggja ára fresti en hefur ekki verið lögð fram síðan 2019. Ásmundur segir að innleiðingarásinn liggi fyrir, en alltaf sé verið að leita leiða til að flýta honum. Í grein Freyju segir að innleiðing Matsferilsins sé langtímaverkefni. Hann samanstandi af fjölbreyttum prófum og verkfærum. „Á næstu tveimur árum verður áhersla lögð á að innleiða stöðu- og framvindupróf í lesskilningi og stærðfræði. Til þess að sem best takist til höfum við óskað samstarfs við tuttugu skóla á landsvísu um að nota prófin næsta skólaár," segir Freyja. Þau verði svo innleidd í alla skóla skólaárið 2025 til 2026. Fagnar skoðanaskiptum „Það eru miklir umrótstímar, og það er ekkert óeðlilegt að það séu aðeins skiptar skoðanir um stefnur og strauma í því," segir Ásmundur. „Ég fagna því að fólk skiptist á skoðunum, og við viljum svo sannarlega að það sé þannig áfram."
Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir „Sorglegt og alvarlegt“ hvernig málum er komið í grunnskólum Björn Bjarnason segir óvissu ríkja í málaflokki grunnskólanna undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar. Á einföldu máli megi segja að hann sé að „redda grunnskólastarfi fyrir horn.“ Það sé sorglegt og alvarlegt að málum sé þannig komið í málaflokknum. 8. ágúst 2024 11:35 Ragnar Þór kennir Pawel eitt og annað í kennslufræðum Upp er sprottin athyglisverð ritdeila milli þeirra Ragnars Þórs Péturssonar kennara og Pawels Bartoszek, stærðfræðings og varaborgarfulltrúa um námsárangur og námsmat. 26. júlí 2024 10:51 Segir aðkomu Kennarasambandsins ekkert nema eðlilega Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. 20. júlí 2024 19:51 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
„Sorglegt og alvarlegt“ hvernig málum er komið í grunnskólum Björn Bjarnason segir óvissu ríkja í málaflokki grunnskólanna undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar. Á einföldu máli megi segja að hann sé að „redda grunnskólastarfi fyrir horn.“ Það sé sorglegt og alvarlegt að málum sé þannig komið í málaflokknum. 8. ágúst 2024 11:35
Ragnar Þór kennir Pawel eitt og annað í kennslufræðum Upp er sprottin athyglisverð ritdeila milli þeirra Ragnars Þórs Péturssonar kennara og Pawels Bartoszek, stærðfræðings og varaborgarfulltrúa um námsárangur og námsmat. 26. júlí 2024 10:51
Segir aðkomu Kennarasambandsins ekkert nema eðlilega Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. 20. júlí 2024 19:51