„Við höfum svosem reynt erfiðu leiðina áður“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. ágúst 2024 20:44 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, neyðist til að fara erfiðu leiðina því lið hans hefur ekki enn unnið heimaleik í Evrópukeppni í sumar. vísir / pawel „Þetta er búið að vera sagan okkar í heimaleikjum í Evrópukeppnum, búnir að sjá mikið af boltanum en það er refsað fyrir hver einustu mistök og okkur var refsað illilega í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar Gunnlaugsson eftir 1-1 jafntefli Víkings gegn Flora Tallinn í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Víkingar voru mun betri aðilinn frá upphafsmínútu en gáfu frá sér klaufalegt víti og lentu undir. Þeir jöfnuðu svo rétt áður en fyrri hálfleik lauk og voru sterkari en gestirnir allan seinni hálfleikinn en boltinn fór ekki aftur inn í markið. „Jöfnum leikinn og fengum alveg færi til að skora annað en það var svolítið langt á milli færa, við reyndum að þrýsta þeim neðar og neðar, en það tókst ekki.“ Vítaspyrnudómurinn var umdeildur „Þeir töluðu um það og Ingvar var mjög ósáttur að það hefði verið dæmt en það er lítið sem er hægt að breyta við það núna. Svekkjandi [ef þetta var ekki víti], því það er VAR til að sjá um svona mál, en ég er ekki búinn að sjá atvikið persónulega.“ Skiptingalausir í lokin Undir lok leiks lentu Víkingar í vandræðum, þeir voru þá búnir að nýta öll stopp til skiptinga og Ari Sigurpálsson fékk alvarlegan krampa í kálfann. „Það er erfitt núna, það eru margir leikmenn frá og ungir strákar á bekknum. Ari var ekkert búinn að gefa í skyn að það væri eitthvað í gangi, enda voru þetta bara krampar í raun og veru. Það eru þreyttar lappir úti á vellinum, sem gerir frammistöðuna kannski þeim mun merkilegri, mér fannst þetta góð frammistaða en heilt yfir auðvitað svekkjandi að ná ekki sigri til að fara með í farteskinu. En við höfum svosem reynt erfiðu leiðina áður, það er kannski bara Víkingsleiðin.“ Erfiða leiðin er Víkingsleiðin Víkingur sneri einmitt til baka í síðustu umferð eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli gegn Egnatia frá Albaníu. Staðan er ekki eins dræm núna, en hvað þarf að gera til að sækja sigur í næsta leik? „Ekki skora tíu mörk í hverri sókn, vera agaðir og gera það sama og úti í Albaníu. Reyna að spila okkar leik og ekki fara út í einhverja vitleysu. Það voru ákveðin mistök sem við gerðum í dag… en við þurfum bara að halda í okkar leik og muna að í Evrópukeppni þá eru ein mistök og þú ert úti,“ sagði Arnar að lokum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Sjá meira
Víkingar voru mun betri aðilinn frá upphafsmínútu en gáfu frá sér klaufalegt víti og lentu undir. Þeir jöfnuðu svo rétt áður en fyrri hálfleik lauk og voru sterkari en gestirnir allan seinni hálfleikinn en boltinn fór ekki aftur inn í markið. „Jöfnum leikinn og fengum alveg færi til að skora annað en það var svolítið langt á milli færa, við reyndum að þrýsta þeim neðar og neðar, en það tókst ekki.“ Vítaspyrnudómurinn var umdeildur „Þeir töluðu um það og Ingvar var mjög ósáttur að það hefði verið dæmt en það er lítið sem er hægt að breyta við það núna. Svekkjandi [ef þetta var ekki víti], því það er VAR til að sjá um svona mál, en ég er ekki búinn að sjá atvikið persónulega.“ Skiptingalausir í lokin Undir lok leiks lentu Víkingar í vandræðum, þeir voru þá búnir að nýta öll stopp til skiptinga og Ari Sigurpálsson fékk alvarlegan krampa í kálfann. „Það er erfitt núna, það eru margir leikmenn frá og ungir strákar á bekknum. Ari var ekkert búinn að gefa í skyn að það væri eitthvað í gangi, enda voru þetta bara krampar í raun og veru. Það eru þreyttar lappir úti á vellinum, sem gerir frammistöðuna kannski þeim mun merkilegri, mér fannst þetta góð frammistaða en heilt yfir auðvitað svekkjandi að ná ekki sigri til að fara með í farteskinu. En við höfum svosem reynt erfiðu leiðina áður, það er kannski bara Víkingsleiðin.“ Erfiða leiðin er Víkingsleiðin Víkingur sneri einmitt til baka í síðustu umferð eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli gegn Egnatia frá Albaníu. Staðan er ekki eins dræm núna, en hvað þarf að gera til að sækja sigur í næsta leik? „Ekki skora tíu mörk í hverri sókn, vera agaðir og gera það sama og úti í Albaníu. Reyna að spila okkar leik og ekki fara út í einhverja vitleysu. Það voru ákveðin mistök sem við gerðum í dag… en við þurfum bara að halda í okkar leik og muna að í Evrópukeppni þá eru ein mistök og þú ert úti,“ sagði Arnar að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Sjá meira