Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Þorsteinn Hjálmsson skrifar 8. ágúst 2024 21:11 Markið er ekki komið upp og má sjá markstangirnar liggja í vítateignum. Vísir/VPE Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. Síðastliðnar tvær vikur hefur farið fram vinna við að skipta um gervigras á Kórnum og ljóst að í þeim framkvæmdum var ekki gengið frá undirstöðum marksins á viðeigandi hátt. Ómar Stefánsson, vallarstjóri Kópavogsbæjar, harmar það að ekki hafi verið búið að kippa þessu í liðinN fyrir leik kvöldsins. Ástæðan að baki þess er sú að hólkarnir sem markið gengur ofan í þegar það er fest ofan í völlinn voru í ólagi, sem var vitað fyrir leikinn. „Markið sem við ætluðum að nota var gamla markið. Það kemur svo í ljós að það er sprunga í því, eða brotið, og þegar við ætlum að setja ný mörk ofan í, varamörkin okkar, þá eru hólkarnir ekki í lagi sem við vissum síðan fyrir sex árum.“ „En staðan hjá verktakanum var sú að byrginn hans úti, að hans sögn, eigi ekki hólka né mörk. Ef hann hefði látið okkur vita að markið sé brotið þegar það fer ofan í þá hefðum við náð að laga það í dag. En þarna eru samskiptaörðugleikar á milli sem gerir það að verkum að við vitum ekki af markinu og frágangurinn er þar af leiðandi ekki eins og við hefðum viljað hafa það. En við komumst ekki að því fyrr en dómarinn sér að það er skakkt mark.“ „Reyndum okkar besta“ Þrátt fyrir ýmsar hugmyndir og tilraunir til þess að koma löglegu marki í gagnið endaði það með því að dómarar leiksins töldu það ekki standast þær kröfur sem til þess væru gerðar. Ómar Stefánsson, oddviti framsóknarmanna í Kópavogi.vísir/daníel „Gamli hólkurinn stendur upp úr jörðinni og þeir vildu ekki leyfa mér að taka þá áhættu að skera hólkinn í burtu og mixa það, því markið er alltaf færanlegt. Þeir vilja auðvitað hafa þau mjög föst sem er skiljanlegt, en við reyndum okkar besta það er bara þannig og það verða allir að sýna því skilning. Það er ekki Kópavogur sem er að klikka í þessu tilviki,“ segir Ómar. Menn reyndu sitt besta í KórnumVísir/VPE Aðspurður hvenær hægt væri að leika aftur inn í Kórnum svaraði Ómar því um hæl. „Kórinn er spilfær, ég laga markið á morgun. Við höfum gert þetta áður, þegar við vitum að markið sé bilað þá lögum við það. Þannig að markið verður soðið á morgun og lagað þannig að það verður komið hérna inn ef að verktakinn sem sér um viðgerðina kemur og bjargar okkur, sem ég geri bara fastlega ráð fyrir.“ Stefnt er að því að spila leikinn 22. ágúst, en KSÍ á þó eftir að staðfesta nýjan leiktíma. Besta deild karla HK KR Kópavogur Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Síðastliðnar tvær vikur hefur farið fram vinna við að skipta um gervigras á Kórnum og ljóst að í þeim framkvæmdum var ekki gengið frá undirstöðum marksins á viðeigandi hátt. Ómar Stefánsson, vallarstjóri Kópavogsbæjar, harmar það að ekki hafi verið búið að kippa þessu í liðinN fyrir leik kvöldsins. Ástæðan að baki þess er sú að hólkarnir sem markið gengur ofan í þegar það er fest ofan í völlinn voru í ólagi, sem var vitað fyrir leikinn. „Markið sem við ætluðum að nota var gamla markið. Það kemur svo í ljós að það er sprunga í því, eða brotið, og þegar við ætlum að setja ný mörk ofan í, varamörkin okkar, þá eru hólkarnir ekki í lagi sem við vissum síðan fyrir sex árum.“ „En staðan hjá verktakanum var sú að byrginn hans úti, að hans sögn, eigi ekki hólka né mörk. Ef hann hefði látið okkur vita að markið sé brotið þegar það fer ofan í þá hefðum við náð að laga það í dag. En þarna eru samskiptaörðugleikar á milli sem gerir það að verkum að við vitum ekki af markinu og frágangurinn er þar af leiðandi ekki eins og við hefðum viljað hafa það. En við komumst ekki að því fyrr en dómarinn sér að það er skakkt mark.“ „Reyndum okkar besta“ Þrátt fyrir ýmsar hugmyndir og tilraunir til þess að koma löglegu marki í gagnið endaði það með því að dómarar leiksins töldu það ekki standast þær kröfur sem til þess væru gerðar. Ómar Stefánsson, oddviti framsóknarmanna í Kópavogi.vísir/daníel „Gamli hólkurinn stendur upp úr jörðinni og þeir vildu ekki leyfa mér að taka þá áhættu að skera hólkinn í burtu og mixa það, því markið er alltaf færanlegt. Þeir vilja auðvitað hafa þau mjög föst sem er skiljanlegt, en við reyndum okkar besta það er bara þannig og það verða allir að sýna því skilning. Það er ekki Kópavogur sem er að klikka í þessu tilviki,“ segir Ómar. Menn reyndu sitt besta í KórnumVísir/VPE Aðspurður hvenær hægt væri að leika aftur inn í Kórnum svaraði Ómar því um hæl. „Kórinn er spilfær, ég laga markið á morgun. Við höfum gert þetta áður, þegar við vitum að markið sé bilað þá lögum við það. Þannig að markið verður soðið á morgun og lagað þannig að það verður komið hérna inn ef að verktakinn sem sér um viðgerðina kemur og bjargar okkur, sem ég geri bara fastlega ráð fyrir.“ Stefnt er að því að spila leikinn 22. ágúst, en KSÍ á þó eftir að staðfesta nýjan leiktíma.
Besta deild karla HK KR Kópavogur Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira