Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Þorsteinn Hjálmsson skrifar 8. ágúst 2024 21:11 Markið er ekki komið upp og má sjá markstangirnar liggja í vítateignum. Vísir/VPE Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. Síðastliðnar tvær vikur hefur farið fram vinna við að skipta um gervigras á Kórnum og ljóst að í þeim framkvæmdum var ekki gengið frá undirstöðum marksins á viðeigandi hátt. Ómar Stefánsson, vallarstjóri Kópavogsbæjar, harmar það að ekki hafi verið búið að kippa þessu í liðinN fyrir leik kvöldsins. Ástæðan að baki þess er sú að hólkarnir sem markið gengur ofan í þegar það er fest ofan í völlinn voru í ólagi, sem var vitað fyrir leikinn. „Markið sem við ætluðum að nota var gamla markið. Það kemur svo í ljós að það er sprunga í því, eða brotið, og þegar við ætlum að setja ný mörk ofan í, varamörkin okkar, þá eru hólkarnir ekki í lagi sem við vissum síðan fyrir sex árum.“ „En staðan hjá verktakanum var sú að byrginn hans úti, að hans sögn, eigi ekki hólka né mörk. Ef hann hefði látið okkur vita að markið sé brotið þegar það fer ofan í þá hefðum við náð að laga það í dag. En þarna eru samskiptaörðugleikar á milli sem gerir það að verkum að við vitum ekki af markinu og frágangurinn er þar af leiðandi ekki eins og við hefðum viljað hafa það. En við komumst ekki að því fyrr en dómarinn sér að það er skakkt mark.“ „Reyndum okkar besta“ Þrátt fyrir ýmsar hugmyndir og tilraunir til þess að koma löglegu marki í gagnið endaði það með því að dómarar leiksins töldu það ekki standast þær kröfur sem til þess væru gerðar. Ómar Stefánsson, oddviti framsóknarmanna í Kópavogi.vísir/daníel „Gamli hólkurinn stendur upp úr jörðinni og þeir vildu ekki leyfa mér að taka þá áhættu að skera hólkinn í burtu og mixa það, því markið er alltaf færanlegt. Þeir vilja auðvitað hafa þau mjög föst sem er skiljanlegt, en við reyndum okkar besta það er bara þannig og það verða allir að sýna því skilning. Það er ekki Kópavogur sem er að klikka í þessu tilviki,“ segir Ómar. Menn reyndu sitt besta í KórnumVísir/VPE Aðspurður hvenær hægt væri að leika aftur inn í Kórnum svaraði Ómar því um hæl. „Kórinn er spilfær, ég laga markið á morgun. Við höfum gert þetta áður, þegar við vitum að markið sé bilað þá lögum við það. Þannig að markið verður soðið á morgun og lagað þannig að það verður komið hérna inn ef að verktakinn sem sér um viðgerðina kemur og bjargar okkur, sem ég geri bara fastlega ráð fyrir.“ Stefnt er að því að spila leikinn 22. ágúst, en KSÍ á þó eftir að staðfesta nýjan leiktíma. Besta deild karla HK KR Kópavogur Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Síðastliðnar tvær vikur hefur farið fram vinna við að skipta um gervigras á Kórnum og ljóst að í þeim framkvæmdum var ekki gengið frá undirstöðum marksins á viðeigandi hátt. Ómar Stefánsson, vallarstjóri Kópavogsbæjar, harmar það að ekki hafi verið búið að kippa þessu í liðinN fyrir leik kvöldsins. Ástæðan að baki þess er sú að hólkarnir sem markið gengur ofan í þegar það er fest ofan í völlinn voru í ólagi, sem var vitað fyrir leikinn. „Markið sem við ætluðum að nota var gamla markið. Það kemur svo í ljós að það er sprunga í því, eða brotið, og þegar við ætlum að setja ný mörk ofan í, varamörkin okkar, þá eru hólkarnir ekki í lagi sem við vissum síðan fyrir sex árum.“ „En staðan hjá verktakanum var sú að byrginn hans úti, að hans sögn, eigi ekki hólka né mörk. Ef hann hefði látið okkur vita að markið sé brotið þegar það fer ofan í þá hefðum við náð að laga það í dag. En þarna eru samskiptaörðugleikar á milli sem gerir það að verkum að við vitum ekki af markinu og frágangurinn er þar af leiðandi ekki eins og við hefðum viljað hafa það. En við komumst ekki að því fyrr en dómarinn sér að það er skakkt mark.“ „Reyndum okkar besta“ Þrátt fyrir ýmsar hugmyndir og tilraunir til þess að koma löglegu marki í gagnið endaði það með því að dómarar leiksins töldu það ekki standast þær kröfur sem til þess væru gerðar. Ómar Stefánsson, oddviti framsóknarmanna í Kópavogi.vísir/daníel „Gamli hólkurinn stendur upp úr jörðinni og þeir vildu ekki leyfa mér að taka þá áhættu að skera hólkinn í burtu og mixa það, því markið er alltaf færanlegt. Þeir vilja auðvitað hafa þau mjög föst sem er skiljanlegt, en við reyndum okkar besta það er bara þannig og það verða allir að sýna því skilning. Það er ekki Kópavogur sem er að klikka í þessu tilviki,“ segir Ómar. Menn reyndu sitt besta í KórnumVísir/VPE Aðspurður hvenær hægt væri að leika aftur inn í Kórnum svaraði Ómar því um hæl. „Kórinn er spilfær, ég laga markið á morgun. Við höfum gert þetta áður, þegar við vitum að markið sé bilað þá lögum við það. Þannig að markið verður soðið á morgun og lagað þannig að það verður komið hérna inn ef að verktakinn sem sér um viðgerðina kemur og bjargar okkur, sem ég geri bara fastlega ráð fyrir.“ Stefnt er að því að spila leikinn 22. ágúst, en KSÍ á þó eftir að staðfesta nýjan leiktíma.
Besta deild karla HK KR Kópavogur Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira