Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Þorsteinn Hjálmsson skrifar 8. ágúst 2024 21:11 Markið er ekki komið upp og má sjá markstangirnar liggja í vítateignum. Vísir/VPE Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. Síðastliðnar tvær vikur hefur farið fram vinna við að skipta um gervigras á Kórnum og ljóst að í þeim framkvæmdum var ekki gengið frá undirstöðum marksins á viðeigandi hátt. Ómar Stefánsson, vallarstjóri Kópavogsbæjar, harmar það að ekki hafi verið búið að kippa þessu í liðinN fyrir leik kvöldsins. Ástæðan að baki þess er sú að hólkarnir sem markið gengur ofan í þegar það er fest ofan í völlinn voru í ólagi, sem var vitað fyrir leikinn. „Markið sem við ætluðum að nota var gamla markið. Það kemur svo í ljós að það er sprunga í því, eða brotið, og þegar við ætlum að setja ný mörk ofan í, varamörkin okkar, þá eru hólkarnir ekki í lagi sem við vissum síðan fyrir sex árum.“ „En staðan hjá verktakanum var sú að byrginn hans úti, að hans sögn, eigi ekki hólka né mörk. Ef hann hefði látið okkur vita að markið sé brotið þegar það fer ofan í þá hefðum við náð að laga það í dag. En þarna eru samskiptaörðugleikar á milli sem gerir það að verkum að við vitum ekki af markinu og frágangurinn er þar af leiðandi ekki eins og við hefðum viljað hafa það. En við komumst ekki að því fyrr en dómarinn sér að það er skakkt mark.“ „Reyndum okkar besta“ Þrátt fyrir ýmsar hugmyndir og tilraunir til þess að koma löglegu marki í gagnið endaði það með því að dómarar leiksins töldu það ekki standast þær kröfur sem til þess væru gerðar. Ómar Stefánsson, oddviti framsóknarmanna í Kópavogi.vísir/daníel „Gamli hólkurinn stendur upp úr jörðinni og þeir vildu ekki leyfa mér að taka þá áhættu að skera hólkinn í burtu og mixa það, því markið er alltaf færanlegt. Þeir vilja auðvitað hafa þau mjög föst sem er skiljanlegt, en við reyndum okkar besta það er bara þannig og það verða allir að sýna því skilning. Það er ekki Kópavogur sem er að klikka í þessu tilviki,“ segir Ómar. Menn reyndu sitt besta í KórnumVísir/VPE Aðspurður hvenær hægt væri að leika aftur inn í Kórnum svaraði Ómar því um hæl. „Kórinn er spilfær, ég laga markið á morgun. Við höfum gert þetta áður, þegar við vitum að markið sé bilað þá lögum við það. Þannig að markið verður soðið á morgun og lagað þannig að það verður komið hérna inn ef að verktakinn sem sér um viðgerðina kemur og bjargar okkur, sem ég geri bara fastlega ráð fyrir.“ Stefnt er að því að spila leikinn 22. ágúst, en KSÍ á þó eftir að staðfesta nýjan leiktíma. Besta deild karla HK KR Kópavogur Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Síðastliðnar tvær vikur hefur farið fram vinna við að skipta um gervigras á Kórnum og ljóst að í þeim framkvæmdum var ekki gengið frá undirstöðum marksins á viðeigandi hátt. Ómar Stefánsson, vallarstjóri Kópavogsbæjar, harmar það að ekki hafi verið búið að kippa þessu í liðinN fyrir leik kvöldsins. Ástæðan að baki þess er sú að hólkarnir sem markið gengur ofan í þegar það er fest ofan í völlinn voru í ólagi, sem var vitað fyrir leikinn. „Markið sem við ætluðum að nota var gamla markið. Það kemur svo í ljós að það er sprunga í því, eða brotið, og þegar við ætlum að setja ný mörk ofan í, varamörkin okkar, þá eru hólkarnir ekki í lagi sem við vissum síðan fyrir sex árum.“ „En staðan hjá verktakanum var sú að byrginn hans úti, að hans sögn, eigi ekki hólka né mörk. Ef hann hefði látið okkur vita að markið sé brotið þegar það fer ofan í þá hefðum við náð að laga það í dag. En þarna eru samskiptaörðugleikar á milli sem gerir það að verkum að við vitum ekki af markinu og frágangurinn er þar af leiðandi ekki eins og við hefðum viljað hafa það. En við komumst ekki að því fyrr en dómarinn sér að það er skakkt mark.“ „Reyndum okkar besta“ Þrátt fyrir ýmsar hugmyndir og tilraunir til þess að koma löglegu marki í gagnið endaði það með því að dómarar leiksins töldu það ekki standast þær kröfur sem til þess væru gerðar. Ómar Stefánsson, oddviti framsóknarmanna í Kópavogi.vísir/daníel „Gamli hólkurinn stendur upp úr jörðinni og þeir vildu ekki leyfa mér að taka þá áhættu að skera hólkinn í burtu og mixa það, því markið er alltaf færanlegt. Þeir vilja auðvitað hafa þau mjög föst sem er skiljanlegt, en við reyndum okkar besta það er bara þannig og það verða allir að sýna því skilning. Það er ekki Kópavogur sem er að klikka í þessu tilviki,“ segir Ómar. Menn reyndu sitt besta í KórnumVísir/VPE Aðspurður hvenær hægt væri að leika aftur inn í Kórnum svaraði Ómar því um hæl. „Kórinn er spilfær, ég laga markið á morgun. Við höfum gert þetta áður, þegar við vitum að markið sé bilað þá lögum við það. Þannig að markið verður soðið á morgun og lagað þannig að það verður komið hérna inn ef að verktakinn sem sér um viðgerðina kemur og bjargar okkur, sem ég geri bara fastlega ráð fyrir.“ Stefnt er að því að spila leikinn 22. ágúst, en KSÍ á þó eftir að staðfesta nýjan leiktíma.
Besta deild karla HK KR Kópavogur Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira